„Ég hef ekki lesið þessa skýrslu í kjölinn“

Hanna sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum.
Hanna sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Ófeigur

„Tel­ur ráðherra að KPMG sé ein­fald­lega að fara með rangt mál?“ spurði Þorgrím­ur Sig­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, Hönnu Katrínu Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í dag.

Til­efni spurn­ing­ar­inn­ar var um­sögn KPMG Law um veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem fjallað er um aðferðafræði við út­reikn­ing veiðigjalda. 

Þorgrím­ur vísaði sér­stak­lega til at­huga­semda í um­sögn­inni þar sem seg­ir að stuðning­ur við er­lenda markaði sem grund­völl skatt­lagn­ing­ar þurfi að upp­fylla ákveðin skil­yrði, ella geti ákvæðið verið í and­stöðu við jafn­ræðis­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar. Hann sagði jafn­framt: „Ég velti því fyr­ir mér […] hvort hér sé jafn­vel verið að gefa í skyn að við séum að horfa fram á dóms­mál í framtíðinni.“

Ótt­ast ekki dóms­mál

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra svaraði og sagði að við setn­ingu lag­anna hafi verið farið vand­lega yfir hvort þau stæðust jafn­ræðis­reglu og önn­ur mik­il­væg viðmið.

„Ég tel enga ástæðu til að ótt­ast að sú verði raun­in eða að mála upp þá dökku mynd sem hátt­virt­ur þingmaður velt­ir hér upp mögu­leik­an­um á,“ sagði ráðherra og bætti við að for­stjóri OECD hefði lýst ánægju með að stefnt væri að markaðsverði við álagn­ingu gjalds­ins.

Þorgrím­ur var ekki ánægður með svarið og vísaði aft­ur í um­sögn KPMG þar sem seg­ir að frum­varpið skorti rök­stuðning fyr­ir því hvers vegna verðmynd­un á norsk­um fisk­mörkuðum ætti að telj­ast sam­bæri­leg við ís­lenska markaði.

Í um­sögn KMPG Law seg­ir: „Að mati KPMG væri eðli­legt að fram færi ít­ar­legt mat á því hvort að slík­ur sam­an­b­urður sé í raun mál­efna­leg­ur, og hvort hann leiði til rétt­látr­ar
niður­stöðu við ákvörðun veiðigjalds. Í ljósi fram­an­greinds tel­ur KPMG mik­il­vægt að ákvæði frum­varps­ins verði end­ur­skoðuð með hliðsjón af þeim alþjóðlegu viðmiðum og réttarör­ygg­is­sjón­ar­miðum sem rak­in hafa verið hér að ofan.“

Eft­ir að hafa lesið upp það sem kem­ur fram í um­sögn KPMG spurði Þorgrím­ur:

„Því finnst mér eðli­leg spurn­ing: Tel­ur ráðherra að KPMG sé ein­fald­lega að fara með rangt mál?“ spurði hann.

Ger­ir ráð fyr­ir því að skýrsl­an hafi verið tek­in fyr­ir í nefnd

Í lok umræðunn­ar svaraði Hanna Katrín og sagðist vera með næga til­finn­inga­greind til að átta sig á því að stjórn­ar­andstaðan væri á ann­arri skoðun en hún „og KPMG fell­ur þá bara und­ir þann hatt ef rétt er eft­ir haft.“ 

„Ég hef ekki lesið þessa skýrslu í kjöl­inn og ætla ekki að gera hana né aðrar skýrsl­ur keypt­ar af ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki úti í bæ að sér­stöku um­fjöll­un­ar­efni hér,“ sagði ráðherra og bætti við að hún gerði fast­lega ráð fyr­ir því að málið hefði verið tekið til skoðunar í þing­nefnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.25 451,37 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.25 482,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.25 346,49 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.25 357,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.25 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.25 234,42 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 17.7.25 152,18 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 11.808 kg
Þorskur 1.598 kg
Steinbítur 378 kg
Skarkoli 115 kg
Sandkoli 27 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 13.930 kg
17.7.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Hlýri 6 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 10 kg
17.7.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 4.672 kg
Þorskur 976 kg
Skarkoli 514 kg
Skrápflúra 182 kg
Steinbítur 108 kg
Sandkoli 88 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 6.557 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.25 451,37 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.25 482,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.25 346,49 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.25 357,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.25 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.25 234,42 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 17.7.25 152,18 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 11.808 kg
Þorskur 1.598 kg
Steinbítur 378 kg
Skarkoli 115 kg
Sandkoli 27 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 13.930 kg
17.7.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Hlýri 6 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 10 kg
17.7.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 4.672 kg
Þorskur 976 kg
Skarkoli 514 kg
Skrápflúra 182 kg
Steinbítur 108 kg
Sandkoli 88 kg
Þykkvalúra 17 kg
Samtals 6.557 kg

Skoða allar landanir »