Hæstiréttur vísaði í dag frá máli Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu. Bætur til Hugins, dótturfélags Vinnslustöðvarinnar, voru lækkaðar umtalsvert.
Málið byggir á því að útgerðirnar töldu sig eiga skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þess að ranglega hefði verið staðið að úthlutun makrílkvóta á árunum 2011-2018 og minna hefði komið í hlut fyrirtækjanna en þeim hefði borið samkvæmt lögum.
Bótaskylda ríkisins í málinu hafði verið staðfest í héraðsdómi sem og Landsrétti en Landsréttur hafði þó lækkað bætur til Vinnslustöðvarinnar.
Bætur úr hendi ríkissjóðs til Hugins höfðu í Landsrétti verið dæmdar 467 milljónir króna. Í dómi Hæstaréttar í dag, sem ekki hefur verið birtur, voru bætur til Hugins aftur á móti lækkaðar umtalsvert og nema nú aðeins 250 milljónir króna.
Vinnslustöðin hafði fengið dæmdar 512,5 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur eins og áður segir lækkaði þó bæturnar til Vinnslustöðvarinnar niður í 269,5 milljónir króna. Hæstiréttur hefur nú hinsvegar vísað máli Vinnslustöðvarinnar frá dómi.
Vinnslustöðinni er jafnframt gert að greiða ríkinu samtals fimm milljónir króna vegna rekturs málsins á öllum dómstigum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 429,32 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 2.980 kg |
Skarkoli | 1.189 kg |
Skrápflúra | 1.071 kg |
Steinbítur | 190 kg |
Sandkoli | 180 kg |
Ýsa | 161 kg |
Samtals | 5.771 kg |
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 151 kg |
Samtals | 151 kg |
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 56 kg |
Ýsa | 31 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Samtals | 105 kg |
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.148 kg |
Samtals | 1.148 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 11.7.25 | 429,32 kr/kg |
Þorskur, slægður | 11.7.25 | 578,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 11.7.25 | 362,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 11.7.25 | 382,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 11.7.25 | 144,86 kr/kg |
Ufsi, slægður | 11.7.25 | 195,55 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 11.7.25 | 216,76 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
12.7.25 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 2.980 kg |
Skarkoli | 1.189 kg |
Skrápflúra | 1.071 kg |
Steinbítur | 190 kg |
Sandkoli | 180 kg |
Ýsa | 161 kg |
Samtals | 5.771 kg |
12.7.25 Kvika SH 292 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 151 kg |
Samtals | 151 kg |
12.7.25 Óðinshani ÍS 445 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 56 kg |
Ýsa | 31 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Samtals | 105 kg |
12.7.25 Jökull SH 339 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.148 kg |
Samtals | 1.148 kg |