Hálf öld á sjó og komið gott

Sigurður ásamt félögum sínum á síðustu vaktinni á Blængi. Sigurður …
Sigurður ásamt félögum sínum á síðustu vaktinni á Blængi. Sigurður er fremst til hægri. Ljósmynd/Síldarvinnslan/ Víkingur Trausti Elíasson

Hálf öld á sjón­um er ekk­ert smá­ræði en fer­ill sjó­manns­ins Sig­urðar Breiðfjörð slag­ar í það. Nú seg­ir hann skilið við sjó­mennsk­una, orðinn 65 ára gam­all. „Ég vil hætta áður en ég verð bara fyr­ir strák­un­um þarna um borð,” seg­ir Sig­urður í sam­tali við heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. „Ég hef verið hátt í 50 ár á sjón­um og það finnst sjálfsagt mörg­um að nóg sé komið.”

Komið víða við

Sig­urður fór ung­ur á sjó og byrjaði fer­il­inn á neta­báti en síðan náði hann tíma­bili sem há­seti á síðutog­ar­an­um Maí. „Það eru ekki marg­ir nú­ver­andi sjó­menn sem voru á gömlu síðutog­ur­un­um,” bæt­ir hann við en þeirri gerð tog­ara fækkaði hratt á 7. ára­tugn­um. Fer­ill Sig­urðar hef­ur leitt hann skip­anna á milli og land­anna líka. Hann hef­ur starfað á fjöl­mörg­um ís­lensk­um tog­ur­um, þar á meðal Apríl, Ými og Rán, en hann vann einnig um tíma í Nor­egi um borð í tog­ara frá Álasundi, sem og á dönsk­um fiski­bát­um. Árið 2001 kallaði Ísland aft­ur og eft­ir það vann hann á fjöl­mörg­um skip­um hér við land eins og Þór, Ven­us, Stur­laugi, Örfiris­ey og Höfr­ungi. Hann hóf störf á frysti­tog­ar­an­um Blængi sem gerður er út af Síld­ar­vinnsl­unni árið 2021 og þar lýk­ur ferl­in­um. Blæng­ur kom til heima­hafn­ar í Nes­kaupstað 1. júlí og skilaði af sér mynd­ar­leg­um afla, 676 tonn­um upp úr sjó, og Sig­urði úr sín­um síðasta túr. Sig­urður Hörður Kristjáns­son skip­stjóri Blængs seg­ir að það sé eft­ir­sjá að reynslu­mesta manni áhafn­ar­inn­ar. „Hann er að hætta eft­ir lang­an og far­sæl­an sjó­manns­fer­il,” seg­ir hann. „Sig­urður er hörkudug­leg­ur, já­kvæður og skemmti­leg­ur auk þess að búa yfir ótrú­legri reynslu.”

Kom­inn tími til að slappa af

Sig­urður seg­ir að sér hafi líkað afar vel á þessu síðasta skipi fer­ils­ins. „Á Blængi eru hörku­skip­stjór­ar og þeir hafa með sér gæðamenn. Öll áhöfn­in er já­kvæð og sam­visku­söm. Blæng­ur er rúm­lega 50 ára gam­alt skip en það hef­ur fisk­ast ótrú­lega vel á það þessi ár sem ég hef verið þar um borð,” seg­ir hann. Hann seg­ir að nú sé kom­inn tími til að slappa aðeins af. „Ég kveð skips­fé­lag­ana á Blængi með söknuði en ég veit að þeim á eft­ir að ganga vel áfram,” seg­ir Sig­urður að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.8.25 513,62 kr/kg
Þorskur, slægður 21.8.25 514,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.8.25 253,90 kr/kg
Ýsa, slægð 21.8.25 264,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.8.25 157,95 kr/kg
Ufsi, slægður 21.8.25 153,43 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 21.8.25 132,58 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.8.25 202,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.8.25 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 1.442 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 1.448 kg
21.8.25 Sif EA 76 Handfæri
Þorskur 1.344 kg
Ufsi 170 kg
Samtals 1.514 kg
21.8.25 Sæfinnur EA 58 Handfæri
Þorskur 355 kg
Ufsi 229 kg
Karfi 128 kg
Samtals 712 kg
21.8.25 Konráð EA 90 Handfæri
Þorskur 526 kg
Ufsi 200 kg
Samtals 726 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.8.25 513,62 kr/kg
Þorskur, slægður 21.8.25 514,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.8.25 253,90 kr/kg
Ýsa, slægð 21.8.25 264,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.8.25 157,95 kr/kg
Ufsi, slægður 21.8.25 153,43 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 21.8.25 132,58 kr/kg
Litli karfi 20.8.25 11,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.8.25 202,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.8.25 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 1.442 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 1.448 kg
21.8.25 Sif EA 76 Handfæri
Þorskur 1.344 kg
Ufsi 170 kg
Samtals 1.514 kg
21.8.25 Sæfinnur EA 58 Handfæri
Þorskur 355 kg
Ufsi 229 kg
Karfi 128 kg
Samtals 712 kg
21.8.25 Konráð EA 90 Handfæri
Þorskur 526 kg
Ufsi 200 kg
Samtals 726 kg

Skoða allar landanir »