Því hefur verið haldið fram að 2% þess afla sem við veiðum sé neytt innanlands. Það er að segja við flytum út 98% aflans.
Skoðum þessar tölur aðeins. Ef við horfum á það magn sem við veiðum hér við Ísland þá eru það 1 til 2,2 milljónir tonna á ári. Það setur okkur í 19 -20 sæti yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims.
Ef við svo horfum á þá fiskneyslu sem neytt er samkvæmt neyslukönnun íslendinga þá erum við að neyta um 16 kg af fiski á mann á ári. Fiskneysla hefur dregist verulega saman á undanförnum áratugum en það er önnur saga. Reiknuð neysla uppá 16 kg á disk landsmanna samsvara um 33 kg af fiski upp úr sjó. Með því að reikna með að hér á landi búi eða eru á ferðalagi 380 þúsund manns að jafnaði þá samsvarar það 12.560 tonn af fiski í neyslu hér á landi. Það segir mér að við neytum um 1% aflans og 99% afla er þá fluttur út. Þá er ég að miða við rétt rúmlega milljón tonna í afla sem þó var helmingi meiri árið 2000.