Yaris fær andlitslyftingu

Í söndum og leirlitu landslagi Sitges með fagurblátt Miðjarðarhafið í …
Í söndum og leirlitu landslagi Sitges með fagurblátt Miðjarðarhafið í bakgrunni var ekki hjá því komist að falla fyrir skærbláum bílnum sem myndast óneitanlega vel. Ljósmynd/Toyota

Fáir bíl­ar eru jafn áreiðan­leg­ir og vin­sæl­ir þvert á alla hópa og Toyota Yar­is – þá sér­stak­lega sem borg­ar­bíll. Hvort sem um er að ræða ung­ling­inn, ömm­una eða stór­borg­ar­föður­inn, Yaris­inn skil­ar sínu og ger­ir það vel. Var svo sann­ar­lega eng­in und­an­tekn­ing þar á þegar und­ir­rituð hélt til Spán­ar í boði Toyota til að prófa nýja og betr­um­bætta út­gáfu af Toyota Yar­is, nán­ar til­tekið Hybrid 130 Premi­ere Ed­iti­on.

För­inni var heitið til strand­bæj­ar­ins Sit­ges rétt sunn­an við borg­ina Barcelona sem var kær­kom­in til­breyt­ing frá þung­bæru skamm­deg­inu á Íslandi. Miðjarðar­hafs­bær­inn skart­ar miðalda­kastala, 17. ald­ar kirkju og ný­byggðum or­lofs­hús­um fyr­ir sól­ar­sólgna, sem heim­sækja bæ­inn eins oft og færi gefst, eins og marg­ir Íslend­ing­ar þekkja af eig­in raun. Er bær­inn meðal ann­ars þekkt­ur fyr­ir ár­lega kvik­mynda­hátíð, karni­val og ríka hinseg­in-menn­ingu og jafn­vel nefnd­ur „Saint-Tropez Spán­ar“.

Það var því líf og fjör í bæn­um er blaðamann bar að garði en hið ár­lega karni­val, sem stend­ur í sjö daga, var í full­um gangi. Lít­rík­ar fjaðrir, dans og læti ein­kenndu bæj­ar­brag­inn en einnig kynn­ing­ar­teiti bíls­ins þar sem karni­val-dans­ar­ar léku list­ir sín­ar fyr­ir bíla­blaðamenn á hinu glæsi­lega Sa­bàtic-hót­eli úr röðum Marriott-hót­el­anna.

Í fyrstu virt­ist Sit­ges ekki beint aug­ljós staður fyr­ir reynsluakst­ur, en þegar bet­ur er á það litið „meik­ar staðsetn­ing­in full­kom­inn sens“. Rétt fyr­ir ofan bæ­inn við sjáv­ar­málið eru nefni­lega fjalls­hlíðar, skóg­lendi og snarp­ar beygj­ur á þröng­um veg­um og hraðbraut rétt hand­an við bæj­ar­mörk­in. Bær­inn er þægi­leg­ur að aka í og því ein­stak­lega gott að prófa bíl­inn á vel skipu­lögðum göt­um Sit­ges og í enda­laus­um hring­torg­um, sem Spán­verj­ar eru ein­stak­lega elsk­ir að. Hafði staðsetn­ing­in því upp á fjöl­breytt lands­lag og akst­urslag að bjóða í reynsluakstr­in­um.

Kynn­ing­ar­ferðin var, sem fyrr seg­ir, helguð nýrri út­gáfu af Toyota Yar­is. Bíll­inn hef­ur tekið á sig þó nokkuð sport­legri og nú­tíma­legri mynd, a.m.k. miðað við fyrsta Yaris­inn sem kom út 1999, en nýja út­gáf­an stát­ar einnig af ýms­um tækni- og ör­ygg­is­nýj­ung­um, að ógleymdri nýrri og mun öfl­ugri vél.

Tekið fram úr með kraft­meiri vél

Þetta er ekki venju­leg­ur blend­ing­ur, þar sem raf­vél­in létt­ir und­ir með þess­ari hefðbundnu, held­ur er þetta al­blend­ing­ur (e. full hybrid), sem geng­ur lengra og leng­ur al­farið fyr­ir raf­magni. Helsta breyt­ing frá fyrri gerð bíls­ins er nýr sam­byggður gír­kassi og drif (e. transaxle) með kraft­meiri raf­vél, áður 59 kW en af­kast­ar nú 62 kW, ásamt upp­færslu á hug­búnaði og vél­búnaði í afl­stýr­ing­unni (PCU). Fyr­ir vikið aukast heild­araf­köst­in um 12%, úr 116 DIN hö./​85 kW í 130 DIN hö./​96 kW.

Það eru ekki aðeins meiri af­köst á papp­írn­um, auk­inn kraft­ur­inn finnst vel í akstri á Hybrid 130 Ya­risn­um og hef­ur há­mark­s­tog frá MG2-raf­mótorn­um auk­ist um 30% eða úr 141 Nm í 185 Nm. Það skil­ar sér í meiri hröðun bíls­ins og er hann nú hálfri sek­úndu fljót­ari í hundraðið og fer úr kyrr­stöðu í 100 km/​klst. á 9,2 sek­únd­um. Þar sem bíl­stjór­ar Yar­is­ins eru aft­ur á móti ekki oft að spyrna í kvart­mílu­keppni er vert að nefna að öfl­ug hröðun er einnig til­tæk til að taka fram úr öðrum bíl­um og fer hann úr 80 í 120 km/​klst. á aðeins 7,5 sek­únd­um.

Toyota hef­ur lengi verið leiðandi í hybrid-tækn­inni svo það á ekki að koma á óvart að kolt­ví­sýr­ingsút­blást­ur er enn í fyrsta flokki, 87-98 g/​km, meðan eldsneyt­isnýt­ing­in er um 3,9-4,3 l/​100 km á WLPT. Í spálíkani end­ur­hleðslu­kerf­is­ins eru notuð gögn úr leiðsögu­kerf­inu, t.d. í um­ferðartepp­um eða akstri niður á móti, til að tryggja há­marks­hleðslu­stig raf­hlöðunn­ar miðað við leið og aðstæður.

Til­val­inn fyr­ir takkaóða

Bíll­inn hef­ur þó ekki ein­ung­is tekið breyt­ing­um und­ir húdd­inu held­ur einnig í inn­rétt­ingu og viðmóti. Þá þykir mér sér­stak­lega vert að hæla hönnuðum bíls­ins fyr­ir að streit­ast á móti straumn­um inn­an bíla­hönn­un­ar þar sem fram­leiðend­ur virðast staðráðnir í að út­rýma hefðbundn­um tökk­um. Ef­laust er það smekks­atriði eins og flest annað, en per­sónu­lega þykir blaðamanni fátt koma í stað hnappa fyr­ir hið mik­il­væg­asta, enda eru tölvustill­ing­ar á flókn­um skjá­mynd­um það síðasta sem maður vill vera að basla við á ferð.

Toyota hef­ur því svo sann­ar­lega bæn­heyrt und­ir­ritaða og aðra takkaóða bíl­stjóra en bíll­inn er með akkúrat rétt­an fjölda af tökk­um og hef­ur staðsett þá að mínu skapi – á sín­um stað. Hönnuðir bíls­ins hafa nefni­lega sleppt því að reyna að finna upp hjólið með því að koma miðstöðvarstill­ing­um fyr­ir á nýj­um stað og hafa haldið henni fyr­ir miðju á hægri hönd bíl­stjór­ans. Þá finnst mér einnig gam­an að sjá að þrátt fyr­ir að stýrið sé vissu­lega orðið sport­legra er út­lit gír­stang­ar­inn­ar enn í sama anda og í eldri bíl­un­um og því eng­inn vafi á hvert hann á ræt­ur sín­ar að sækja.

Þá er mæla­borð bíls­ins afar skemmti­legt, en það tók blaðamann engu að síður nokkr­ar til­raun­ir að átta sig á því hvernig ætti að fara inn í ýms­ar still­ing­ar. Til að mynda var ég dreg­in inn í þó nokkra rang­hala við ít­rekaðar til­raun­ir til að slökkva á fjöl­mörg­um ör­ygg­is­still­ing­um bíls­ins, þá einkum still­ingu sem atyrðir öku­mann­inn fyr­ir of hraðan akst­ur, eig­in­leiki sem er síður heppi­leg­ur í prufuakstr­in­um eða þegar maður er orðinn of seinn í vinn­una. Það er þó ekki við Toyota, eða bíla­fram­leiðend­ur al­mennt, að sak­ast held­ur nýj­ustu ör­ygg­is­reglu­gerðir ESB.

Eft­ir sem áður skil­ar tækn­in sínu og er hægt að aðlaga akst­urslag bíls­ins eft­ir notk­un og smekk bíl­stjór­ans með fjór­um stöðluðum val­mögu­leik­um: Ca­sual, Smart, Tough og Sporty. Þá gleður það einnig augað að þegar skipt er um akst­urs­still­ingu keyr­ir nýr bíll inn á mæla­borðið og minn­ir þannig einna helst á að bíl­stjór­inn sé velja sér karakt­er í tölvu­leik.

Skjár bílsins hefur verið uppfærður og stækkaður og er hann …
Skjár bíls­ins hef­ur verið upp­færður og stækkaður og er hann tals­vert smekk­legri og þægi­legri fyr­ir vikið.

Í ör­ugg­um hönd­um Yar­is

Þá má einnig hæla nýj­um ör­yggis­viðbót­um Toyota, svo sem virkni sem dreg­ur úr skyndi­legri hröðun til að koma í veg fyr­ir árekst­ur og neyðar­heml­un­ar­kerfi, sem skynj­ar ef bíl­stjór­inn sofn­ar eða miss­ir meðvit­und und­ir stýri. Í slíku til­felli myndi bíll­inn reyna að gera öku­mann­in­um viðvart með hljóð- og sýni­leg­um viðvör­un­um, en ef bíl­stjór­inn sýn­ir enn ekki viðbrögð stöðvast bíll­inn ró­lega, það kvikn­ar á viðvör­un­ar­ljós­un­um og hurðir aflæs­ast. Má því væg­ast sagt segja að maður sé í ör­ugg­um hönd­um skyldi eitt­hvað koma upp á.

Þá varð und­ir­rituð einnig ein­stak­lega kát við að upp­götva að Premium-út­gáfa bíls­ins er með svo­kallaða framrúðuglæju (e. HUD, heads-up display) sem sýn­ir öku­manni upp­lýs­ing­ar á framrúðunni, en nýj­ar viðbæt­ur við glæj­una eru m.a. ak­reinaaðstoð, beygju­hraðastýr­ing og for­virk akst­ursaðstoð, sem grein­ir til að mynda gang­andi veg­far­end­ur, hjól­reiðamenn og öku­tæki.

Bíll­inn er með snerti­skjá fyr­ir miðju og er aug­ljóst að hönnuðirn­ir hafa tekið ábend­ing­um um fyrri út­gáf­ur Yar­is­ins til sín, upp­fært og stækkað skjá­inn en hann er tals­vert smekk­legri og þægi­legri fyr­ir vikið. Þá get­ur bíl­stjóri einnig valið og raðað snjall­for­rit­um og búnaði á skjá­inn eft­ir eig­in höfði. Skjár­inn hef­ur verið hækkaður ör­lítið upp á mæla­borðinu sem kann að valda áhyggj­um um skert út­sýni öku­manns. Ekki get ég þó sagt að það hafi angrað mig í akstri en því skal þó haldið til haga að und­ir­rituð er 174 cm á hæð svo að lág­vaxn­ari bíl­stjór­ar kunna að hafa aðra sögu að segja.

Þá hef­ur sím­hleðslufleti verið bætt við í hliðar­hólf bíls­ins eins og er sí­fellt að verða al­geng­ara í nýrri bíl­um. Einnig hef­ur hleðsluinn­stung­um verið bætt við, þar sem fyrri út­gáfa bíls­ins var aðeins með eina, en þar að auki hafa inn­stung­urn­ar verið upp­færðar í USB-C í takt við fyr­ir­mæli ESB um að öll hleðslu­tengi skuli vera af þeirri gerð fyr­ir lok þessa árs. Geta tón­list­ar­unn­end­ur og hlaðvarps­hlust­end­ur einnig glaðst yfir JBL-hljóðkerfi bíls­ins, en afar góður ómur er í bíln­um, sem er í þokka­bót vel ein­angraður og hljóðlát­ur á vegi.

Fag­ur­blár Pix­ar-bíll

Þá er ljúft og skylt að minn­ast á ytra út­lit bíls­ins, en hann er ein­stak­lega skemmti­leg­ur í hönn­un og aug­ljóst að hönnuðir Toyota hafa leyft sér að „flippa“ ei­lítið. Það skín nefni­lega í gegn að smá­atriðum hef­ur verið gef­inn góður gaum­ur og aug­ljóst að mikið hef­ur verið nostrað við hönn­un bíls­ins. Lín­ur hans eru í senn mjúk­ar og skarp­ar og er hann óneit­an­lega orðinn tals­vert sport­legri í út­liti en þegar hann var fyrst kynnt­ur á markað árið 1999. Þak bíls­ins er kúpt og bak­end­inn sömu­leiðis en ljós­in að aft­an­verðu sting­ast skarp­lega út og „augu“ bíls­ins eru hvöss. Satt best að segja er ekki laust við að hann minni á teikni­myndafíg­úru úr Pix­ar-mynd­inni Bíl­ar.

Flest­ir kynn­ing­ar­bíl­arn­ir skörtuðu svörtu þaki og ein­stök­um skær­blá­um lit – sem ber hið ægifagra nafn Neptu­ne Blue, þótt hann minni kannski einna frek­ar á fram­andi fugl eða jafn­vel Twitter-fugl­inn fræga. Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum hefði blái lit­ur­inn ekki endi­lega fallið að mín­um smekk, en í sönd­um og leir­litu lands­lagi Sit­ges með fag­ur­blátt Miðjarðar­hafið í bak­grunni var ekki hjá því kom­ist að falla fyr­ir hon­um. Ekki spillti það held­ur fyr­ir að lit­ur­inn mynd­ast af­bragðsvel og féll vel að skær­um lit­um karni­vals­ins.

Var það ein­stak­lega ánægju­legt að sjá að litap­all­ett­an hélt áfram inni í bíln­um í blá­um saum­um á sæt­isáklæðinu, rönd­um á hanska­hólfi og meðfram dyr­um. Sjálf hef ég mikið dá­læti á blá­um saumi á svartri eða grárri inn­rétt­ingu enda sam­setn­ing sem get­ur ekki klikkað að mínu mati.

Sæti bíls­ins voru einnig afar þægi­leg og féllu nátt­úru­lega að öku­manni og farþega. Leyfi ég mér að full­yrða að hugað hafi verið að hverju ein­asta smá­atriði hvað varðar þæg­indi í akstri en til að mynda eru hurðirn­ar hannaðar með það í huga að þægi­legt sé að hvíla ann­an hand­legg­inn á þeim. Al­mennt eru þæg­ind­in í fyr­ir­rúmi í bíln­um sem er bæði rúm­góður í fram­sæt­um og aft­ur­sæt­um og því auðvelt að gleyma að um sé að ræða lít­inn bíl á evr­ópsk­an kvarða (B-Seg­ment á Euro Car Seg­ment).

Þá hef­ur Toyota einnig kynnt til leiks nýja snjallsíma­lausn í appi fram­leiðand­ans sem kall­ast MyT. Veit­ir for­ritið allt að fimm not­end­um aðgengi að bíln­um og er hægt að læsa, aflæsa og ræsa bíl­inn án þess að taka sím­ann upp úr tösk­unni eða vas­an­um. Framtíðin virðist því nær en nokkru sinni fyrr og mann­skepn­an einu skrefi nær því að geta gengið út um úti­dyrn­ar án þess að þylja í hljóði „lykl­ar, veski, sími“-möntr­una fyrst.

Þá mun einnig vera hægt að biðja bíl­inn um að blikka ljós­um til að auðvelda leit á troðnum bíla­stæðum og kveikja á miðstöðvar­kerf­inu úr sím­an­um áður en stigið er inn í bíl­inn og mun kulda­hroll­ur á vetr­armorgn­um því heyra sög­unni til fyr­ir eig­end­ur Yar­is­ins.

Fyrst og fremst er bíll­inn skemmti­leg­ur í akstri og sýndi það sig einkum í fjalls­hlíðum Sit­ges enda fór hann létti­lega með snarp­ar beygj­ur og þrönga sveita­vegi. Yaris­inn er því svo sann­ar­lega enn í þróun og verið að bæta við hann í bæði virkni og stíl – og ekki hægt að full­yrða annað en að „and­lits­lyft­ing­in“ á þess­um gamla en góða hafi tek­ist vel. Yaris­inn er enn til­val­inn fyr­ir borg­ar­búa í hug­leiðing­um um kaup á fyrsta bíl, þá sem vilja ekki vera á of stór­um bíl eða þá sem vilja minnka við sig án þess að gefa eft­ir í afli þegar ung­arn­ir eru flogn­ir úr hreiðrinu.

Nýja „Hybrid 130“ fæst sem staðal­búnaður í Yar­is Premi­ere Ed­iti­on og GR Sport, en í sum­um Evr­ópu­lönd­um fæst hann einnig í High Gra­de-út­gáf­unni. Bíll­inn verður frum­sýnd­ur hér­lend­is í fyrri hluta apríl.

Útlitsbreytingarnar hafa, heilt á litið, heppnast vel.
Útlits­breyt­ing­arn­ar hafa, heilt á litið, heppn­ast vel.

Toyota Yar­is

Afl mótors: 130 DIN hö./​96 kW

Há­mark­s­tog: 185 Nm

Há­marks­hraði: 175 km/​klst.

Hröðun: 0-100 km/​klst.: 9,2 sek­únd­ur

Hröðun 80-120 km/​klst.: 7,5 sek­únd­ur

Los­un: CO2: 87-98 g/​km (WLTP)

Eyðsla: 3,9-4,3 l/​100 km (WLTP)

Umboð: Toyota á Íslandi

Verð ligg­ur ekki fyr­ir enn

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: