Reffilegur C-HR á rafmagni

„Tilfinningin er sú að rýmið sé sniðið í kringum notandann …
„Tilfinningin er sú að rýmið sé sniðið í kringum notandann og ekki gerð tilraun til þess að láta bílinn virðast stærri en hann er,“ segir í umsögn blaðamanns. Ljósmynd/Toyota

Rúmt ár er liðið síðan ég þeysti um sveita­veg­ina norður af Marseille og reynsluók sér­lega skemmti­leg­um RZ frá Lex­us, fyrsta alraf­vædda bíln­um frá þeim. Það er al­veg sér­stök upp­lif­un að sitja um borð í þægi­leg­um bíl og láta hann leika sér að kröpp­um beygj­um og lausa­möl í fögru um­hverfi sem er í senn sól­brunnið og gróður­sælt. Það á við um Provence-Alpes-Côte d’Az­ur.

Og nú er komið að því að end­ur­nýja kynn­in af svæðinu en á nýj­um bíl. Úr sama ranni er hann þó. Í þetta skiptið er ætl­un­in að kynn­ast nýrri út­færslu af C-HR úr smiðju Toyota. Þar er á ferðinni bif­reið sem notið hef­ur mik­illa vin­sælda allt frá því að hún kom fyrst á göt­una árið 2016 (en kom á markað í Evr­ópu 2017).

Þar er á ferðinni sperri­leg­ur sportjeppi (mönn­um er illa við að nota hug­takið jepp­ling þegar kem­ur að þess­ari bíla­stærð, sem er miður). Hann er í raun mitt á milli sportjepp­anna Yar­is Cross og Corolla Cross.

Þessi nýja út­færsla er enn ein birt­ing­ar­mynd þeirra orku­skipta sem Toyota, eins og aðrir al­vöru bíla­fram­leiðend­ur tak­ast á við um þess­ar mund­ir. Toyota hef­ur farið sér hægt, eins og Jap­ana er siður, en hef­ur þó á und­an­förn­um miss­er­um sýnt í meira mæli á spil­in. Og þar hef­ur tek­ist vel til, ekki síst með RAV4 ten­gilt­vinn-út­færsl­una en einnig á Prius sem lengi vel var í far­ar­broddi raf­væðing­ar­inn­ar, en þá sem tvinn­bíll af gamla skól­an­um, þar sem eig­in­hleðsla bíls­ins var lát­in draga úr eldsneyt­is­notk­un. Þótti bíll­inn á sín­um tíma fram­andi, en var eins og ör­lítið gægjugat inn í framtíð raf­væðing­ar­inn­ar.

Marseille sjálf

Það sem vakti eft­ir­tekt mína að þessu sinni var sú staðreynd að reynsluakst­ur­inn hófst í Marseille sjálfri, hafn­ar­borg­inni fornu. Gaf það sér­stakt tæki­færi til þess að kynn­ast henni bet­ur, en í bland við gríðarleg og nú­tíma­leg hafn­ar­mann­virki bregður þar víða fyr­ir forn­um rúst­um, kast­ala­veggj­um, brúm og varðturn­um sem Róm­verj­ar og og þar áður Grikk­ir hlóðu af miklu lyst­fengi. Saga þess­ar­ar borg­ar teyg­ir sig raun­ar svo langt aft­ur að hún telst elsta borg Frakk­lands og með eina lengstu sam­felldu íbúa­byggð í álf­unni allri.

En nóg um forn­ar minj­ar og sögu. Hér er skrifuð ný saga og áhuga­verð. Hluti af tækni­bylt­ingu sem við stönd­um í miðri og skilj­um helst til of lítið hversu magnþrung­in hún í raun og veru er.

For­svars­menn Toyota hafa vís­ast viljað sann­færa okk­ur bíla­blaðamenn­ina um að eng­inn vélfák­ur væri bet­ur til þess fall­inn að sneiða þröng­ar göt­ur hinn­ar fornu borg­ar. Og hafi það verið ætl­un­in, tókst þeim ágæt­lega til í því. En það hékk þó meira á spýt­unni, eins og jafn­an þegar miklu er tjaldað til.

Hönnuðir C-HR sýndu góða takta við hönnun hleðsluloksins og efsta …
Hönnuðir C-HR sýndu góða takta við hönn­un hleðslu­loks­ins og efsta hluta brett­is­ins við aft­ur­hjól­in. Ljós­mynd/​Toyota

Hef­ur vit fyr­ir meng­ar­an­um

Leiðin lá ekki aðeins um hin hlykkj­óttu stræti sögu­staðar­ins. Vor­um við lát­in þræða okk­ur út fyr­ir borg­ar­mörk­in og inn í all­merki­leg­an þjóðgarð skammt frá. Þar tóku sveita­veg­ir og hrika­legt lands­lag við sem gaf færi á að kynn­ast bíln­um við aðrar aðstæður. En svo lá leiðin að lok­um aft­ur inn í borg­ina. Og með þess­um „lag­skipta“ akstri, feng­um við ekki aðeins að glíma við ólík­ar akst­ursaðstæður held­ur einnig að sjá tækn­ina taka völd­in. Víða um Evr­ópu hafa nú verið sett­ar regl­ur sem banna annað en hrein­orku­bíla á ákveðnum svæðum, á það ekki síst við um miðborg­ir og önn­ur mik­il­væg eða viðkvæm svæði. Það ger­ir blend­ing­um erfitt fyr­ir. Jafn­vel þótt þeir sam­eini allt það besta sem sprengi­hreyf­ill­inn og raf­mótor­inn, hafa upp á að bjóða, þá eru þeir þrátt fyr­ir allt í hópi óhreinu barn­anna henn­ar Evru. Þeir ganga í lok dags fyr­ir svarta gull­inu sem Norðmenn elska meira en aðrar þjóðir Norður­landa (og af þekkt­um ástæðum tengd­um ít­ur­vöxn­um líf­eyr­is­sjóði þeirra).

En Toyota hef­ur með tækni breytt C-HR í kam­elljón. Stjórn­völd hafa verið sann­færð um að bíll­inn geti verið allt í senn bens­ín­bíll. blend­ing­ur og hreinn raf­bíll. Þegar hann fer um bannsvæðin ógur­legu trygg­ir hann að aðeins raf­magni sé beint út í dekk­in og þar skipt­ir auðvitað máli að vega og meta hvar skuli not­ast við bens­ín og hvar við raf­magn. Ef aka þarf um lang­an veg áður en komið er í hin helgu vé út­blást­urs­lauss lífstíls verður að spara raf­magnið, eða safna því upp þegar bremsað er og ekið niður í móti. Og þetta ger­ir C-HR lysti­lega vel, fái hann fyr­ir­fram fyr­ir­mæli um það hvert leiðin skuli liggja.

Þæg­indi ofar öllu

Það er gott að setj­ast inn í C-HR, ekki síst vegna hæðar sæt­is­ins. Maður þarf aðeins rétt að slaka þjó­hnöpp­un­um í átt að móður jörð til þess að um­búnaður­inn grípi mann (ef maður er í meðalhæð. Í mínu til­viki 185 cm). Og þegar komið er inn í bíl­inn held­ur hann þétt utan um bæði bíl­stjóra og farþega fram í. Til­finn­ing­in er sú að rýmið sé sniðið í kring um not­and­ann og ekki gerð til raun til þess að láta bíl­inn virðast stærri en hann er. Það ger­ir upp­lif­un­ina sport­lega sem er gott.

Þeir sem eru van­ir að aka Toyota þekkja sig að öðru leyti vel og aðgengi að helstu stjórn­tækj­um er til fyr­ir­mynd­ar, meðal ann­ars í aðgerðastýri, sem er gott enda akst­ursaðstoðin orðin svo gríðarleg og marg­slung­in að þeir sem vilja kom­ast í ein­hverja ör­litla heila­leik­fimi eða hafa til­finn­ingu fyr­ir því að þeir séu í raun sjálf­ir við akst­ur, geta gripið inn í og gefið tölvu­heila bíls­ins og skynj­ur­um ör­lítið frí. Á það meðal ann­ars við um ak­reinavara sem sann­ar­lega koma að góðu gagni á hraðbraut­um og breiðari veg­um, en eru hreint óþolandi þegar maður vill taka bíl­inn til kost­anna og aka við há­marks­hraða hvar sem því verður við komið.

Um aft­ur­sæt­in skal ég ekki hafa of mörg orð. Þau eru þægi­leg fyr­ir sína parta en fótaplássið er ekki mikið. C-HR er bíll fyr­ir tvo með mögu­leik­an­um á að taka farþega með, annaðhvort stutta í ann­an end­an, eða í styttri ferðir. Það þekkja þeir sem aka bíl­um í þess­um flokki og má þar nefna aðra á borð við Kia-Niro eða VW-Tigu­an.

Bíllinn getur sjálfur farið í raf-ham þar sem útblástur er …
Bíll­inn get­ur sjálf­ur farið í raf-ham þar sem út­blást­ur er bannaður. Ljós­mynd/​Toyota

Hvass­eygður og –brýnd­ur

Fram­ljós­in á C-HR eru sér­lega vel heppnuð að mín­um dómi og ger­ir mikið fyr­ir út­lit bíls­ins. Ílangt höfuðljósið er í anda þess sem við sjá­um á bZ4X, Corolla Cross og öðrum en ljósið er eins og klofið upp í átt að húddi sem stækk­ar bíl­inn og gef­ur hon­um sport­legt og renni­legt yf­ir­bragð. Þarna er unnið með sömu hug­mynd og í nýja Prius sem var mjög gott skref og gerði bíl­inn töffara­legri en fyrri út­færsl­um hafði tek­ist.

Þessi ljósa­hönn­un kall­ast auk þess vel á við tvö önn­ur per­sónu­ein­kenni bíls­ins. Það eru „brot­in“ á frambretti og fram­h­urðum sem gefa bíln­um það sem ég leyfi mér að kalla dem­ants­legt yf­ir­bragð. Minna þessi upp­brot á skor­inn dem­ant. Ger­ir það C-HR sport­leg­an en dýpk­ar einnig lit­inn þegar ljósið fell­ur á hliðar bíls­ins með mis­mun­andi hætti. Aft­ar tek­ur svo við spengi­legt aft­ur­brettið ofan við hjóla­skál­ina en með sér­stök­um hætti er efsti hluti brett­is­ins tek­inn hressi­lega inn áður en kem­ur að aft­ur­ljós­un­um, sem aft­ur ganga lengra út. Leika hönnuðirn­ir sér meðal ann­ars með bens­íns- og hleðslu­lokið sem falla inn í sveigj­una miðja. Ger­ir þetta óvenju mikið fyr­ir út­lit bíls­ins og gef­ur til kynna að hann sé reiðubú­inn til þess að spóla af stað, hvenær sem þurfa þykir.

Og það er auðvitað einn af góðum kost­um tengil-tvinn út­gáf­unn­ar. Hún gef­ur bíln­um aukna snerpu, jafn­vel þótt raf­hlaðan sem bæt­ir um 200 kg. við bíl­inn, taki sitt. Vel hef­ur tek­ist að staðsetja hana og trygg­ir það bíln­um stöðugan þyngd­arpunkt, jafn­vel svo að akst­ur­inn verður of þétt­ur. Það er lítið fengið út úr til­finn­ing­unni að slengja bíln­um veg­kanta á milli á tals­verðri ferð. Allt jafn­ast það út með óvana­legri stima­mýkt sem aðeins japönsk verk­fræði get­ur kallað fram. Hún bygg­ir enda á Nagomi, sjálfri jafn­væg­islist lífs­ins.

Fullkomin tækni hjálpar við aksturinn og aðgerðastýrið er til fyrirmyndar.
Full­kom­in tækni hjálp­ar við akst­ur­inn og aðgerðastýrið er til fyr­ir­mynd­ar. Ljós­mynd/​Toyota

Toyota C-HR ten­gilt­vinn

Fram­hjóla­drif­inn

Vél: 2,0 lítra + raf­mótor

Raf­hlaða: liþín-jóna 13,6 kWst

223 hö. /208 Nm

Há­marks­hraði: 180 km/​klst

Drægni á raf­hlöðu: 66 km skv. WLTP staðli

Meðaleyðsla: 0,8l/​100km

7,4 sek­únd­ur í 100 km/​klst

CO2 los­un: 19 g/​km

Far­ang­urs­rými: 310 l

Há­marks­drátt­ar­geta: 725 kg

Eig­in þyngd: 1.645 kg.

Umboð: Toyota á Íslandi

Verð frá 8.590.000 kr.

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins 16. júlí. Bíla­blaðið kem­ur út þriðja þriðju­dag hvers mánaðar.

Hönnun framljósanna er sérlega vel heppnuð að mati blaðamanns.
Hönn­un fram­ljós­anna er sér­lega vel heppnuð að mati blaðamanns. Ljós­mynd/​Toyota
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: