Tignarlegur og traustur gæðingur

Nýr Musso Grand Ultimate, Black Edition. Svarta útgáfan eykur á …
Nýr Musso Grand Ultimate, Black Edition. Svarta útgáfan eykur á tignarlegt útlit bílsins, sem verður best lýst sem karlmennsku á hjólum. Látið þó ekki blekkjast, bíllinn er í senn fjölskylduvænn og draumur útivistarmannsins. Lipur innanbæjar en jafnframt traustur í krefjandi aðstæðum. Morgunblaðið/Karítas

Í gegn­um tíðina hef ég haft blendn­ar til­finn­ing­ar í garð pall­bíla. Það er margt praktískt við það að vera á pall­bíl í úti­vist eða veiðum, ekki síst hvað varðar pökk­un á búnaði og að þurfa ekki að taka blaut, drull­ug og jafn­vel illa lykt­andi föt, skó og vöðlur inn í innra rými bíls­ins. Þá er ein­sýnt nota­gildi af þeim í smala­mennsku þegar þörf ger­ist fyr­ir að sækja aðfram­kom­in lömb sem eru við það að sprengja lung­un af of­reynslu við það að koma sér niður af fjöll­um. Beint á pall­inn með þau!

Helst hef­ur það gert mig frá­hverfa pall­bíl­um að maður get­ur verið svo­lítið klunna­leg­ur á þeim í inn­an­bæjarakstri. Þeir eru oft­ast stór­ir um sig, sem ger­ir það að verk­um að það get­ur verið tölu­verður haus­verk­ur að finna bíla­stæði und­ir þá í borg sem þreng­ir stöðugt að einka­bíln­um. Þegar kem­ur svo að því að sleppa dýr­inu lausu á mal­biks­laus­um veg­um og slóðum er al­gengt að pall­bíl­ar séu mjög hast­ir. Manni líður því eins og maður sé kýld­ur í bakið í hverri ójöfnu, sem get­ur verið mjög óþægi­legt á lengri ferðum um fjall­vegi Íslands, sem ég hef stundað nokkuð mikið.

Ég hafði þess vegna kom­ist að þeirri niður­stöðu fyr­ir nokkru að pall­bíl­ar væru ef til vill ekki fyr­ir nema þá allra hörðustu og kannski helst þá sem búa í dreif­býli – sem al­mennt er harðgerðara fólk en við mal­ar­bú­ar – eða sem auka­bíll sem nýtt­ist í nokkuð þröng­um til­gangi.

Eins og nán­ar verður vikið að síðar hef­ur nýi Mus­so Grand-inn frá KGM, áður SsangYong, þó fengið mig til þess að skipta um skoðun, eða láta af for­dóm­un­um, eins og ein­hver myndi kannski meina að ég hefði haft fyr­ir pall­bíl­um.

Mik­ill vinnuþjark­ur

Hinn suðurkór­eski Mus­so er ís­lensk­um jeppa­áhuga­mönn­um að góðu kunn­ur, en hann hef­ur verið fram­leidd­ur í nokkr­um út­færsl­um allt frá ár­inu 1993. Mus­so-pall­bíll­inn eins og við þekkj­um hann í dag – þá horfi ég fram­hjá Mus­so Sports sem var fram­leidd­ur um skamma hríð snemma á þess­ari öld og var móðgun við alla þá sem gera minnstu kröfu um fag­ur­fræðilega eig­in­leika bíla – hef­ur verið fram­leidd­ur frá ár­inu 2018.

Hon­um er lýst sem mikl­um vinnuþjarki: öfl­ug­um, fjór­hjóla­drifn­um og marg­verðlaunuðum fyrsta flokks pall­bíl sem hannaður er fyr­ir fjöl­breytt og krefj­andi verk­efni. Hann er sagður henta vel í dag­leg­um akstri en þó hannaður til að tak­ast á við fjöl­breytt verk­efni, allt frá land­búnaði og bygg­ing­ariðnaði til fram­leiðslu og vöru­dreif­ing­ar.

Í lýs­ingu seg­ir að hann sé byggður á grind, með læs­an­leg­um milli­kassa, háu og lágu drifi og kraft­mik­illi dísil­vél sem skil­ar 202 hest­öfl­um og allt að 441 Nm togi. Þá kem­ur hann með allt að 3.500 kg drátt­ar­getu og allt að 1.025 kg burðargetu.

Stýrikerfið í bílnum er með einfaldasta móti og auðvelt að …
Stýri­kerfið í bíln­um er með ein­fald­asta móti og auðvelt að læra á það.

Föður­leg karl­mennska á hjól­um

Þegar mér bauðst að prufuaka nýja Mus­so Grand-inn varð ég nokkuð spennt. Því verður ekki neitað að bíll­inn er tign­ar­leg­ur út­lits. Ekki skemmdi fyr­ir að bíll­inn sem ég fékk að prófa reynd­ist Mus­so Grand Ultima­te, Black Ed­iti­on. Hann er hroðal­ega sexý, ef þannig má að orði kom­ast. Það er ban­eitruð karl­mennska í þess­um bíl en engu að síður upp­lifði ég mig sem svaka­lega gellu í þess­um kol­svarta karl­mennskutrukk.

Það kom mér á óvart hvað bíll­inn er lúmskt nett­ur. Ég lenti ekki í nein­um vand­ræðum inn­an­bæjar vegna stærðar hans og ég lék mér til dæm­is að því að bakka hon­um í meðal­stórt stæði fyr­ir utan umboðið. En það er ekk­ert vit í því að prófa svona bíl inn­an­bæjar og því lá leiðin fljót­lega út úr bæn­um.

Með í för í þetta skiptið var 17 mánaða dótt­ir mín, upp­renn­andi úti­vist­ar- og veiðikona. Í bíln­um eru að sjálf­sögðu isofix-fest­ing­ar fyr­ir bíl­stóla og innra rýmið er mjög rúm­gott, þannig að það var ekk­ert mál að koma stól og barni þægi­lega fyr­ir. Fyr­ir fram gerði ég mér eng­ar vænt­ing­ar um að þetta væri neitt sér­stak­lega fjöl­skyldu­vænn bíll og var bara að vona að þetta gengi upp, svo að þetta var óvænt ánægja og ég lýsi því yfir að það sé óhætt fyr­ir út­hverfa­pabba og -mömm­ur að verða spennt fyr­ir þess­um. Um leið neyðist ég til þess að taka til baka orð mín um ban­eitraða karl­mennsku. Karl­mennsk­an er senni­lega meira í ætt við traust­an og æv­in­týra­gjarn­an fjöl­skyldu­föður.

Það eina sem ég get sett út á hvað varðar fjöl­skyldu­væn­leika bíls­ins er að aft­ur­sæti fyr­ir miðju hef­ur ein­göngu tveggja punkta belti. Ég hélt að menn væru hætt­ir því nú til dags, svo það kom mér nokkuð á óvart. Því hef­ur verið fleygt fram að það sé einn svart­ur sauður í hverri fjöl­skyldu og það er til­valið að koma hon­um fyr­ir í miðjunni. Það er ör­ugg­ara en að setja hann á pall­inn, enda væri slíkt í and­stöðu við um­ferðarlög.

Partí á pall­in­um

Hægt er að fá tvær stærðir af palli en mér skilst að bíll­inn sem ég prófaði hafi verið með minni gerðinni. Þessi stærð myndi engu að síður duga mér í flest og mér datt eng­inn sér­stak­ur ann­marki í hug við stærðina á hon­um, það er að segja að ég get ekki séð að hann væri mér tak­mark­andi að neinu leyti við mín áhuga­mál á úti­vist­ar­sviðinu, og þó eru þau ansi fjöl­breytt. Þegar maður læs­ir bíln­um læsist pall­hler­inn með en það er ekki þannig á öll­um pall­bíl­um. Fyr­ir mér er það kost­ur, ver­andi yf­ir­leitt með dýr­an út­búnað á ferðinni. En ég veit þó að ein­hverj­ir vilja bara hafa hann alltaf aðgengi­leg­an eins og á gömlu jálk­un­um, en þá er bara málið að vera með lyk­il­inn í vas­an­um.

Pall­ur­inn er al­gjör draum­ur í veiðinni eða úti­vist­inni fyr­ir svona skott­partí. Ég öf­unda alltaf fólk á pall­bíl­um sem get­ur verið með svona flott pall-pikknikk, með veit­ing­um og huggu­leg­heit­um. Það er skemmti­legri stemn­ing en með hefðbundnu skotti.

Ein­fald­leik­inn í fyr­ir­rúmi

Stefn­an var tek­in frá umboði Bíla­búðar Benna vest­ur í Skorra­dal, en þar má finna nóg af möl og mis­greiðfæra vegi. Akst­ur­inn á þjóðveg­in­um var huggu­leg­ur og það fór vel um mig. Það eina sem raskaði ró minni til að byrja með var öll þessi viðvör­un­ar­píp sem fylgja öll­um nýj­um bíl­um í dag, þökk sé Evr­ópu­reglu­verk­inu og for­ræðis­hyggju þess. Ég var til dæm­is rétt að nálg­ast Esju­mela þegar upp kom viðvör­un þar sem ég var vin­sam­leg­ast beðin um að taka mér hvíld frá akstri. Ef til vill hef­ur bíll­inn numið at­hygl­is­brest­inn minn sem var til­kom­inn vegna spenn­ings yfir því að prófa nýja græju. Sem bet­ur fer er auðvelt að slökkva á þess­um ófögnuði í still­ing­um bíls­ins, en hann má einnig að mestu forðast með því að hafa alla at­hygli á akstr­in­um, aka á miðri ak­rein, með sæt­isól­ar spennt­ar og á lög­leg­um hraða.

Að því sögðu er rétt að geta þess að stjórn­borðið allt er mjög ein­falt og hvergi verið að flækja hlut­ina. Sem dæmi um þetta er bíll­inn bú­inn aðlagaðri hraðastýr­ingu (e. adapti­ve cruise control), þar sem hraði bíls­ins tek­ur mið af hraða öku­tæk­is­ins sem hann fylg­ir. Kveikt er á hraðastýr­ing­unni með hnappi á stýr­inu, en þar er að finna ýms­ar hand­hæg­ar still­ing­ar. Ýtar­legri still­ing­ar er svo að finna á skjá hægra meg­in við öku­mann­inn, sem er mjög þægi­leg­ur í notk­un. Það þarf enga tölv­un­ar­fræðigráðu til þess að rata um hann og því hent­ar bíll­inn ekki síður þeim sem eru sí­fellt í vand­ræðum með tækn­ina.

Sól­in skein þenn­an dag og leður­sæt­in voru heit eft­ir því. Þá kom sér vel að geta stillt á kæl­ingu í sæt­un­um. Á heit­um sum­ar­degi mun það koma sér vel fyr­ir eig­anda Mus­so Grand Black Ed­iti­on að geta sest í leður­sætið á stutt­bux­um án þess að hafa áhyggj­ur af því að hold og leður bráðni sam­an í eitt. Hér á landi hafa flest­ir meiri áhuga á sæt­is­hita, sem er að sjálf­sögðu líka. Það er jafn­framt hiti í stýr­inu og hvað hann varðar gladdi mig að ekki væri þörf á að kveikja á hit­an­um í upp­hafi hverr­ar bíl­ferðar; still­ing­in helst á þangað til það er slökkt á henni sér­stak­lega.

Þvotta­brettið straujað

Bíll­inn reynd­ist ein­stak­lega lip­ur í akstri, hvort sem var á mal­biki eða möl. En til þess að fá al­menni­lega til­finn­ingu fyr­ir bíln­um ókum við til baka yfir Drag­háls, eða fór­um Drag­ann eins og sagt er. Eft­ir mikl­ar leys­ing­ar vik­urn­ar á und­an var veg­ur­inn illa á sig á kom­inn og óheflaður. Al­veg eins og best verður á kosið fyr­ir prófraun sem þessa.

Aðstæður voru þó aldrei þannig að þær krefðust þess í reynd að nýta lága drifið; spól­vörn­in skilaði sínu þar sem við átti. Það var óvenju­mik­ill hama­gang­ur að fara Drag­ann í þetta skiptið, en bíll­inn var traust­ur og stöðugur þótt ég legði tölu­vert á hann. Eitt það fyrsta sem ég varð vör við er að þessi bíll er ekki hast­ur. Ég þurfti ekki að kíkja und­ir hann til að átta mig á því að hann væri með gorma­fjöðrun, það var aug­ljóst, en oft­ar eru pall­bíl­ar með fjaðrir að aft­an sem ger­ir þá hasta. Það urðu því eng­in óþæg­indi af því að strauja þetta þvotta­bretti alla leið niður í Hval­fjörð. Dótt­ir­in kvartaði aldrei og var hæst­ánægð með út­sýnið, þar sem hún sat óvenju hátt.

Eini löst­ur­inn sem ég varð vör við í hama­gang­in­um var að sól­skyggn­in í bíln­um láku niður í hrist­ingn­um þegar þau voru ekki al­veg í efstu stöðu, svo að maður þurfti dá­lítið að vera að ýta þeim ofar til að þau byrgðu ekki sýn meira en þurfti. Ég get þó ekki ímyndað mér að það sé mikið mál að laga þetta, ef­laust er hægt að herða aðeins á ein­hverri skrúfu.

Handhægar stillingar eru á stýri, en auk þess hefur bíllinn …
Hand­hæg­ar still­ing­ar eru á stýri, en auk þess hef­ur bíll­inn 12,3″ sta­f­rænt mæla­borð og 12,3″ marg­miðlun­ar­skjá.

Kveðja með söknuði

Það var virki­lega skemmti­legt að aka Mus­so­in­um á krefj­andi vegi og ég var ánægð með frammistöðu hans. Hann fór langt fram úr þeim vænt­ing­um sem ég hafði til pall­bíla og stóðst all­ar mín­ar kröf­ur al­mennt hvað varðar þæg­indi og stöðug­leika í akstri, auk þess að hafa þenn­an góða pall sem er auðvitað draum­ur úti­vist­ar­manns­ins.

Þegar ég skilaði svarta gæðingn­um í umboðið á mánu­dags­morgni kvaddi ég hann með nokk­urri eft­ir­sjá. Kon­an með pall­bíla­for­dóm­ana gat ekki annað en viður­kennt fyr­ir sjálfri sér að hún gæti al­veg hugsað sér að eiga þenn­an trausta karl­mennskutrukk.

Mus­so Grand Ultima­te Black Ed­iti­on

e-XDi 220 2,2L dísil­vél

Fjór­hjóla­drif með læs­an­leg­um milli­kassa

Sjálf­skipt­ur

Hest­öfl/​Tog 202/​441

0-100 km: 10,6 sek­únd­ur

Há­marks­hraði 172 km/​klst.

Meðaleyðsla: 8,8 l/​100 km

Eig­in þyngd: 1.950 kg

Veg­hæð: 215 mm

Palla­stærð: 1.011L (stærri: 1.262L)

Hæð und­ir lægsta punkt: 215 mm (stærri: 220)

Burðargeta: Allt að 1.025 kg

Drátt­ar­geta: Allt að 3.500 kg

Fjöðrun: 5 punkta gorma­fjöðrun að aft­an (blaðfjöðrun í boði)

Breyt­ing­ar­mögu­leik­ar: 33”-37”

Verð 9.990 þ.kr. + 390 þ.kr. fyr­ir Black Ed­iti­on

Bílaum­boð: Bíla­búð Benna

Grein­in birt­ist fyrst í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins þriðju­dag­inn 18. mars

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: