Mýkri, hljóðlátari og þéttari

Ný Tesla Model Y stóðst væntingar og margt hefur breyst …
Ný Tesla Model Y stóðst væntingar og margt hefur breyst til batnaðar milli ára. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Það kem­ur kannski ein­hverj­um á óvart, miðað við vin­sæld­ir og út­breiðslu merk­is­ins hér á landi á síðustu árum, að áður en ég fékk Model Y-raf­bíla lánaða hjá Tesla-umboðinu, tvo í röð, fyrst blá­an ár­gerð 2024 og svo hvít­an ár­gerð 2025, hafði ég aldrei áður ekið Teslu. Ég hafði að vísu sest upp í Model 3 tvisvar eða þris­var sem farþegi en aldrei gerst svo fræg­ur að setj­ast und­ir stýri og finna á eig­in skinni akst­ur­seig­in­leika bíls­ins, ein­fald­leika og spyrnukraft.

Ástæða þess að ég fékk tvo bíla lánaða, fimm daga í senn hvorn bíl, var að 2025-út­gáf­an var vænt­an­leg til lands­ins. Ég vildi finna mun­inn á bíl­un­um tveim­ur á eins skýr­an máta og mögu­legt var, og hann var tals­verður.

Nýja kynslóðin er auðþekkjanleg af afturljósunum.
Nýja kyn­slóðin er auðþekkj­an­leg af aft­ur­ljós­un­um.

Bit­bein í umræðu

Áður en meira verður skrifað er ekki hjá því kom­ist að minn­ast á lands­lagið sem þessi orð eru rituð í. Tesla hef­ur orðið bit­bein í sam­fé­lags­legri umræðu og ýms­ir hafa skeytt skapi sínu á fyr­ir­tæk­inu vegna þátt­töku for­stjór­ans og stærsta eig­anda, Elons Musks, í ýms­um stjórn­araðgerðum Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, en þeir eru orðnir nán­ir banda- og sam­verka­menn.

Þessi andúð hef­ur birst hér á Íslandi með mót­mæl­um fyr­ir fram­an Tesla-umboðið auk þess sem fólk hér, rétt eins og í Banda­ríkj­un­um, hef­ur sett límmiða á bíla sína til að út­skýra að það hafi keypt bíl­ana áður en Elon Musk „bilaðist“. Það er meira að segja hægt að kaupa slíka miða í mörg­um mis­mun­andi út­gáf­um á eBay og fleiri síðum.

Það var ekki laust við að mér fynd­ist stund­um eins og ég væri lit­inn horn­auga úti á götu.

En nóg um það. Bíll­inn er frá­bær og ég naut hverr­ar mín­útu í akstri. Og verðið skemm­ir ekki fyr­ir. Hægt er að fá Model Y frá 7,2 millj­ón­um króna, sem er gjöf en ekki gjald, eins og sagt er!

Íslenska viðmótið er skýrt og útskýringar góðar.
Íslenska viðmótið er skýrt og út­skýr­ing­ar góðar.

Töffara­leg­ar rend­ur

Mest áber­andi nýj­ung­in í ytra byrðinu eru fram- og aft­ur­ljós sem nú hafa breyst í töffara­leg­ar rend­ur í stað þess að vera bara með hefðbundn­um hætti vinstra og hægra meg­in.

Tesl­ur hafa stund­um verið gagn­rýnd­ar fyr­ir að vera dá­lítið stam­ar og hast­ar í akstri og ekki nógu þétt­ar og hljóðlát­ar. Eft­ir að hafa ekið eldri út­gáf­unni sá ég strax hvað þar var átt við en þegar ég sett­ist upp í nýju út­gáf­una var það þeim mun meira áber­andi hvað þessi atriði höfðu batnað mikið. Mýkt­in og fjöðrun­in var áber­andi betri, bíll­inn þétt­ari og veg­hljóð lítið.

Það er þægi­legt að setj­ast inn í bíl­inn, sem er rúm­góður og höfuðpláss gott. Auðvitað er Model Y ekki jepp­ling­ur (sem eru bif­reiðar sem ákaf­lega auðvelt er að setj­ast inn í og stíga út úr) en fyr­ir bíl af þess­ari stærð er öll um­gengni mjög þægi­leg. Ekki skemm­ir að öku­tækið er með glerþak sem hægt er að skima í gegn­um ef maður er í þannig skapi og veður er gott.

Falleg ljósrönd er nú að framan og aftan.
Fal­leg ljós­rönd er nú að fram­an og aft­an.

Hleðsla not­enda­væn

Talandi um um­gengni þótti mér afar auðvelt og not­enda­vænt að setja bíl­inn í hleðslu, en ég hafði nán­ast enga reynslu af því að hlaða raf­bíla áður en ég fékk þessi tvö far­ar­tæki í hend­ur. Bæði notaði ég hraðhleðsluna í Foss­vogi en einnig stakk ég í sam­band í hleðslu­stöð Ísorku og gekk þetta allt sam­an eins og í sögu. Auðvitað gerði hleðslu­kvíðinn frægi vart við sig þegar ég skrapp aðeins út á land en tölv­an í Tesl­unni fann fyr­ir mig næstu hleðslu­stöð og gerði batte­ríið klárt áður en ég kom á staðinn.

Ég reyndi að hlaða bíl­inn á heim­il­israf­magni en teng­ill­inn sló alltaf út – það er lík­lega atriði sem ég þarf að láta raf­virkja kíkja á.

Annað um­gengn­is­mál er hvernig bíll­inn læsist og opn­ast sjálf­krafa. Nóg er að hafa sím­ann á sér með kveikt á Tesluapp­inu. Allt gekk þetta snurðulaust fyr­ir sig. Það sama má segja um aft­ur­hler­ann. Ef maður stend­ur með sím­ann í vas­an­um með inn­kaupa­poka í báðum hönd­um líða aðeins nokkr­ar sek­únd­ur þar til skottið opn­ast sjálf­krafa. Afar þægi­legt.

Skottið sjálft er mjög rúm­gott. Auðvelt er að skutla þar inn stór­um hlut­um eins og golf­setti. Þá eru djúp­ar hirsl­ur í nær­horn­um sem hent­ugt er að henda full­um inn­kaupa­pok­um ofan í. Marg­ir kann­ast við það vanda­mál þegar aft­ur­sæti er lagt niður að sætið leggst ekki al­veg niður því höfuðpúðinn rekst aft­an í fram­sætið. Úr þessu hef­ur Tesla bætt því þegar maður gríp­ur í þar til gerða sveif í skotti, til að leggja sætið niður, fær­ist fram­sætið sjálf­krafa áfram og skap­ar þannig pláss fyr­ir höfuðpúðann. Aft­ur­sætið leggst kylliflatt.

Ekki skemmir að ökutækið er með glerþak sem hægt er …
Ekki skemm­ir að öku­tækið er með glerþak sem hægt er að skima í gegn­um ef maður er í þannig skapi og veður er gott.

Eng­in gír­stöng

Ef við minn­umst á fleira sem er ólíkt með Teslu­bíl­un­um tveim­ur er búið að fjar­lægja gír­stöng­ina hægra meg­in við stýrið í nýju út­gáf­unni. Núna fær­ir maður bara öku­tækið fram og aft­ur með vísi­fingr­in­um efst vinstra meg­in á skján­um í miðjunni. Bíll­inn skynj­ar líka ef fyr­ir­staða er fyr­ir fram­an og set­ur sjálf­krafa í bakk­gír. Það sama gild­ir ef fyr­ir­staða er fyr­ir aft­an. Afar þægi­legt og nú­tíma­legt.

Stefnu­ljósa­stöng­in er enn vinstra meg­in við stýrið. Einu sinni var hún fjar­lægð en sett aft­ur inn síðar, þar sem mörg­um þótti óþægi­legt að hafa stefnu­ljósið sem takka í stýr­inu.

Stefnu­ljósa­stöng­in pirraði mig aðeins í 2024-út­gáfu bíls­ins. Það var eins og hún væri aðeins moðkennd og lin, en úr því hef­ur verið bætt í nýju út­gáf­unni. Af öðrum breyt­ing­um má minn­ast á að skjár er kom­inn fyr­ir farþega í aft­ur­sæti. Þar geta þeir horft á skemmti­efni, spilað prumpu­hljóð, opnað ljósa­sjó, stýrt miðstöðinni og sitt­hvað fleira.

Stýrið á nýju Tesl­unni er gæja­legt og ekki al­veg hring­laga. Stýri­kúl­ur við þuml­ana hvor­um meg­in stjórna hljóði úr út­varpi og fleiru.

Einn af stóru kost­un­um er svo ís­lenskt viðmót stýri­kerf­is­ins. Mér fannst þýðing­in lip­ur og eðli­leg, og út­skýr­ing­ar góðar.

Inn­rétt­ing­in er stíl­hrein. Grátt tau­efni í bland við plast og svo er hægt að hafa kveikt á ljós­rönd­um í ýms­um björt­um lit­um.

Appið er sér á báti. Það er afar aðgengi­legt og létt í notk­un. Þar er meðal ann­ars hægt að finna mynd­bands­upp­tök­ur af allri hreyf­ingu í kring­um bíl­inn, sem bæt­ir ör­yggið mjög. Einnig er hægt að fylgj­ast með staðsetn­ingu bíls­ins og innra hita­stigi.

Ég notaði appið til að „affrysta“ bíl­inn áður en ég fór út á morgn­ana og það var því mjög hlýtt og nota­legt að aka hon­um af stað í ís­lenska vorsval­an­um.

Hita­kerfið er gott. Mér finnst það dæmi um þétt­leika bíls­ins að ég gat haft lægra hita­stig úr miðstöðinni en ég er van­ur á mín­um eig­in bíl.

Í bíln­um eru hefðbundn­ar hirsl­ur fyr­ir drykki í hurðum og í miðju og geta aft­ur­sæt­is­farþegar sett bæk­ur og blöð í vasa aft­an á fram­sæti.

Silf­ur­lok

Aftursætisfarþegar geta horft á Netflix og stillt hitann meðal annars.
Aft­ur­sæt­is­farþegar geta horft á Net­flix og stillt hit­ann meðal ann­ars.

Smekk­legt silf­ur­litað lok er nú komið yfir flösku­geymsl­una í miðrým­inu frammi í og þar fyr­ir fram­an er hægt að hraðhlaða tvo síma í einu á bólstruðum palli. Hirsl­an milli fram­sæta er sér­lega djúp og rúm­góð, rétt eins og í skott­horn­un­um.

Tesla Model Y er bíll sem ég naut þess mjög að aka. Það verður spenn­andi að fylgj­ast með bíla­fyr­ir­tæk­inu í framtíðinni og von­andi nær fyr­ir­tækið að ein­beita sér að því sem skipt­ir máli, að halda áfram að gera góðan raf­bíl enn betri.

Einungis þarf að strjúka fram og aftur með vísifingri á …
Ein­ung­is þarf að strjúka fram og aft­ur með vísi­fingri á skján­um til að setja í gír.

Tesla Model Y

Raf­hlaða: Long Range

Drægni (WLTP): 568 km

Hröðun: 4,8 sek. 0-100 km/​klst.

Drif: Dual Motor með fjór­hjóla­drifi

Far­ang­ur: 2.138 lítr­ar

Þyngd: 1.997 kg

Heild­ar­lengd: 4.790 mm

Verð frá 7.190 þús. Eins og prófaður 8.290 þús.

Umboð: Tesla Motors Ice­land

Skottið er rúmgott og þar má finna djúpar hirslur fyrir …
Skottið er rúm­gott og þar má finna djúp­ar hirsl­ur fyr­ir inn­kaupa­poka eða annað.
Hleðslan gekk vel, bæði í Teslustöðinni í Fossvogi og hjá …
Hleðslan gekk vel, bæði í Teslu­stöðinni í Foss­vogi og hjá Ísorku.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: