Meira en bara miðborgarbíll

Rauði liturinn gefur Brabus-útgáfunni einkennandi útlit að innan sem utan.
Rauði liturinn gefur Brabus-útgáfunni einkennandi útlit að innan sem utan. Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason

Þegar minnst er á bíla­merkið smart tengja marg­ir, þar á meðal und­ir­ritaður, það fyrst við dverg­vax­inn tveggja manna, 2,5 metra lang­an borg­ar­bíl sem auðvelt er að smokra í bíla­stæði hér og þar í þröng­um evr­ópsk­um göt­um. Hann er svo lít­ill að hægt er að leggja hon­um bæði með hefðbundn­um hætti en einnig aka hon­um beint inn í stæði, þvers­um, þannig að aft­ur­end­inn vísi út á götu.

Gott ef lík­ams­rækt­ar­stöðin World Class not­ar ekki svona bif­reið í snatt á höfuðborg­ar­svæðinu, vel merkt­an í bak og fyr­ir, en þessi týpa kom fyrst á göt­una árið 1998.

Núna næst­um þrjá­tíu árum síðar vill Smart vera meira en bara smá­vax­inn miðborg­ar­bíll og hef­ur tekið stórt stökk fram á við með nýrri út­gáfu sem kall­ast smart #5. Bíll­inn er nú í fyrsta sinn kom­inn í flokk rúm­góðra, alraf­magnaðra, meðal­stórra jepp­linga, með eig­in­leik­um sem höfða jafnt til dag­lega lífs­ins í þétt­býl­inu sem og til æv­in­týra­legra sveita­ferðalaga og ís­lenskra aðstæðna, vet­ur, sum­ar, vor og haust.

Saga smart hófst árið 1994 sem sam­starfs­verk­efni Daimler-Benz og Swatch Group, en nafnið smart kom ekki til sög­unn­ar fyrr en árið 1997. Í dag er smart í sam­eign Mercedes-Benz Group og kín­verska ris­ans Geely Hold­ing Group, og rekið und­ir nafni smart Europe GmbH, með aðset­ur í Þýskalandi.

Kom skemmti­lega á óvart

Ég fékk ný­verið að kynn­ast þess­um nýja, lag­lega og dá­lítið töffara­lega bíl á kynn­ing­ar­viðburði á einkar snotru hönn­un­ar­hót­eli á fal­leg­um stað niður við vatn skammt frá Porto í Portúgal. Það er óhætt að segja að öku­tækið kom skemmti­lega á óvart og akst­urs­upp­lif­un­in var reglu­lega ánægju­leg. Ekin var 300 kíló­metra leið í hinum svo­kallaða Douro Dal í glamp­andi sól, brött­um brekk­um og á bugðótt­um veg­um milli lít­illa bæja þar sem tím­inn stend­ur í stað.

Á kynn­ing­um á bíln­um sagði starfs­fólk með stolti frá því hve rúm­góður bíll­inn væri. „Þú átt eft­ir að verða undr­andi á því hvað hann er rúm­góður þegar þú stíg­ur inn,“ sagði það, sem kom al­gjör­lega á dag­inn.

Það sagði líka að mark­hóp­ur bíls­ins væri að ein­hverju leyti fólk sem væri ögn æv­in­týra­gjarn­ara en aðrar mann­eskj­ur: #5 færi með þig á nýja staði, eins og starfs­fólkið orðaði það, út í sveit, á hrjúf­ari vegi og kræklótt­ari, þó að hann hentaði á sama tíma áfram mjög vel í borg­um og bæj­um.

Stækk­un bíla og breytt­ar þarf­ir

Áður en lengra er haldið er rétt að staldra við og spyrja að gefnu til­efni: Eru bíl­ar al­mennt að stækka á markaðinum? Svarið er já, og oft hafa þeir stækkað veru­lega mikið. Sam­kvæmt rann­sókn frá FINN Auto hef­ur meðal­bíll í Banda­ríkj­un­um lengst um 12% og breikkað um 17% á aðeins tíu árum. Þetta út­skýr­ir að hluta til hvers vegna nýir bíl­ar geta átt erfitt um vik í bíla­stæðum hönnuðum á sjö­unda ára­tugn­um!

Or­sak­irn­ar eru marg­vís­leg­ar: Kall neyt­enda eft­ir meira rými og þæg­ind­um, strang­ari ör­yggis­kröf­ur sem þarfn­ast stærri svæða fyr­ir loft­púða og ann­an búnað, og ekki síst vax­andi kröf­ur um tækni og snjalla upp­lif­un inni í bíln­um, sem allt tek­ur sitt pláss.

Sólin skein glatt í Portúgal þegar Smart #5 var tekinn …
Sól­in skein glatt í Portúgal þegar Smart #5 var tek­inn til kost­anna.

Bra­bus er ekk­ert grín

Nýr smart #5 er kynnt­ur til leiks á Íslandi í þrem­ur út­færsl­um af sam­tals fimm: Pul­se, Summit og Bra­bus, en blaðamaður ók þeirri síðast­nefndu sem jafn­framt er sú öfl­ug­asta og best búna.

Verðið er frá um 7,5 millj­ón­um króna (Pul­se-út­gáf­an með 900 þ.kr. raf­bíla­styrk), sem set­ur hann í beina sam­keppni við t.d. Tesla Model Y.

Frammi í bíln­um eru tveir samliggj­andi 13” snerti­skjá­ir, þar sem farþeg­inn hef­ur sinn eig­in skerm til að hlusta á tónlist, horfa á kvik­mynd­ir, spila tölvu­leiki og fara á netið.

Hægt er að „svæpa“ gögn­um milli skjáa með þrem­ur fingr­um og al­veg yfir í mæla­borð öku­manns. Þar fyr­ir aft­an, neðst í bíl­rúðunni sjálfri, birt­ist einnig svo­kölluð framrúðusýn (e. head-up display), þ.e. helstu upp­lýs­ing­ar fyr­ir öku­mann. Ég verð að játa að ég gleymdi stund­um að horfa á það og notaði aðallega bara mæla­borðið.

Stemn­ings­lýs­ing að inn­an í ótal draum­kennd­um lit­um fylg­ir bíln­um, og hægt er að stjórna því öllu í upp­lýs­inga­skján­um. Senn­heiser-hljóðkerfi með tutt­ugu há­töl­ur­um fylg­ir með en þeirra á meðal er sér­stak­ur upp­hleypt­ur hátal­ari sem stend­ur upp úr mæla­borðinu. Þessi hátal­ari er kannski ekki öll­um að skapi. Hann er pínu sér­visku­leg­ur, eins og reynd­ar bíll­inn er í heild sinni, en þó bara á skemmti­leg­an máta.

Hægt er leggja niður armhlíf og geyma þar tvo drykki.
Hægt er leggja niður arm­hlíf og geyma þar tvo drykki.

Líka fyr­ir leðju

Útliti smart #5 er best lýst sem kraft­miklu og úti­vist­ar­vænu. Hon­um fylgja akst­urs­still­ing­ar fyr­ir sand, snjó, leðju, kletta og sjálf­virka aðlög­un (e. Adapti­ve, Sand, Snow, Mud, Rock) og er því fær í flest­an sjó.

Drægni bíls­ins er 540 km, stóra far­ang­urs­rýmið er 1.530 lítr­ar með aft­ur­sæt­in niðri og und­ir húdd­inu er 72 lítra pláss sem rúm­ar eina flug­freyjutösku. Þá er hægt að leggja fram­sæt­in al­veg niður og sofa í bíln­um, renni manni í brjóst.

Sönnuðu hleðslu­tím­ann

Nýr smart lof­ar ekki bara miklu – hann stend­ur við það, eins og blaðamenn fengu að upp­lifa. Full­yrt er í kynn­ing­ar­efni að hægt sé að hlaða bíl­inn úr 10% í 80% á 18 mín­út­um. Á hót­el­inu í Portúgal tóku full­trú­ar smart sig til og sönnuðu þetta með eig­in mæl­ing­um: Hleðslan tók aðeins 15-16 mín­út­ur og stóðum við blaðamenn andaktug­ir álengd­ar og fylgd­umst með.

„Fimm mín­útna hleðsla gef­ur þér 188 km akst­ur. Tíu mín­út­ur gefa 319 km,“ sagði einn tækn­i­stjóri á staðnum og lét fylgja með að hleðslu­s­tím­inn væri far­inn að fær­ast nær tím­an­um sem það tek­ur að fylla bens­ín­bíl.

Gat í miðju­svæðinu

Nýr smart #5 er bíll sem er gott og gam­an að keyra. Hann er rúm­góður að inn­an og það er auðvelt að setj­ast inn í hann. Hann er öfl­ug­ur og lang­dræg­ur og býr yfir ýms­um skemmti­leg­um smá­atriðum eins og takka sem leyf­ir farþega í aft­ur­sæti að færa fram­sætið fram. Þá er hönn­un miðju­svæðis­ins frammi í skemmti­leg, það er eins og brú þar sem þráðlaus hleðsla er í boði fyr­ir tvo síma ofan á. Und­ir „brúnni“ er opið á milli öku­manns og farþega.

Frum­sýn­ing á Íslandi fer fram hjá Öskju næst­kom­andi laug­ar­dag og það er rétt að hvetja fólk til að koma og skoða og reynsluaka þess­um skemmti­lega nýja raf­bíl.

Smart-merkið er á húninum.
Smart-merkið er á hún­in­um.

Smart #5 Bra­bus

Raf­mótor: 646 hö. Fjór­hjóla­drif.

Drægni: 540 km.

Raf­hlöðustærð: 94 kWst

0-100 km/​klst. á 3,8 sek.

Há­marks­hraði: 210 km/​klst.

Þyngd: 2.450 kg

Lengd: 4.705 mm

Breidd. 1.920 mm

Far­ang­urs­rými: 630 l

Verð eins og prófaður: 8.690.000 kr.
með raf­bíla­styrk.

Hjólin eru augnayndi.
Hjól­in eru augnayndi.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: