Lenda sumir þéttbýliskjarnar í hleðsluvanda?

Hleðslustöð.
Hleðslustöð. mbl.is/Valgarður

Sú mikla breyt­ing sem orðið hef­ur á fram­boði raf­bíla sást vel á ný­legri sýn­ingu Raf­bíla­sam­bands Íslands. Sýn­ing­in fór fram laug­ar­dag­inn 7. ág­úst á plan­inu fyr­ir fram­an Hörpu og mátti þar líta 22 raf­bíla frá nærri öll­um bílaum­boðum. „Til sam­an­b­urðar þá voru um 20 raf­magns­bíl­ar í land­inu öllu árið 2012 þegar hóp­ur áhuga­manna kom sam­an og stofnaði Raf­bíla­sam­bandið,“ seg­ir Tóm­as Kristjáns­son, formaður fé­lags­ins.

Þrátt fyr­ir rign­ing­ar­veður og óró­leika í sam­fé­lag­inu vegna kór­ónu­veirunn­ar var viðburður­inn við Hörpu vel sótt­ur og var að staðaldri all­stór hóp­ur fólks á sýn­ing­ar­svæðinu. „Við í Raf­bíla­sam­band­inu, full­trú­ar bílaum­boðanna og gest­ir sem áttu leið til okk­ar voru á einu máli um að viðburður­inn hefði heppn­ast mjög vel,“ seg­ir Tóm­as.

Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambandsins.
Tóm­as Kristjáns­son, formaður Raf­bíla­sam­bands­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í dag er svo komið að ým­ist má finna raf­magns­bíla í sýn­ing­ar­sal eða hægt að sér­p­anta þá hjá hverju ein­asta bílaum­boði á Íslandi. Er það í sam­ræmi við öran vöxt í sölu raf­bíla en það sem af er þessu ári hafa nærri 1.900 nýir raf­bíl­ar verið seld­ir á Íslandi. Til sam­an­b­urðar hafa selst tæp­lega 2.400 bíl­ar með bens­ín­mótor, nærri 2.200 bíl­ar með dísil­vél og rúm­lega 1.900 bens­ín-ten­gilt­vinn­bíl­ar frá byrj­un þessa árs.

„Markaður­inn hef­ur tekið að springa út á und­an­förn­um árum. Árið 2018 seld­ust 760 raf­bíl­ar, voru orðnir 1.000 tals­ins árið 2019, og 2.551 fólks­bíll knú­inn raf­magni seld­ur á síðasta ári. Markaður­inn hef­ur því marg­fald­ast að stærð á milli ára og þúsund­ir raf­bíla á göt­un­um.“

Biðraðir mynd­ast á álags­tím­um

En með hverj­um nýj­um raf­bíln­um eykst þörf­in fyr­ir góða hleðslu­innviði. Tóm­as seg­ir að reikna megi með að meiri­hluti þeirra sem fjár­fest hafa í raf­bíl hafi aðstöðu til að hlaða bíl­inn heima fyr­ir en óhjá­kvæmi­legt sé að þeim fari fjölg­andi sem reiði sig á að geta stungið í sam­band við vinnustaði og versl­an­ir eða geta bætt á raf­hlöðuna á hraðhleðslu­stöð. Bend­ir Tóm­as á, í þessu sam­bandi, hversu óheppi­legt það sé að deil­ur um hleðslu­stöðvar ON og Reykja­vík­ur­borg­ar hafi valdið því að tug­ir al­mennra hleðslu­stöðva hafa verið straum­laus­ar frá því um mitt sum­ar. Þá mátti reglu­lega lesa um það í frétta- og sam­fé­lags­miðlum í sum­ar að raf­bíla­eig­end­ur áttu stund­um erfitt með að kom­ast í hleðslu á ferð sinni um landið og lang­ar biðraðir við hraðhleðslu­stöðvar í dreif­býli.

Um flösku­háls­ana í hleðslu­stöðva­kerf­inu seg­ir Tóm­as að í öll­um til­vik­um sé um einkafram­tak að ræða og rekst­ur hleðslu­stöðva verði að standa und­ir sér fjár­hags­lega. „Það er ekki hægt að bú­ast við því að fram­boð hraðhleðslu­stöðva taki mið af há­marks­eft­ir­spurn ör­fáa daga á ári. Hins veg­ar sjá viðkom­andi rekstr­araðilar hvert stefn­ir og vinna að því að fjölga hleðslu­stöðvum þar sem því verður við komið. Þá er ekki hægt að úti­loka ýms­ar leiðir til að bæta nýt­ingu hleðslu­innviða s.s. með for­rit­um sem leyfa fólki að taka frá tíma á hleðslu­stöð á leið sinni milli lands­hluta, eða nota breyti­lega verðlista til að tryggja t.d. að full­hlaðnir bíl­ar teppi ekki hleðslu­stæði.“

Hvað ef Ak­ur­eyri raf­bíla­væðist?

Tóm­as hef­ur minni áhyggj­ur af fram­boði hleðslu­stöðva á Blönduósi eða Staðarskála og á öðrum vin­sæl­um áfanga­stöðum við Hring­veg­inn en meiri áhyggj­ur af raf­magns­fram­boði í sum­um lands­hlut­um. Seg­ir hann t.d. horf­urn­ar ekki góðar fyr­ir Ak­ur­eyr­inga ef helm­ing­ur bæj­ar­búa myndi ákveða að fá sér raf­magns­bíl. „Ak­ur­eyri glím­ir nú þegar við vanda þegar kem­ur að raf­orku­fram­boði og erfitt að sjá hvernig raf­magns­innviðir bæj­ar­ins munu geta annað eft­ir­spurn ef þar verða 10.000 raf­bíl­ar í hleðslu á kvöld­in að tíu árum liðnum. Má ætla að ástandið sé svipað í mörg­um stærri þétt­býlis­kjörn­um. Margt horf­ir þó til betri veg­ar og vinn­ur t.d. Landsnet að lagn­ingu Hólasands­línu 3 til að tryggja stöðug­leika raf­orku­kerf­is­ins á Norður- og Aust­ur­landi.“

Nán­ar er fjallað um málið í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: