Cyber Odyssey kemur til Reykjavíkur

Cybertruck-bíllinn frá Tesla.
Cybertruck-bíllinn frá Tesla. Mynd/Tesla

Tesla mun frum­sýna Cy­bertruck á Íslandi í júní en bif­reiðin verður til sýn­is á völd­um stöðum í Evr­ópu á næstu vik­um.

Í til­kynn­ingu frá Tesla á Íslandi seg­ir að Cy­bertruck verði sýnd­ur á 100 stöðum í 20 lönd­um. Á Íslandi verði hann frum­sýnd­ur í Tesla, Vatna­görðum 24 frá 28. júní til 30. júní. 

Stálið ver bíl­inn gegn dæld­um og risp­um

„Óvenju­leg og framúr­stefnu­leg hönn­un Cy­bertruck sæk­ir inn­blást­ur í fag­ur­fræði sæ­berpönk­s­ins, sem þekkt er úr mynd­um á borð við Bla­de Runner og The Spy Who Loved Me. Ytra byrðið er úr ryðfríu 30X kald­völsuðu Ultra-Hard stáli. Stálið ver bíl­inn gegn dæld­um og risp­um, auk þess sem þetta sér­smíðaða efni úr ryðfríu stáli ver gegn tær­ingu til lengri tíma og veit­ir vernd um­fram það sem geng­ur og ger­ist,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Cy­ber­be­ast-út­færsla Cy­bertruck fer úr 0 í 100 km/​klst. á aðeins 2,7 sek­únd­um og held­ur stöðug­leika á mikl­um hraða. Cy­bertruck er bú­inn sjálf­virkri loft­fjöðrun sem skil­ar leiðrétt­ing­um inn­an millisek­úndna.

mbl.is