Frumsýna CLE 53 sportbíl um helgina

CLE 53 AMG Coupé tekur sig vel út í rauðu.
CLE 53 AMG Coupé tekur sig vel út í rauðu. Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja mun á laugardag halda sýningu á Mercedes-AMG CLE 53 Coupé en um er að ræða tveggja dyra sportbíl með 449 hestafla vél og 4MATIC+ fjórhjólakerfi.

Í tilkynningu segir að CLE 53 AMG Coupé sé svokallaður „mild hybrid“ bíll með sex strokka bensínvél auk innbyggðs startara sem gefur viðbótarafl þegar á þarf að halda. Gírskiptingin er af gerðinni AMG Speedshift TCT 9G og skilar aðlöguðum skiptitímum, hröðum viðbrögðum, tvöfaldri kúplingu og mörgum niðurgírskiptum. „Í boði eru kraftmiklar hröðunaraðgerðir og stilltir skiptingartímar, sem og eldsneytissparandi aksturslag, allt eftir því hvaða akstursáætlun er valin,“ segir umboðið.
Langt húdd, aflíðandi framrúða og hallandi baklína gefa bifreiðinni sterkan svip. Valfrjáls AMG Optics útlitspakki framkallar síðan enn sportlegra yfirbragð og inniheldur m.a. viðbótarsvuntu að framan, vindskeið ofan á skottinu og dreifibretti að aftan. Þeir kaupendur sem þess óska geta einnig valið svokallaða AMG Night og AMG Carbon pakka.
Upplýsinga- og afþreyingarkerfið er af gerðinni MBUX og í farþegarýminu má m.a. finna 123‘‘ margmiðlunarskjá og 11,9‘‘ ökumannsskjá.
Sýningin fer fram í Krókhálsi 11 og stendur yfir frá kl. 12 til 16.

Stórir og skýrir upplýsingaskjáir einkenna farþegarýmið.
Stórir og skýrir upplýsingaskjáir einkenna farþegarýmið.
mbl.is