Tesla opnar sinn stærsta hraðhleðslugarð

Tíundi hraðhleðslugarður Teslu hefur verið opnaður á Íslandi.
Tíundi hraðhleðslugarður Teslu hefur verið opnaður á Íslandi. Tölvuteiknuð mynd/Tesla

Tesla hefur opnað sinn stærsta hraðhleðslugarð á landinu í Reykjanesbæ. Um er að ræða 20 V4 Supercharger stöðvar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Teslu á Íslandi.

Hraðhleðslugarðurinn er við Flugvelli 25 í Keflavík og er opnunin hluti af rammaáætlun sem hefur verið gerð með N1 um opnun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðva um land allt.

Reka tíu hraðhleðslugarða

„V4 hleðslustöðvarnar skila allt að 250 kílóvatta hleðsluhraða og eru stórt framstökk í tækniþróun. Evrópsku V4 stöðvarnar eru einungis búnar CCS kapli fyrir bíla sem styðja við hraðhleðslu. Allar Tesla Model 3 og Model Y, en einnig Model S og Model X sem afhentir voru frá og með fjórða ársfjórðungi árið 2022 á Íslandi styðja við CCS hleðslu,“ segir í tilkynningunni. 

Fram kemur að íslenskir eigendur Model S og Model X sem tóku við afhendingu fyrir fjórða ársfjórðung 2022 geta notað hleðslustöðvarnar með CCS millistykki sem hefur fylgt með sem staðalbúnaður fyrir Model S og Model X síðan í maí 2019.

Tesla rekur nú 10 hraðhleðslugarða með 68 Supercharger hleðslustöðvum um land allt.

mbl.is
Loka