Tesla opnar sinn stærsta hraðhleðslugarð

Tíundi hraðhleðslugarður Teslu hefur verið opnaður á Íslandi.
Tíundi hraðhleðslugarður Teslu hefur verið opnaður á Íslandi. Tölvuteiknuð mynd/Tesla

Tesla hef­ur opnað sinn stærsta hraðhleðslug­arð á land­inu í Reykja­nes­bæ. Um er að ræða 20 V4 Superchar­ger stöðvar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Teslu á Íslandi.

Hraðhleðslug­arður­inn er við Flug­velli 25 í Kefla­vík og er opn­un­in hluti af ramm­a­áætl­un sem hef­ur verið gerð með N1 um opn­un Tesla Superchar­ger hraðhleðslu­stöðva um land allt.

Reka tíu hraðhleðslug­arða

„V4 hleðslu­stöðvarn­ar skila allt að 250 kíló­vatta hleðslu­hraða og eru stórt fram­stökk í tækniþróun. Evr­ópsku V4 stöðvarn­ar eru ein­ung­is bún­ar CCS kapli fyr­ir bíla sem styðja við hraðhleðslu. All­ar Tesla Model 3 og Model Y, en einnig Model S og Model X sem af­hent­ir voru frá og með fjórða árs­fjórðungi árið 2022 á Íslandi styðja við CCS hleðslu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Fram kem­ur að ís­lensk­ir eig­end­ur Model S og Model X sem tóku við af­hend­ingu fyr­ir fjórða árs­fjórðung 2022 geta notað hleðslu­stöðvarn­ar með CCS millistykki sem hef­ur fylgt með sem staðal­búnaður fyr­ir Model S og Model X síðan í maí 2019.

Tesla rek­ur nú 10 hraðhleðslug­arða með 68 Superchar­ger hleðslu­stöðvum um land allt.

mbl.is