Toyota boðar til „vinnubílaveislu“

Proace Max í rafmagnsútgáfu kemst allt að 420 km á …
Proace Max í rafmagnsútgáfu kemst allt að 420 km á einni hleðslu. Toyota

Á laugardag efnir Toyota Professional – Fyrirtækjalausnir til atvinnubílasýningar í Kauptúni.

Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 12 til 16 en þar verða allar gerðir Proace-sendibílanna til sýnis.

Nýjasta viðbótin við Proace-fjölskylduna verður á svæðinu en eins og nafnið gefur til kynna er Proace Max stærsta útgáfan af þessari vinsælu línu sendibíla.

Proace Max er með 17 rúmmetra flutningsrými en hann fæst með tvenns konar dísilvélum og einnig sem rafmagnsbíll. Fyrir eru Proace og Proace City sem nýlega komu út í nýjum útgáfum og fást í ýmsum útfærslum fyrir bæði vöru- og fólksflutninga.

Proace Max var til umfjöllunar í Bílablaði Morgunblaðsins fyrr í mánuðinum, en í umsögn blaðamanns sagði meðal annars:

„Hægt er að fá Proace Max í margvíslegu sniði, með eða án kassa, með palli sem hægt er að halla aftur og til hliðar og margt fleira en einnig er hægt að nota alla vinnubílana í farþegaflutninga og fylla þá af sætum.

Bifreiðin, ásamt minni bílunum Proace og Proace City, fæst bæði bensín- og dísilknúin eða sem rafmagnsbíll. Proace Max hefur 420 km drægni á rafhlöðunni, Proace 350 km og Proace City 330 km til samanburðar. Það getur verið áskorun að leggja jafn stórum sendibíl og Maxinum í stæði, sem í sinni lengstu mynd er 6,36 metrar, en nemar og myndavélakerfi hjálpa til.“

mbl.is