Una opnar á laugardag

Húsakynni Unu við Vínlandsleið. Kínverski framleiðandinn Xpeng sækir nú af …
Húsakynni Unu við Vínlandsleið. Kínverski framleiðandinn Xpeng sækir nú af kappi inn á Evrópumarkað. Una

Glatt verður á hjalla á Vínlandsleið 6-8 á laugardag en þá opnar dyr sínar bílaumboðið Una. Una er systurfélag Öskju en bæði eru bílaumboðin í eigu Vekru.

Tekið verður á móti gestum frá kl. 12 á laugardaginn en í sýningarsalnum gefur að líta þrjár gerðir af kínverska rafbílnum Xpeng.

Bifreiðarnar frá Xpeng hafa vakið verðskuldaða athygli og hefur Bílablað Morgunblaðsins nýlega fjallað um sportjeppana G6 og G9.

Á Vínlandsleið verður hægt að skoða glæsilegt sýningareintak af Xpeng P7 sem m.a. státar af vænghurðum en bifreiðin er með fjórhjóladrifi og hefur allt að 505 km drægni.

G9 þykir rúmgóður, þægilegur og kraftmikill en þessi glænýi rafjeppi hefur 570 km drægni. Loks sýnir umboðið G6 sem m.a. færst með allt að 550 km drægni og getur dregið allt að 1.500 kg kerru.

Í tilkynningu segir að kínverskir bílaframleiðendur ætli sér stóra hluti í Evrópu og lítur Una björtum augum til komandi tíma með sölu á Xpeng bílum á Íslandi. Xpeng er tíu ára gamalt félag og framleiðir einvörðungu rafmagnsbíla. Fyrirtækið þykir í hópi þeirra fremstu í heimi í þróun sjálfkeyrandi bifreiða og hefur einnig vakið athygli fyrir þróun flugbíla.

Xpeng G9 fékk mjög góða umsögn hjá blaðamanni Bílablaðs Morgunblaðsins.
Xpeng G9 fékk mjög góða umsögn hjá blaðamanni Bílablaðs Morgunblaðsins. Eyþór Árnason
mbl.is