Frumsýna nýjan Hyundai Santa Fe

Nýja kynslóðin hefur verið endurhönnuð að utan jafnt sem innan.
Nýja kynslóðin hefur verið endurhönnuð að utan jafnt sem innan.

Fimmta kynslóð aldrifna sportjeppans Santa Fe verður frumsýnd hjá Hyundai á Íslandi, Kauptúni 1, á laugardag milli kl. 12 og 16.

Í tilkynningu segir að bifreiðin hafi tekið algjörum útlitsbreytingum frá fyrri kynslóð og megi segja að hún breyti að nokkru leyti núgildandi reglum varðandi hönnun stórra jepplinga. Er t.d. auðvelt að búa til rými fyrir tvo til að sofa í bílnum, en til þess eru framsætin færð fram, sætisbök annarrar og þriðju sætaraðar felld niður í slétt gólfið, sem þá myndast, og eru þá rúmir 2,2 metrar að lokuðum afturhleranum.

Nýja kynslóðin er lengri, hærri og breiðari en síðasta kynslóð, og með sæti fyrir sjö. Á Íslandi mun Santa Fe fást sjálfskiptur í tengiltvinnútgáfu með 253 hestafla bensínvél og rafmótor og veitir rafhlaðan bílnum 56 km drægni á rafmagni eingöngu. Á ökutækið að henta fjölskyldu- og útivistarfólki einkar vel en langbogar á baki eru staðalbúnaður og við afturhurðirnar er handgang sem leggja má í lárétta stöðu til að stíga upp á og yfir á afturhjólið til að ná betur til farangursins á þaki bílsins.

Í tilkynningu frá Hyundai segir jafnframt að farþegarýmið hafi verið endurhannað frá grunni. Öll sæti eru með hita og færanleg fram og aftur og hallanleg auk þess sem geymsluhólfið milli framsætanna er einnig opnanlegt fyrir aftursætisfarþega. Gott úrval mismunandi innstunga er að finna milli framsæta og í hliðum framsætanna fyrir aftursætisfarþega auk tólf volta innstungu við þriðju sætisröð.

Hyundai Santa Fe verður boðinn í tveimur útbúnaðargerðum: Limited-útgáfan kostar 11.490.000 kr. og Calligraphy-útgáfan 12.790.000 kr.

 

Pláss er fyrir sjö manns og vandlega hefur verið hugað …
Pláss er fyrir sjö manns og vandlega hefur verið hugað að alls konar smáatriðum sem auka notagildi og þægindi.
mbl.is