Bílabúð Benna frumsýnir rafbíl frá KGM

Sportjeppinn Torres EVX hefur 1,5 tonna dráttargetu.
Sportjeppinn Torres EVX hefur 1,5 tonna dráttargetu. Ljósmynd/KGM

Nýr rafbíll mætir til leiks hjá Bílabúð Benna á laugardag þegar umboðið frumsýnir Torres EVX en um er að ræða fyrsta rafbílinn úr smiðju kóreska framleiðandans KGM.

Torres-línan var fyrst kynnt til sögunnar árið 2022 með 1,5 l bensínmótor og byggir rafútgáfa Torres á sömu hönnun. Í tilkynningu segir að Torres EVX komi með nýjustu „Blade“ rafhlöðutækninni frá BYD og er rafhlaðan 73,4 kWst og á að skila allt að 462 km drægni á einni hleðslu. Til að hjálpa lesendum að setja þá vegalengd í samhengi ætti hleðslan að duga alla leið frá Reykjavík til Húsavíkur.

Umboðið vekur á því sérstaka athygli að Torres EVX er seldur með milljón kílómetra rafhlöðuábyrgð. Þá má nota bílinn sem varaaflstöð með V2L tengi (e. Vehile 2 Load) s.s. til að tengja kaffivélina við ef þess þarf, eða hlaða rafmagnshjól.

Bílabúðin segir Torres leggja áherslu á rými, þægindi, gæði og sportlega hönnun. Farangursrýmið er allt að 1.622 lítrar og dráttargetan allt að 1.500 kg.

Frumsýning Torres EVX fer fram í sýningarsal KGM hjá Bílabúð Benna á Krókhálsi 9 og hefst kl. 12.

Farþegarýmið er stílhreint og nokkuð rúmgott eins og sjá má …
Farþegarýmið er stílhreint og nokkuð rúmgott eins og sjá má á myndinni.
Rafhlöðutæknin er fengin frá kínverska rafbílarisanum BYD.
Rafhlöðutæknin er fengin frá kínverska rafbílarisanum BYD.
mbl.is