Greinin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að e:Ny1 deildi með Tesla Model Y þriðja sætinu yfir mest seldu rafbíla ársins. Hið rétta er að e:Ny1 (97 stk.) situr n.v. jafnfætis Telsa Model 3 (95 stk.)
Þrátt fyrir lægð á íslenskum bílamarkaði hefur sala Honda-bifreiða aukist töluvert á þessu ári. Í tilkynningu frá Honda á Íslandi segir að það sem af er árinu hafi nýskráningum bíla fækkað um nærri því helming miðað við sama tímabil í fyrra, en hins vegar hafi selst rúmlega helmingi fleiri Honda bifreiðar á þessu ári en því síðasta.
Allt árið 2023 seldust 76 Hondur á Íslandi, þar af 34 Honda CRV jepplingar. Á þessu ári hefur umboðið hins vegar selt 167 bifreiðar og munar þar mest um rafbílinn e:Ny1 sem selst hefur í 91 eintaki. Honda á Íslandi segir þessar tölur koma e:Ny1 í þriðja sæti yfir mest seldu rafbílana á árinu, en bifreiðin deilir þriðja sætinu með Tesla Model 3.
Fleiri módel frá Honda seljast betur nú en í fyrra og hafa t.d. kaupendur tekið við lyklunum að 50 nýjum CRV þetta árið. Mælist markaðshlutdeild Honda nú 3,3 á almennum markaði en var 0,72 í fyrra.
Greinilegt er að margir biðu spenntir eftir e:Ny1 en þessi áhugaverði rafbíll, sem kom á markað á Íslandi í árslok 2023, var uppseldur í landinu fyrir lok síðasta sumars.