60 ár frá komu fyrstu Toyotunnar

Úrvalið hjá Toyota hefur aldrei verið fjölbreyttara.
Úrvalið hjá Toyota hefur aldrei verið fjölbreyttara. Ljósmynd/Toyota

Toyota-umboðið efnir til sýningar á laugardag í tilefni af því að liðin eru 60 ár frá því fyrsta sendingin af Toyota-bifreiðum kom til Íslands.

Á þessum tímamótum mun umboðið bjóða til sölu 60 rafmagns-, tengiltvinn- og tvinnbíla á sérstöku tilboðsverði, hvort sem bíllinn er keyptur eða tekinn í Kinto One langtímaleigu. Í tilkynningu frá Toyota segir að tekið verði vel á móti gestum á milli kl. 12 og 16 hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri.

Í Kauptúni verður hægt að skoða bíl úr fyrstu sendingunni, Toyota Crown árgerð 1965. Er bifreiðin í prýðilegu ástandi og ökufær, og þótti góður gripur á sínum tíma þó að 95 hestafla vélin þætti ef til vill ekki kraftmikil í dag.

Fyrsti eigandi bílsins var Bogi Sigurðsson en hann starfaði sem sýningarmaður í Háskólabíói og var einnig tengdafaðir Páls Samúelssonar stofnanda Toyota á Íslandi.

Þessi auglýsing birtist í Morgunblaðinu í ágúst 1965. Toyota vakti …
Þessi auglýsing birtist í Morgunblaðinu í ágúst 1965. Toyota vakti snemma lukku og hefur verið í hópi vinsælustu merkja á íslenskum bílamarkaði.
mbl.is