Kynna nýjan og endurhannaðan BMW X3

Af útlitsbreytingum má nefna að grillið hefur verið endurhannað.
Af útlitsbreytingum má nefna að grillið hefur verið endurhannað. Ljósmynd/BL

Aðdáendur BMW munu eflaust fjölmenna í sýningarsalinn við Sævarhöfða á laugardag en þar verður kynntur nýr BMW X3 Plug-in Hybrid.

Í tilkynningu frá umboðinu segir að þessi nýja gerð fjórhjóladrifna tengiltvinn-sportjeppans byggi á nýjum undirvagni og þá er bifreiðin einnig stærri en fráfarandi gerð og með hærra undir lægsta punkt. Það ætti að gera X3 enn hagkvæmari í rekstri að hann kemst allt að 90 km á rafmagninu einu saman.

Bæði bensínvélin og rafmótorinn í X3 hafa verið uppfærð og þökk sé 300 hestöflum fer jeppinn úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á 6,2 sekúndu. Meðal útlitsbreytinga má nefna endurhannað „nýrnagrill“ með innbyggðum útlínuljósum og tvöföldum ljósmerkingum á framljósum. Innfeldir hurðarhúnar breyta hliðarsvip X3 og bæði afturhleri og afturljós hafa fengið nýja hönnun.

Þegar sest er inn í nýjan X3 má m.a. sjá að sætin hafa verið endurhönnuð sem og gírskiptistjórntakkarnir í miðjustokkinum.  Fótarými og geymslurými hefur verið aukið og búið er að bæta við fleiri valmöguleikum fyrir lýsingu í farþegarýminu.

Tölvan í bifreiðinni er orðin snjallari og skilur núna fleiri raddskipanir. Afþreyingarmöguleikar hafa einnig verið auknir og veitir kerfið aðgang að úrvali snjallforrita s.s. fyrir streymisveitur.

Í tilkynningu segir að BMW X3 Plug-in Hybrid verði í boði í tveimur útbúnaðargerðum: 30e og 30e M-Sport. Sýningin á laugardag stendur yfir frá kl. 12 til 16.

Farangursrýmið hefur verið stækkað og einnig á að vera rýmra …
Farangursrýmið hefur verið stækkað og einnig á að vera rýmra um farþega í aftursætunum. Ljósmynd/BL
mbl.is