Skíðin gerð klár á vetrarhátíð Heklu

Skoda Kamiq seldist nokkuð vel á síðasta ári og hefur …
Skoda Kamiq seldist nokkuð vel á síðasta ári og hefur nú fengið andlitslyftingu. Ljósmynd/Hekla

Hekla efnir til vetrarhátíðar á morgun, laugardaginn 25. janúar, og verður þar mikið líf og fjör. Í sýningarsalnum á Laugaveginum verða kynntir nýr Skoda Kodiaq Sportline og nýr Skoda Kamiq en að auki verður gestum boðið að fá vaxmeðferð (prepp) fyrir gönguskíði sér að kostnaðarlausu.

Í tilkynningu segir að Árni Tryggvason skíðagöngukennari, og einn af færari skíðapreppurum landsins, verði á staðnum til að dekra við skíði hátíðargesta auk þess að vera þeim innan handar með hvers kyns ráðleggingar um gönguskíðaiðkun. Jafnframt verður efnt til fyrirlestra um hleðslu í vetrarveðrum og haldin kynning á dekkjahóteli Dekkjasölunnar. Blaðrarinn skemmtir börnunum og boðið verður upp á vöfflur, kaffi og kakó.

Stutt er síðan hulunni var svipt af annarri kynslóð Kodiaq Sportline en Hekla segir þar á ferð sportlegan fjölskyldubíl með kraftmikið útlit og nóg pláss fyrir fjölskylduna og ferðalagið.

Ný og uppfærð útgáfa frá Skoda Kamiq ætti að vekja athygli en Kamiq var einn mest seldi bíll síðasta árs og hefur núna fengið uppfært útlit sem sést m.a. á skarpari línum og framljósum.

Vetrarhátíðin á laugardag stendur yfir frá 12 til 16.

Leiðrétting: Fyrir mistök birtist upphaflega mynd af farþegarými Kamiq þar sem átti að vera mynd af innréttingu Kodiaq. Myndinni hefur nú verið breytt.

Skoda Kodiaq Sportline er rúmgóður og til í hvað sem …
Skoda Kodiaq Sportline er rúmgóður og til í hvað sem er. Ljósmynd/Hekla
Plássið er vandlega nýtt í farþegarými Skoda Kodiaq Sportline.
Plássið er vandlega nýtt í farþegarými Skoda Kodiaq Sportline. Ljósmynd/Hekla
mbl.is