Skoda Elroq mættur hjá Heklu

Elroq skartar nýju grilli, sem fylgir
Elroq skartar nýju grilli, sem fylgir "modern solid" hönnunarstefnunni. Ljósmynd/Hekla

Á laugardag geta gestir fengið að sjá nýjasta meðlim Skoda-fjölskyldunnar, en þá sýnir Hekla rafknúna verðlaunabílinn Elroq.

Í tilkynningu frá bílaumboðinu kemur m.a. fram að Elroq varð nýlega hluskarpastur í vali What Car? á bíl ársins 2025 í flokki rafknúinna fjölskyldubíla og þykir hann bæði rúmgóður, notendavænn og góður ferðafélagi.

Með Elroq kynnir Skoda líka nýja hönnun sem fyrirtækið kallar „modern solid“ og gefur hún tóninn fyrir það sem koma skal hjá næstu módelum bílaframleiðandans.

Hvað tæknilega þætti varðar er Elroq með allt að 580 km drægni og með hraðhleðslugetu upp að 175 kW sem þýðir að bæta má á rafhlöðuna úr 10% í 80% á 28 mínútum. Farangursrýmið er 470 lítrar en stækkar upp í 1.580 lítra ef aftursætin eru felld niður. Af staðalbúnaði má nefna fjarstýrðan hitara, hita í stýri, bakkmyndavél, lyklalaust aðgengi og 13 tommu margmiðlunarskjá.

Þegar styrkur frá Orkusjóði hefur verið dreginn frá mun Elroq kosta frá 5.990.000 kr.

Bíllinn verður til sýnis bæði á Laugavegi 174 og hjá Bílakjarnanum sem er umboðsaðili Heklu í Reykjanesbæ.

Í gegnum snjallsímaforrit má kveikja á hitara í Elroq svo …
Í gegnum snjallsímaforrit má kveikja á hitara í Elroq svo að bíllinn sé hlýr og notalegur þegar lagt er af stað. Ljósmynd/Hekla
mbl.is
Loka