Mikið um að vera á Jeppasýningu Toyota

Eins og sést voru gestirnir á öllum aldri, og forvitnir …
Eins og sést voru gestirnir á öllum aldri, og forvitnir um tækin sem voru til sýnis. Ljósmynd/Toyota

Fjöldi gesta lagði leið sína í sýningarsal Toyota í Kauptúni á laugardaginn en þá hélt umboðið árlega Jeppasýningu Toyota.

Eins og myndir af viðburðinum bera með sér voru gestir mjög áhugasamir um það sem fyrir augu bar.

Land Cruiser 250 var stjarna sýningarinnar, og til sýnis í mörgum útgáfum, en í salnum mátti einnig líta hjólhýsi, vélsleða og ýmsan búnað til útivistar og ferðalaga. Einnig voru sýndir bílar í einkaeigu sem búið var að breyta á ýmsa vegu til að þjóna mismunandi þörfum.

Myndirnar tala sínu máli, en eins og kom fram í tilkynningu frá Toyota er þessi árvissa sýning orðin eins konar hátíðisdagur fyrir marga íslenska jeppaunnendur.

Nýr Land Cruiser hefur selst afskaplega vel á íslenskum markaði.
Nýr Land Cruiser hefur selst afskaplega vel á íslenskum markaði.
Hálendishjólhýsi falla vel að íslenskum aðstæðum.
Hálendishjólhýsi falla vel að íslenskum aðstæðum.
Bónvörur og aðrar nauðsynjar voru kynntar á sérstökum bás.
Bónvörur og aðrar nauðsynjar voru kynntar á sérstökum bás.
Húsfyllir var í Kauptúni, eins og jafnan gerist á Jeppasýningu …
Húsfyllir var í Kauptúni, eins og jafnan gerist á Jeppasýningu Toyota.
mbl.is
Loka