Ísband sýnir nýja línu frá Fiat á atvinnubílaviku

Fiat hefur endurnýjað hjá sér atvinnubílalínuna.
Fiat hefur endurnýjað hjá sér atvinnubílalínuna. Ljósmynd/Isband

Hjá bílaum­boðinu Ísband stend­ur núna yfir at­vinnu­bíla­vika þar sem nýj­asta lína at­vinnu­bíla frá Fiat er í aðal­hlut­verki. Þá not­ar Ísband tæki­færið jafn­framt til að sýna RAM 3500-pall­bíla.

Fram­boð at­vinnu­bíla hjá Fiat hef­ur verið tekið í gegn að und­an­förnu og inni­held­ur Fiat Professi­onal-lín­an nú fjöl­breytt úr­val bif­reiða af ýms­um stærðum og gerðum. Í til­kynn­ingu frá Ísband seg­ir að það ein­kenni at­vinnu­bif­reiðar Fiat að hafa mikið flutn­ings­rými, mikla burðargetu og lág­an rekstr­ar­kostnað.

Á at­vinnu­bíla­vik­unni verður hægt að skoða og reynsluaka Doblo, Scudo, Ducato-sendi­bif­reið sem og Ducato-vinnu­flokka­bif­reið, en Fiat Professi­onal-öku­tæk­in fást bæði í dísil- og raf­magnsút­gáfu, bein­skipt eða sjálf­skipt. Þá fylg­ir sjö ára ábyrgð Fiat Professi­onal-sendi­bíl­um en átta ára ábyrgð er á raf­hlöðunni.

RAM 3500-pall­bíll­inn verður sýnd­ur bæði óbreytt­ur og með 35”, 37” og 40”-breyt­ing­um. Ísband sér­hæf­ir sig í breyt­ing­um og upp­setn­ing­um á auka­búnaði fyr­ir RAM og er, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu, eina bílaum­boð lands­ins sem sér sjálft um að fram­kvæma slík­ar breyt­ing­ar.

Á meðan á at­vinnu­bíla­vik­unni stend­ur verður sýn­ing­ar­sal­ur­inn op­inn frá klukk­an 10 til 19, fram á föstu­dag, en venju­leg­ur af­greiðslu­tími verður á laug­ar­dag.

mbl.is