Setja upp fleiri hraðhleðslustöðvar fyrir helgina

Aldrei fór ég... stuður? Hleðslustöðin mun standa við Sundabakka á …
Aldrei fór ég... stuður? Hleðslustöðin mun standa við Sundabakka á höfninni á Ísafirði. Ljósmynd/Aðsend

Þúsund­ir manna munu sækja tón­list­ar­hátíðina Aldrei fór ég suður á Ísaf­irði um páska­helg­ina og því mun hraðhleðslu­tengj­um fyr­ir raf­bíla á Ísaf­irði fjölga tíma­bundið, þar sem Ork­an hef­ur sett upp fær­an­lega hleðslu­stöð í bæn­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ork­unni.

Til að koma til móts við aukna aðsókn í raf­hleðslu sem kann að fylgja stór­um viðburði á borð við tón­list­ar­hátíð hef­ur Ork­an sett upp 350kW hleðslu­stöð í sam­starfi við Orku­bú Vest­fjarða og Aldrei fór ég suður.

Pláss fyr­ir fjóra

Með raf­hlöðubanka mynd­ast minna álag á raf­orku­kerfið, seg­ir í til­kynn­ing­unni, og er því hægt að tengja lausn­ina við minni raf­magn­steng­ingu en hefðbund­in hleðslu­stöð en samt sem áður halda fullu afli. 

Stöðin er með fjög­ur stæði, þrjú CCS-tengi og eitt CHAdeMO-tengi. Stöðin mun standa við Sunda­bakka á höfn­inni þar sem hátiðin fer fram og verður þar fram yfir páska. Fær­an­leg­ar hleðslu­stöðvar voru fyrst tekn­ar í notk­un af Ork­unni í nóv­em­ber 2023 en um er að ræða raf­hlöðubanka sem geym­ir 350 kWh af orku.

„Þetta breyt­ir miklu fyr­ir okk­ur og frá­bært að sjá fyr­ir­tæki taka þátt í að gera upp­lif­un gesta sem besta,” er haft eft­ir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóra Aldrei fór ég suður, í til­kynn­ingu.

Auður Daní­els­dótt­ir for­stjóri Ork­unn­ar seg­ir í til­kynn­ing­unni að það sé Ork­unni „ljúft og skylt að taka þátt í að halda uppi stuðinu á Ísaf­irði um pásk­ana“.

mbl.is