Kia kynnir framtíðarsýn á hönnunarviku í Mílanó

PV5 getur verið afar vígalegur þegar hann er kominn á …
PV5 getur verið afar vígalegur þegar hann er kominn á stór og mkil dekk. Ljósmynd/Kia

Bíla­fram­leiðand­inn Kia var með áhuga­vert fram­lag á hönn­un­ar­vik­unni í Mílanó þetta árið, en þar freistaði fyr­ir­tækið þess að sýna hvernig ný­stár­leg öku­tæki geta brúað bilið á milli borg­ar­lífs og nátt­úru.

Í aðal­hlut­verki var svo­kölluð PBV-lína Kia (e. Plat­form Beyond Vehicle) sem Bíla­blaðið á mbl.is hef­ur áður fjallað um, en hönn­un þess­ara öku­tækja geng­ur út á það að eig­end­ur geti auðveld­lega aðlagað þau að eig­in þörf­um og virkjað hug­búnaðarlausn­ir til að fá enn meira út úr bif­reiðunum.

Nán­ar til­tekið kynnti Kia bíl­ana PV5, PV5 WKNDR og EV2, en PV5 er fyrsti bíll­inn í PBV-lín­unni og verður fá­an­leg­ur á Íslandi í lok þessa árs. Hann er að öllu leyti raf­drif­inn og er hugsaður bæði til einka­notk­un­ar og sem at­vinnu­bif­reið. PV5 verður með drægni upp á 400 km og mun bjóða upp á 30 mín­útna hraðhleðslu.

Hönnun hurðanna á EV2 þýðir að aðgengið ætti ekki að …
Hönn­un hurðanna á EV2 þýðir að aðgengið ætti ekki að vera erfitt.

Hug­mynda­bíll­inn PV5 WKNDR umbreyt­ir PV5 í úti­vist­ar- og æv­in­týra­bif­reið og er m.a. bú­inn sól­ar­sell­um og viðbótarraf­hlöðum sem auka á nota­gildi öku­tæk­is­ins, en til að und­ir­strika sér­stöðu öku­tæk­is­ins var því stillt upp með plönt­um, úti­legu­búnaði og kaffi­vagni.

Þá er EV2 hugsaður sem lip­ur og raf­magnaður B-flokks jepp­ling­ur og á að „umbreyta því hvernig not­end­ur upp­lifa borg­ar­um­hverfið“, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. Var EV2-hluti sýn­ing­ar­inn­ar hannaður til að minna á garðveislu í borg.

Kia leggur mikla áherslu á aðlögunarhæfni PV5.
Kia legg­ur mikla áherslu á aðlög­un­ar­hæfni PV5.
mbl.is