Nýr Skoda Enyaq kynntur á sumarsýningu Heklu

Enyaq kom fyrst á markað árið 2020 og hefur vakið …
Enyaq kom fyrst á markað árið 2020 og hefur vakið töluverða lukku. Ljósmynd/Hekla

Það verður líf og fjör á Lauga­vegi 174 á laug­ar­dag en þá held­ur Hekla sum­arsýn­ingu og kynn­ir nýj­an Škoda Enyaq.

Enyaq hef­ur fengið nýtt út­lit og er enn bet­ur bú­inn en áður. Í til­kynn­ingu frá bílaum­boðinu er tekið fram að Enyaq komi með fjór­hjóla­drifi og allt að 539 km drægni á raf­magni (skv. WLTP).

Aðeins 28 mín­út­ur tek­ur að fylla raf­hlöðuna upp að 80% ef notuð er 175 kW hraðhleðsla.

Far­ang­urs­rýmið er 585 lítr­ar að rúm­máli og býður Enyaq m.a. upp á lykla­laust aðgengi og for­hit­un í gegn­um snjall­for­rit. Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er raf­knúið öku­manns­sæti með nuddi.

Enyaq kost­ar frá 7.690.000 kr. þegar styrk­ur úr Orku­sjóði hef­ur verið dreg­inn frá og fylg­ir hon­um 5 ára eða 100.000 km ábyrgð.

Viðburður­inn á laug­ar­dag stend­ur yfir frá 12 til 16 og verður þar boðið upp á grillaðar pyls­ur og ís auk þess að Blaðrar­inn mæt­ir á svæðið. Thule verður einnig á staðnum og kynn­ir ferðavör­ur, og til­boðsverð verður á Audi Q6 og Volkswagen ID.4 GTX.

Skoda hefur bætt aukabúnaði við Enyaq og fylgir bílnum 5 …
Skoda hef­ur bætt auka­búnaði við Enyaq og fylg­ir bíln­um 5 ára eða 100.000 km ábyrgð. Ljós­mynd/​Hekla
mbl.is