Bílaumboðið Askja frumsýnir í dag, laugardag, nýja útfærslu af rafmagnsbílum EV3 frá Kia.
GT-Line útfærslan af EV3 státar m.a. af sérstökum GT-Line útlitspakka, GT-Line innréttingu og GT-Line álfelgum. Þá eru bílstjóra- og farþegasætin afar tæknivædd og m.a. með mjóbaksstuðningi og kælingu. Með rafbílastyrk kostar EV3 GT-Line 7.590.777 kr.
Auk GT-Line fæst EV3 í fjörum öðrum útfærslum: Standard Range, Air, Earth og Luxury.
Í tilkynningu frá Öskju segir að EV3 hafi fengið frábærar móttökur á Íslandi og það sem af er þessu ári er bifreiðin annar mest seldi fólksbíllinn til almennrar notkunar. EV3 hefur sópað að sér verðlaunum og hlaut m.a. nafnbótina bíll ársins 2025 hjá World Car Awards, auk þess að hreppa hönnunarverðlaun Red Dot.
Frumsýningin í dag fer fram að Krókhálsi 13 frá kl 12 til 16.