Sýna GT-Line útfærslu af EV3

Kia EV3 rafbíllinn hlaut m.a. aðalverðlaun World Car Awards.
Kia EV3 rafbíllinn hlaut m.a. aðalverðlaun World Car Awards. Ljósmynd/Askja

Bílaum­boðið Askja frum­sýn­ir í dag, laug­ar­dag, nýja út­færslu af raf­magns­bíl­um EV3 frá Kia.

GT-Line út­færsl­an af EV3 stát­ar m.a. af sér­stök­um GT-Line út­lit­spakka, GT-Line inn­rétt­ingu og GT-Line ál­felg­um. Þá eru bíl­stjóra- og farþega­sæt­in afar tækni­vædd og m.a. með mjó­baksstuðningi og kæl­ingu. Með raf­bíla­styrk kost­ar EV3 GT-Line 7.590.777 kr.

Auk GT-Line fæst EV3 í fjör­um öðrum út­færsl­um: Stand­ard Range, Air, Earth og Lux­ury.

Í til­kynn­ingu frá Öskju seg­ir að EV3 hafi fengið frá­bær­ar mót­tök­ur á Íslandi og það sem af er þessu ári er bif­reiðin ann­ar mest seldi fólks­bíll­inn til al­mennr­ar notk­un­ar. EV3 hef­ur sópað að sér verðlaun­um og hlaut m.a. nafn­bót­ina bíll árs­ins 2025 hjá World Car Aw­ards, auk þess að hreppa hönn­un­ar­verðlaun Red Dot.

Frum­sýn­ing­in í dag fer fram að Krók­hálsi 13 frá kl 12 til 16.

GT-Line útgáfan skartar m.a. sérstökum útlitspaka.
GT-Line út­gáf­an skart­ar m.a. sér­stök­um út­lit­spaka.
mbl.is