Akstur í útlöndum: að hverju þarf að gæta?

Líflegur umferðardagur í Rúanda. Mikill munur getur verið á umferðarmenningu …
Líflegur umferðardagur í Rúanda. Mikill munur getur verið á umferðarmenningu þjóða og fyrir Íslendinga á faraldsfæti getur borgað sig að leggjast í smá rannsóknarvinnu áður en haldið er af stað. AFP/Jospin Mwisha

Grein­in birt­ist fyrst í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins 15. júlí. Bíla­blaðið kem­ur að jafnaði út þriðja þriðju­dag hvers mánaðar.

Það er gam­an að setj­ast upp í bíl og skoða heim­inn, en hvort sem ferðinni er heitið í skreppitúr rétt yfir til Evr­ópu, eða í helj­ar­inn­ar reisu um fram­andi lönd þver og endi­löng, þá er eitt og annað sem ætti að huga að áður en lagt er í hann.

Bíla­blað Morg­un­blaðsins ráðfærði sig við reynslu­mikla sér­fræðinga og safnaði sam­an bestu ráðunum fyr­ir þá sem hyggj­ast aka bíl á nýj­um slóðum og vilja tryggja að allt gangi sem best fyr­ir sig.

Kynntu þér aðstæður og um­ferðar­menn­ingu

Oft er mjög gagn­legt að leita að mynd­bönd­um heims­hornaflakk­ara á YouTu­be sem fara í saum­ana á því hvernig er að aka í hinum ýmsu lönd­um, og hvað kem­ur aðkomu­fólki á óvart. Eru veg­irn­ir góðir eða slæm­ir? Eru aðrir öku­menn til­lits­sam­ir eða frek­ir? Er al­gengt að brot­ist sé inn í bíla eða þeir skemmd­ir? Er langt á milli bens­ín­stöðva? Eru ein­hverj­ar óskrifaðar regl­ur sem viss­ara er að hafa á hreinu? Ef­laust má finna fimm mín­útna mynd­band sem er með svarið.

Kannski þarf ekki að vera á bíl

Stund­um fylg­ir einka­bíln­um meira umstang en frelsi. Það sak­ar ekki að gera ein­falda þarfagrein­ingu og at­huga hvort ekki megi kom­ast af með al­menn­ings­sam­göng­um eða nota leigu­bíla. Aldrei hef­ur verið auðveld­ara að panta skutl, og korta­for­ritið í sím­an­um leiðbein­ir fólki um strætó- og lesta­kerfið.

Þannig má losna við þá fyr­ir­höfn sem felst t.d. í því að sækja bíl­inn og skila hon­um uppi á flug­velli, finna hent­ug­an stað til að leggja og hafa áhyggj­ur af tjóni, trygg­ing­um, sekt­um og öðrum leiðind­um. Ef til vill er nóg að leigja bíl part úr ferðinni, t.d. þá daga sem haldið er út fyr­ir þétt­býlið.

Skoðaðu og myndaðu bíl­inn hátt og lágt

Þegar bíll er tek­inn á leigu dug­ar ekk­ert annað en að vera ná­kvæm­ur og erfiður kúnni. Þegar tekið er við lykl­un­um þarf að skoða öku­tækið í þaula og skima eft­ir minnstu risp­um og dæld­um og helst láta starfs­mann vita án taf­ar. Ekki gleyma að líta und­ir bíl­inn – hvort risp­ur eru und­ir fram- og aft­urstuðar­an­um – og aðgæta hvort felg­urn­ar séu risp­u­laus­ar og farþega­rýmið laust við risp­ur og bletti.

Skoðunin þarf að fara fram í góðri birtu og ætti að mynda bíl­inn all­an hring­inn.

Ný­lega bár­ust þær frétt­ir frá Banda­ríkj­un­um að ein stærsta bíla­leigu­keðjan þar sé að inn­leiða sér­staka skanna sem ekið er í gegn­um við upp­haf og endi leig­unn­ar. Gervi­greind kem­ur auga á hvers kyns frá­vik og fær viðskipta­vin­ur­inn send­an reikn­ing um leið ef eitt­hvað er í ólagi. Banda­rísk­ar bíla­leig­ur þóttu oft sveigj­an­legri en þær evr­ópsku þegar kom að um­gengni við bíl­ana, en mögu­lega virðist það vera að breyt­ast.

Ekki gleyma held­ur að skoða stöðuna á bens­ín­tank­in­um í upp­hafi ferðar og gera ráð fyr­ir viðbót­ar­tíma til að finna bens­ín­stöð áður en bíln­um er skilað svo að bæta megi á tank­inn. Það sak­ar held­ur ekki að taka fersk­an um­gang af mynd­um, all­an hring­inn, þegar bíln­um er skilað svo að ekki standi orð á móti orði um ástand bif­reiðar­inn­ar.

Rýndu í skil­mál­ana

Íslensk greiðslu­kort – a.m.k. þau sem eru í fínni kant­in­um – veita handa­hafa yf­ir­leitt fría bíla­leigu­trygg­ingu. Það er leiðin­legt að lesa smáa letrið, en get­ur borgað sig, og rétt að skoða líka hvaða trygg­ing­ar bíla­leig­an sjálf býður til sölu. Við nán­ari at­hug­un gæti eitt­hvað óvænt komið í ljós, eins og t.d. það að ís­lensku korta­trygg­ing­arn­ar und­an­skilja „sér­stak­lega hraðskreið öku­tæki“ og er t.d. ekki með öllu ljóst hvort það ákvæði gildi þá um betri gerðir raf­bíla sem geta spyrnt af stað með sama krafti og ít­alsk­ur sport­bíll.

Í sum­um lönd­um, t.d. víða í Aust­ur-Evr­ópu, hafa bíla­leig­ur það jafn­framt fyr­ir sið að frysta háa upp­hæð á greiðslu­korti viðskipta­vin­ar­ins og skila ekki fyrr en nokkr­um dög­um eft­ir að leigu­tím­an­um lýk­ur. Þessi upp­hæð get­ur hlaupið á mörg­um hundruðum þúsunda króna og er fljót að éta upp korta­heim­ild­ina hjá venju­legu fólki. Get­ur það verið óheppi­legt ef búið er að gera fjár­hags­áætl­un fyr­ir ferðina m.v. ákveðnar for­send­ur, en lenda síðan í svona viðskipta­hátt­um.

Hvar og hvernig á að leggja?

Því miður eru sum lönd, og sum­ar borg­ir, ann­áluð fyr­ir það að bíl­ar verði þar fyr­ir inn­brot­um og skemmd­um. Ef ferðast er á þannig slóðir gæti verið skyn­sam­legra að leggja bíln­um í vöktuðu bíla­stæðahúsi, frek­ar en við kant­inn á fjöl­far­inni gang­stétt.

Vita­skuld ætti að ganga þannig frá verðmæt­um að þau sjá­ist ekki þegar litið er inn í bíl­inn og góð regla, í lok dags, er að tæma bif­reiðina af far­angri og inn­kaupa­pok­um svo að ekk­ert geti freistað þjófa.

Þá er ekki sama hvernig bíl­um er lagt og víða er t.d. fylgst vel með því að bif­reiðum sé lagt í sam­ræmi við akst­urs­stefnu. Sérregl­ur hafa verið sett­ar í sum­um borg­um og í San Francisco gild­ir það t.d. að ef lagt er í halla þarf að snúa fram­hjól­un­um að gang­stétt­inni ef bíll­inn snýr niður í móti, en frá gang­stétt­inni ef bif­reiðin snýr upp í móti. Er þetta varúðarráðstöf­un til að tryggja að mann­laus­ir kyrr­stæðir bíl­ar rúlli ekki lang­ar leiðir ef brems­urn­ar virka ekki sem skyldi. Ef þetta gleym­ist má eiga von á sekt.

Jafn­framt ætti að skima vel og vand­lega eft­ir merk­ing­um sem gefa til kynna hvar má leggja, hvað það kost­ar og hvernig á að borga.

Hvert má aka?

Þeim borg­um fer ört fjölg­andi sem setja bílaum­ferð skorður og leggja gjald á bif­reiðar sem ekið er inn í miðborg­ar­kjarn­ann. All­ur gang­ur er á hversu vel þess­ar aðgangs­stýr­ing­ar eru sýnd­ar með skilt­um og viss­ara að kynna sér aðstæður fyr­ir fram. Oft gild­ir það um fólk sem gist­ir á hót­eli inn­an gjaldsvæðis­ins, að hót­elið sér um að skrá bíl­inn í þar til gerðan aðgangslista – að því gefnu að gest­ur­inn biðji um það – og er þá oft hægt að sleppa við gjaldið.

Farðu var­lega í hring­torg­um og rifjaðu upp um­ferðarmerk­in

Ísland er sér á báti þegar kem­ur að regl­um um for­gang í hring­torg­um. Í öðrum lönd­um hef­ur innri ak­rein ekki for­gang og er sá sem skipt­ir um ak­rein alltaf í órétti.

Á bresk­um hring­torg­um gilda al­veg sér­stak­ar regl­ur, en þegar ekið er upp að hring­torgi þar í landi má finna skilti sem sýn­ir út­gang­ana á skífu­laga hring­torg­inu. Ef út­gang­ur­inn er vinstra meg­in á skíf­unni þarf að nota ytri ak­rein, en ann­ars velja innri ak­rein­ina.

Svo sak­ar ekki að rifja upp um­ferðarmerk­in. Sum merki, sem varla sjást á ís­lensk­um veg­um geta verið mikið notuð er­lend­is, og ekki skrítið ef að ís­lensk­ir öku­menn séu ekki al­veg með það á hreinu hvað þessi merki eru að reyna að segja þeim. Stund­um geta merk­in líka verið gjör­ólík þeim ís­lensku, eins og t.d. í Jap­an þar sem stopp-merkið er ekki átt­strend­ing­ur held­ur rauður þrí­hyrn­ing­ur á hvolfi.

Und­ir­bú­in, nettengd og með á nót­un­um

Sími með netteng­ingu er þarf­asti þjónn­inn þegar ekið er í út­lönd­um. Þar má leita svara ef eitt­hvað varðandi vega­kerfið vek­ur spurn­ing­ar og leiðsögu­kerfið hjálp­ar öku­manni að kom­ast hratt og vel á leiðar­enda – og leyf­ir hon­um að beina allri at­hygli sinni að um­ferðinni. Ekki gleyma held­ur hleðslu­tæk­inu. Muna þarf að leiðsögu­kerf­um má ekki treysta í blindni: veg­ir geta breyst og aðstæður verið aðrar en leiðsögu­for­ritið held­ur.

Þegar sest er upp í ókunn­ug­an bíl er síðan ágætt að kynn­ast hon­um aðeins áður en lagt er af stað. Stilla sæti og spegla, finna út hvernig ljós­un­um er stýrt og hvernig rúðuþurrk­urn­ar virka. Eins ætti að gaum­gæfa hvort bíll­inn sé í góðu standi: er t.d. næg­ur loftþrýst­ing­ur í öll­um dekkj­um og all­ar per­ur í lagi?

Gott er að hafa seðla og mynt við hönd­ina, t.d. til að borga veg­gjöld – ekki er alltaf hægt að treysta því að borga megi með korti. Þessu tengt er ógalið að skoða fyr­ir fram hvort eiga megi von á að þurfa að greiða vegatolla, og þá hvernig greiðslan fer fram.

Það er góð regla að fá alþjóðlegt öku­skír­teini hjá FÍB áður en ferðalagið hefst. Sums staðar er það nauðsyn­legt og ann­ars staðar get­ur það ein­fald­lega komið í góðar þarf­ir.

Svo er að muna að hvílast reglu­lega. Vega­lengd­irn­ar úti í heimi geta verið lengri en Íslend­ing­ar eru van­ir, og það er meira en að segja það að aka t.d. 500 eða jafn­vel 1.000 km á ein­um degi – hvað þá ef lík­am­inn er að jafna sig á löngu flugi og aðlag­ast nýju tíma­belti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: