Póstkort sem lifnar við

Amsterdam er einstaklega falleg borg með sínum gömlu mjóu húsum, …
Amsterdam er einstaklega falleg borg með sínum gömlu mjóu húsum, sem hlykkjast meðfram síkjunum sem einkenna borgina mynd/thinkstock

Amster­dam er ein­stak­lega sjarmer­andi borg sem er kjör­in fyr­ir huggu­lega helg­ar­ferð með maka eða vin­um. Hún hef­ur margt upp á að bjóða í menn­ingu og list­um og þar þurfa ferðalang­ar ekki held­ur að vera svang­ir. Hægt er að enda kvöldið með róm­an­tískri göngu við ein­hver af fjöl­mörg­um síkj­um borg­ar­inn­ar. 

Amster­dam er ein­stak­lega fal­leg borg með sín­um gömlu mjóu hús­um, sem hlykkj­ast meðfram síkj­un­um sem ein­kenna borg­ina. Borg­in er svo sjarmer­andi að það er erfitt að losna við þá til­finn­ingu að maður hafi dottið inn í póst­kort. Fyr­ir jól­in end­ur­spegl­ast jóla­ljós­in í síkj­un­um, sem eyk­ur bara enn á þessa til­finn­ingu.

Gull­öld þá og nú

Amster­dam er samt miklu meira en þetta; hún er lif­andi borg sem er stöðugt að taka breyt­ing­um og hef­ur mætt mörg­um áskor­un­um eins og hröðum vexti ferðamanna. Ferðamönn­um fjölgaði úr 10 millj­ón­um árið 2012 í 17 millj­ón­ir árið 2015. Gull­öld Amster­dam var kannski á 17. öld þegar borg­in var miðstöð dem­anta­versl­un­ar en hún stend­ur sann­ar­lega í blóma núna.

Mik­il mat­ar­borg

Það er eng­inn skort­ur á veit­inga­stöðum í borg­inni og end­ur­spegl­ar úr­valið þá staðreynd að Hol­land var stór­veldi og átti ný­lend­ur um all­an heim. Ferðamenn ættu ekki að missa af því tæki­færi að borða á ein­um af fjöl­mörg­um indó­nes­ísk­um veit­inga­stöðum borg­ar­inn­ar. Einnig er vel hægt að mæla með mat frá Súr­inam þótt ekki megi gleyma hefðbundnu hol­lensku góðgæti á borð við litl­ar pönnu­kök­ur og sírópsvöffl­ur.

Borg­in er ein af alþjóðleg­ustu borg­um í heim­in­um en þar býr fólk frá að minnsta kosti 177 lönd­um.

Matarmarkaðir af ýmsu tagi hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár …
Mat­ar­markaðir af ýmsu tagi hafa notið mik­illa vin­sælda síðustu ár og einn slík­an er að finna í Food­hal­len. Mynd/​Food­hal­len

Mat­ar­markaðir af ýmsu tagi hafa notið mik­illa vin­sælda síðustu ár og einn slík­an er að finna í Food­hal­len. Þetta er stemn­ings­staður þar sem hægt er að borða sig sadd­an af götumat frá ýms­um lönd­um. Inn­blástur­inn kem­ur frá Tor­vehaller­ne í Kaup­manna­höfn, Merca­do de san Migu­el í Madrid og Borough Mar­ket í London, fyr­ir þá sem þekkja til þar.

Forn­mun­ir og fín­ar dragt­ir

Það er sann­ar­lega auðvelt að versla í Amster­dam en á meðal stórra versl­un­ar­gatna eru Kal­verstra­at og Leidsestra­at en fínni búðir eru m.a. við P.C. Hooftstra­at. Þeir sem vilja forðast stærri keðjur og ferðamanna­fjölda ættu að fara í hverfið Jor­da­an og líka svæði þar við sem er kallað Ne­gen Stra­atj­es eða „níu göt­ur“. Þar eru sjálf­stæðar búðir, smærri búðir með notuð föt og muni auk ein­hverra þekkt­ari nafna. Stemn­ing­in þar er öllu ró­legri.

Ekki má gleyma öll­um mörkuðum borg­ar­inn­ar eins og Al­bert Cuyp-markaðinum og Water­looplein-markaðinum þar sem hægt er að kaupa allt milli him­ins og jarðar.

Í Amsterdam er upplagt að leigja sér hjól og skoða …
Í Amster­dam er upp­lagt að leigja sér hjól og skoða borg­ina á þann máta Mynd/​Thinkstock

Göngu­túr­ar og hjóla­ferðir

Borg­in er ein­stak­lega þétt­byggð þannig að það er hægt að sjá mikið á litlu svæði og auðvelt að ganga á milli margra staða. Ferðamenn ættu líka að vera dug­leg­ir að kanna svæði utan gamla miðbæj­ar­ins en góðir veit­ingastaðir eru um alla borg­ina.

Ferðafólk ætti líka að vera óhrætt við að hoppa upp í spor­vagna til að spara sér spor­in eða leigja sér hjól og ferðast um borg­ina eins og sann­ur Amster­dambúi.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert