Bandarískar stórborgir í endurnýjun

Cleveland í Ohio og Pittsburgh í Pennsylvaníu, breyst mikið og …
Cleveland í Ohio og Pittsburgh í Pennsylvaníu, breyst mikið og laða nú að sér ungt og vel menntað fólk. mynd/HallurMar

Það er ekki langt síðan það kostaði mánaðarlaun verka­manns að kom­ast til Banda­ríkj­anna en sem bet­ur fer er raun­in nú önn­ur. Virk sam­keppni í flug­sam­göng­um hef­ur aukið lífs­gæði hér á landi mikið. Áður en hún kom til hefði verið lang­sótt fyr­ir mig að láta gaml­an draum kon­unn­ar minn­ar ræt­ast, að heim­sækja hið sögu­fræga og ægi­fal­lega Fall­ingwater-hús í Penn­sylvaniu-ríki í Banda­ríkj­un­um, í til­efni af stóraf­mæli. Í leiðinni væri hægt að heim­sækja tvær banda­rísk­ar stór­borg­ir, Pitts­burgh og Cleve­land í Ohio-fylki.

Stál­borg­in á milli fljót­anna

Flogið var til og frá Pitts­burgh í seinni­hluta maí­mánaðar með stoppi í Cleve­land. Pitts­burgh hef­ur eins og svo marg­ar stór­borg­ir gengið í gegn­um end­ur­nýj­un lífdaga á und­an­förn­um árum þar sem gaml­ar bygg­ing­ar fá ný hlut­verk og at­vinnu­lífið þrosk­ast. Borg­in byggðist upp í kring­um öfl­ug­an stáliðnað og ber þess merki. Gaml­ar got­nesk­ar stór­bygg­ing­ar byggðar á upp­gangs­ár­un­um á fyrri hluta síðustu ald­ar eru áber­andi en einnig fjöldi brúa sem liggja yfir stór­fljót­in sem mæt­ast við borg­ina og gerðu hana m.a. hent­uga til stál­flutn­inga. Brýrn­ar munu vera fleiri en 300 tals­ins! Ann­ars eru þétt­ir skóg­ar það sem fyrst gríp­ur augað við kom­una til Penn­sylvaniu.

Séð yfir miðborgina í Cleveland. Torgið er nýlegt og þar …
Séð yfir miðborg­ina í Cleve­land. Torgið er ný­legt og þar er mikið líf. mynd/​Hall­ur­M­ar

Eins og ávallt við kom­una vest­ur um haf vor­um við hálfr­ingluð af þreytu og tíma­mis­mun við kom­una á Omni William Penn-hót­elið sem á sér meira en hundrað ára sögu. Þar mun sjón­varps­stjarn­an Bob Hope hafa beðið eig­in­konu sinn­ar og menn á borð við John F. Kenn­e­dy gerðu sér glaðan dag í glæsi­leg­um sal­arkynn­um hót­els­ins. Þau hafa lík­lega lítið breyst á öll­um þess­um árum. Það er alltaf eitt­hvað sér­stakt og kunn­ug­legt við að upp­lifa þessa hlið Banda­ríkj­anna. Þrátt fyr­ir flugþreytu var lítið annað í stöðunni en að taka létt­an skoðun­ar­göngu­túr um ná­grennið og panta sér svo drykk á Spea­kea­sy-barn­um í kjall­ar­an­um.

Warhol-safnið í Pittsburgh, með verkum og munum Andy Warhol, ættu …
War­hol-safnið í Pitts­burgh, með verk­um og mun­um Andy War­hol, ættu all­ir sem heim­sækja borg­ina að skoða. mynd/​Hall­urMár

Tveim­ur dög­um skyldi eytt í að kanna Pitts­burgh, söfn og versl­an­ir áður en haldið yrði til Fall­ingwater. Fyrsta verkið var að kíkja á Andy War­hol-safnið en listamaður­inn, sem setti lík­lega mark sitt um­fram aðra koll­ega sína á 20. öld­ina, ólst upp í borg­inni. Safnið er því nokkuð veg­legt og hef­ur að geyma mikið af verk­um og per­sónu­leg­um mun­um popp­ar­ans sér­vitra. Sér­stak­lega var inn­setn­ing­in Silf­ur­púðar frá ár­inu 1966 með svört­um veggj­um, silfruðum gas­púðum og kraft­mikl­um vift­um eft­ir­minni­leg. Á safn­inu er einnig ara­grúi af frá­bær­um teikn­ing­um War­hols sem hafði mikið dá­læti á að teikna prívat­parta sam­ferðamanna sinna, enda drátt­hag­ur með ein­dæm­um.

Verk eftir flesta stóru meistarana er að finna á listasafninu …
Verk eft­ir flesta stóru meist­ar­ana er að finna á lista­safn­inu í Cleve­land. mynd/​Hall­urMár

Safnið var lík­lega hápunkt­ur Pitts­burgh-dval­ar­inn­ar ásamt máltíðum á Ace-hót­el­inu, fyrr­nefndu William Penn-hót­eli og á veit­ingastað sem heit­ir því lát­lausa nafni Meat & Potatoes. Þar þurft­um við reynd­ar að fylgj­ast með raun­um ólán­samr­ar ungr­ar konu á næsta borði og lífs­vilj­an­um fjara úr aug­un­um á henni með hverri setn­ingu sem sjálf­hverf­ur sessu­naut­ur henn­ar lét út úr sér. Lík­lega hef­ur ekk­ert orðið af stefnu­móti núm­er tvö þar.

Rúma klukku­stund tek­ur að keyra frá Pitts­burgh til Fall­ingwater-húss­ins sem að margra mati er það fal­leg­asta sem byggt var á 20. öld­inni. Þeirri heim­sókn voru gerð ít­ar­leg skil á mbl.is fyr­ir stuttu. Á Laurel High­lands-svæðinu þar sem húsið stend­ur er þó hægt að gera margt fleira. Flúðasigl­ing­ar eru vin­sæl­ar og þá ætti hjól­reiðafólk að finna eitt­hvað við sitt hæfi á svæðinu. Great Alleg­heny Passa­ge rail trail-leiðin ligg­ur um svæðið en það er 240 kíló­metra leið sem breytt var úr lest­ar­leið í hjóla­stíg og nýt­ur mik­illa vin­sælda.

Fallingwater-húsið eftir Frank Lloyd Wright er einstakt og þangað kemur …
Fall­ingwater-húsið eft­ir Frank Lloyd Wright er ein­stakt og þangað kem­ur mik­ill fjöldi fólks. Sam­tök arki­tekta í Banda­ríkj­un­um völdu það feg­ursta hús 20. ald­ar. Mynd/​Hall­urMár

Körfu­boltaæði í Cleve­land

Bíl­ferðin frá Fall­ingwater til Cleve­land tek­ur rúm­ar þrjár klukku­stund­ir en bæði er hægt að fljúga til Pitts­burgh og Cleve­land með ís­lensku flug­fé­lög­un­um. Cleve­land er öllu dýna­mísk­ari borg en Pitts­burgh og virðist hafa upp á meira að bjóða fyr­ir ferðalanga. Þar hef­ur einnig átt sér stað mik­il end­ur­nýj­un á síðustu árum, bæði í skipu­lagi miðbæj­ar­ins og með yf­ir­haln­ingu á gömlu bygg­ing­un­um sem marg­ar eru fal­leg­ar.

Lík­lega þekkja marg­ir Cleve­land helst sem heima­borg Le­bron James, eins besta körfu­bolta­manns sög­unn­ar. Þegar við vor­um á staðnum lék Cleve­land Ca­valiers ein­mitt í úr­slita­keppni NBA-deild­ar­inn­ar við kelt­ana frá Bost­on sem setti skemmti­leg­an svip á borg­ar­brag­inn. Tveir sæmi­lega kennd­ir stuðnings­menn Celtics gengu inn með lát­um í íþrótta­vöru­versl­un sem ég var stadd­ur í og spurðu, svo und­ir tók í versl­un­inni, hvar Celtics-vör­urn­ar væri að finna? Án þess að hugsa sig tvisvar um sagði af­greiðslu­kon­an þeim að koma til sín, hún væri með þær hjá sér. Skelli­hlæj­andi að eig­in fyndni gengu Celtics-menn­irn­ir roggn­ir til henn­ar til að kíkja á úr­valið en var þó ekki jafn skemmt þegar hún tók upp rusla­föt­una og til­kynnti þeim að þetta væri allt og sumt sem hún ætti fyr­ir stuðnings­menn Celtics. Hlaut hún góðar und­ir­tekt­ir viðstaddra en það var lágt risið á þeim grænklæddu þegar þeir hörfuðu rjóðir sína leið.

The Arcade í Cleveland er fallegur staður sem var byggður …
The Arca­de í Cleve­land er fal­leg­ur staður sem var byggður seint á 19. öld. Mik­il vakn­ing er í að viðhalda göml­um fal­leg­um bygg­ing­um í borg­inni. Mynd/​Hall­urMár

Borg­in sit­ur við Lake Earie eitt af stóru vötn­un­um fimm og gerði staðsetn­ing­in borg­ina að miðstöð versl­un­ar og flutn­inga á árum áður. Við vatnið er skemmti­legt hafn­ar­hverfi með úr­vali af veit­inga­stöðum og kaffi­hús­um. Sjúkra­húsið í borg­inni þykir afar gott og þangað sæk­ir margt fólk sem mennt­ar sig í heil­brigðis­fræðum. Borg­in er þekkt fyr­ir að vera heim­ili Rock and Roll Hall of Fame, sem hljóm­ar í mín­um eyr­um eins og of­vax­inn Hard Rock-staður, en á þeim stutta tíma sem við dvöld­um í borg­inni ákváðum við frek­ar að heim­sækja lista­safn borg­ar­inn­ar, Cleve­land muse­um of art. Það kem­ur skemmti­lega óvart en safnið hef­ur í gegn­um tíðina fengið rausn­ar­leg­ar pen­inga­gjaf­ir og stend­ur afar vel fjár­hags­lega, þar er að finna þekkt verk eft­ir marga af helstu mál­ur­um sög­unn­ar og mikið af egypsk­um og asísk­um forn­mun­um. Kraft­mik­il leik­hús- og söng­leikja­menn­ing ásamt af­burða sin­fón­íu­hljóm­sveit eru einnig á meðal þess sem borg­in hef­ur upp á að bjóða. Í flest­um banda­rísk­um stór­borg­um er hægt að leita uppi góða veit­ingastaði og mæltu heima­menn með Lux sem er fyr­ir utan miðborg­ina þar sem nýir snún­ing­ar eru tekn­ir á mat frá Miðjarðar­haf­inu og mikið er lagt upp úr að spila rétta tónlist og skapa stemn­ingu. Óhætt að mæla með því.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert