Barselóna að hætti Mörtu Rúnar

Marta Rúna og Arnór búa miðsvæðis í Barcelona þar sem …
Marta Rúna og Arnór búa miðsvæðis í Barcelona þar sem er mikið líf. Ljósmynd/Aðsend

Marta Rún Ársæls­dótt­ir ætlaði upp­haf­lega að prófa það að búa í Bar­sel­óna í eitt ár þegar Arn­óri Ey­vari Ólafs­syni, sam­býl­is­manni henn­ar, bauðst gott starf þar ytra. Núna rúm­um tveim­ur árum síðar seg­ir hún ekk­ert ákveðið hvenær þau snúi heim enda fari af­skap­lega vel um þau í borg­inni. „Ég bý mjög miðsvæðis í Bar­sel­óna í hverfi sem kall­ast Eixample. Við erum bara tvö og völd­um því hverfi sem hef­ur mikið líf, stutt í frá­bæra veit­ingastaði og í raun stutt á alla helstu staði gang­andi eða með lest,“ seg­ir Marta sem hef­ur í nógu að snú­ast en auk þess að standa í ströngu við að ljúka BA-rit­gerð í miðlun og al­manna­tengsl­um frá Há­skól­an­um á Bif­röst held­ur hún úti vin­sælu mat­ar­bloggi á Trend­net.

Marta Rún elskar að ganga um borgina og njóta fegurðarinnar.
Marta Rún elsk­ar að ganga um borg­ina og njóta feg­urðar­inn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Marta seg­ist fara ferða sinna að mestu gang­andi og njóta þannig borg­ar­inn­ar og ferska lofts­ins. „Ráð sem fyrr­ver­andi pró­fess­or, er ég hafði í New York, kenndi mér var að fólk á of oft til að flýta sér með straumn­um þegar kem­ur að því að labba um stór­borg­ir og gleym­ir að horfa í kring­um sig á fólkið, bygg­ing­ar og hluti sem eru að ger­ast þannig að ég nýt þess að labba og horfa og njóta.“

Hver er eft­ir­læt­is veit­ingastaður­inn þinn?

Það er mér ótrú­lega erfitt að velja einn upp­á­haldsveit­ingastað því þeir eru svo marg­ir. Einn staður sem við för­um alltaf aft­ur og aft­ur á er tap­as-staður­inn Vinit­us sem býður upp á ferska rétti dags­ins á hverj­um degi ásamt klass­ísk­um tap­as á mat­seðli.

Eft­ir­læt­issafn?

Í Bar­sel­óna get­ur þú farið á alls kon­ar söfn. Það er mjög stórt og þekkt Picasso-safn í Born-hverf­inu. Það er hægt að fara inn í þekkt­ustu bygg­ing­ar Gaudí og það er hægt að taka lest á Sal­vador Dali-safnið

Eft­ir­læt­is kaffi­hús?

Það kaffi­hús sem ég nýt mín best að setj­ast niður og njóta er Café Jaime Berie­stein. Það er inn­an­hús­arki­tekt sem rek­ur þenn­an ótrú­lega fal­lega veit­ingastað og kaffi­hús. Svo rek­ur hann litla lífstíls­búð sem hægt er að labba inn í af veit­ingastaðnum og kaupa meðal ann­ars alla þá fal­legu hluti sem eru inni á veit­ingastaðnum.

Marta Rún ásamt vinkonum sínum í vínsmökkun.
Marta Rún ásamt vin­kon­um sín­um í víns­mökk­un. Ljós­mynd/​Aðsend

Drauma­dag­ur í borg­inni?

Vakna snemma og byrja dag­inn á góðum morg­un­mat og kaffi. Labba um og skoða þær frægu bygg­ing­ar sem borg­in hef­ur upp á að bjóða og mögu­lega kíkja í versl­an­ir sem þig lang­ar að fara í. Spán­verj­ar borða seint þannig að veit­ingastaðir í há­deg­inu eru ekki al­menni­lega byrjaðir fyrr en um 2 leytið. Fara svo seinni part­inn í El Born-hverfið sem er eitt elsta hverfi Barcelona og með mörg­um litl­um þröng­um göt­um með æðis­leg­um litl­um versl­un­um, vín­bör­um og veit­inga­stöðum. Ef veðrið er gott þá að setj­ast niður á flott­an roof top bar með út­sýni yfir borg­ina og slappa af. Kvöld­mat­ur hér er síðan ekki fyrr en um 9 leytið og þá er málið að fara í ein­hvern góðan spænsk­an tap­as sem er ekki of túrist­a­leg­ur.

Hver er þín lík­ams­rækt?

Ég er hepp­in að eiga spænska vin­konu sem er lík­ams­rækt­ar­fé­lag­inn minn. Við för­um sam­an í rækt­ina á morgn­ana og þegar veðrið er gott tök­um við jafn­vel létt skokk niður á strönd og til baka.

Hvað er ómiss­andi að sjá?

Mér þykir alltaf jafn skrýtið að heyra að fólk fari til Barcelona og skoði ekki kirkj­una Sa­grada Família. Þetta meist­ara­verk Ant­oni Gaudí er ein þekkt­asta bygg­ing heims en fjöld­ann all­an af fal­leg­um bygg­ing­um eft­ir hann má sjá um borg­ina. Það sem ég hef líka alltaf verið að mæla með við fólk er að taka stutta lest­ar­ferð úr miðborg­inni og koma við í fal­legu vín­héruðunum í kring, fara í heim­sókn um vín­ekru og smökk­un.

Hvað er að ger­ast í borg­inni á næst­unni?

Ég fæ ótal fyr­ir­spurn­ir um hvað eigi að gera, hvað eigi að sjá, borða og hug­mynd­ir að ferðum fyr­ir fólk. Í sum­ar ætla ég mér að hjálpa hóp­um, vin­kon­um, vin­um eða hvað eina að skipu­leggja þeirra drauma­ferð til Bar­sel­óna. Hvort sem mark­miðið sé að versla og borða góðan mat eða fara í dags­ferðir um vín­ekr­ur með mig sem far­ar­stjóra. Læra allt um sögu tap­as og/​eða að elda þá eða nokk­urra daga ferðir um strand­bæi ná­lægt borg­inni til að slappa af í para­dís. Hægt er að senda mér tölvu­póst á net­fangið mart­ar­un@trend­net.is fyr­ir frek­ari upp­lýs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert