Hið litríka Harlem

Har­lem ligg­ur norðarlega á Man­hatt­an, frá norðurenda Central Park og að 155. stræti. Mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar síðan hverfið þótti stór­hættu­legt en lík­lega var versta tíma­bil hverf­is­ins á ár­un­um 1970 til 1989. Fal­legu hús­in sem byggð voru af ríku fólki í upp­hafi tutt­ug­ustu ald­ar voru á þess­um árum í al­gerri niðurníðslu og íbú­ar Har­lem fá­tæk­ir svart­ir Banda­ríkja­menn. Rusli var oft­ar en ekki hent út um glugg­ana og náðu oft hrúg­urn­ar upp á aðra hæð húsa. Rottufar­ald­ur geisaði í hverf­inu og allt flóði í eit­ur­lyfj­um. Morð og glæp­ir voru dag­legt brauð, enda hættu sér fáir þangað á þess­um árum.

Har­lem þótti samt sem áður eft­ir­sótt­ur staður til þess að hlusta á góða tónlist og djamma og voru þeir ófá­ir fræg­ir tón­list­ar­menn og lista­menn sem hættu sér í hverfið til þess annað hvort að skemmta sér eða að kaupa eit­ur­lyf.

Kjúk­ling­ur á vöfflu

Hús­in í Har­lem eru ákaf­lega sjarmer­andi, hlaðin úr brún­um múr­stein­um, og setja svip á hverfið. Þau hafa nú verið gerð upp og göt­urn­ar marg­ar ákaf­lega fal­leg­ar. Kirkj­ur eru á hverju götu­horni og hægt er að fara í messu á sunnu­dög­um og hlýða á gospelkór.

Breiðgat­an sem ligg­ur í gegn­um hverfið og skipt­ir því í aust­ur og vest­ur ber nafnið Lenox Avenue en geng­ur einnig und­ir nafn­inu Malcolm X Bou­lev­ard. Á þeirri götu er skemmti­legt að rölta og ekki vant­ar veit­ingastaðina þar! Bæði má finna þar nýja staði og eins gamla rót­gróna staði sem marg­ir bjóða upp á „soul food“ og „com­fort food“. Þar er mat­ur­irnn djúp­steikt­ur, vel kryddaður og skammt­arn­ir stór­ir að Banda­ríkjasið. Steikt­ur kjúk­ling­ur, jafn­vel ofan á vöfflu, er lostæti.

Á Red Rooster koma margir til að hittast, borða góðan …
Á Red Rooster koma marg­ir til að hitt­ast, borða góðan mat og hlusta á lif­andi tónlist. mynd/​as­disas­geirs

Veit­ingastaður­inn Sylvia's hef­ur steikt kjúk­linga ofan í gesti og gang­andi í 55 ár, og jafn­vel má sjá Bill Cl­int­on bregða þar fyr­ir, en hann býr víst í ná­grenn­inu. Aðrir vin­sæl­ir staðir eru Red Rooster, sem býður einnig upp á suður­ríkjamat, en með sænsku ívafi, en hinn heimsþekkti sænski kokk­ur Marcus Samu­els­son ræður þar ríkj­um. Í kjall­ar­an­um þar er Ginny's Supp­er Club þar sem til­valið er að fara í sunnu­dags­dög­urð og hlusta á gospelkór í leiðinni. Óhætt er að mæla með þess­ari skemmt­un og mat­ur­inn er frá­bær!

Tveir góðir fransk­ir staðir eru í göt­unni; Chez Lucienne og Baraw­ine, og ít­alski staður­inn Babbalucci er með bestu pítsurn­ar. Á mörg­um þess­ara staða er lif­andi tónlist á kvöld­in, oft ljúf­ur djass eða blús.

Gling­ur og djass

Á 125. stræti, sem ligg­ur þvert á Lenox, má finna versl­an­ir ým­iss kon­ar og jafn­vel er þar hægt að kaupa gull­tenn­ur, glitrandi föt og hár­koll­ur, en tísk­an í Har­lem er skraut­leg. Þar má líka finna hið þekkta Apollo-leik­hús en marg­ir fræg­ustu söngv­ar­ar Am­er­íku hafa stigið þar á svið, eins og Aretha Frank­lin, James Brown, Michael Jackson, Little Rich­ard og Ella Fitz­ger­ald svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir. Nú er hægt að fara þangað á miðviku­dags­kvöld­um á Ama­te­ur Nig­ht, en þar stíga viðvan­ing­ar á svið, öðrum til skemmt­un­ar.

Harlem er þekkt fyrir djass og í Minton’s Playhouse má …
Har­lem er þekkt fyr­ir djass og í Mint­on’s Playhou­se má njóta mat­ar og tón­list­ar. Mynd/​as­disas­geirs

Í hverf­inu má finna nokkra góða djassklúbba, eins og Mint­on's Playhou­se, Showm­ans Jazz club og the Cott­on club. Á Mint­on's Playhou­se er hægt að njóta kvölds­ins yfir góðum kvöld­verði og djassi en dag­skrá­in er þétt þar alla daga.

Hjól­reiðar í garðinum

Þegar gengið er niður Lenox frá norðri lend­ir maður beint á garðinum stóra, Central Park, en norðurend­inn er ákaf­lega fal­leg­ur með tjörn, sund­laug og lystig­arði. Þar er hægt að rölta um og sjá skjald­bök­ur í vatn­inu, íkorna og þvotta­birni. Auðvelt er að leigja sér hjól og hjóla hring­inn í kring­um garðinn; það er ótrú­lega skemmti­leg upp­lif­un, bæði fyr­ir börn og full­orðna. Hjól er alls staðar að finna á City Bike stönd­um, en nokkr­ar slík­ar stöðvar er að finna á Lenox Avenue.

Norðurendi Central Park liggur við Harlem og gaman er að …
Norðurendi Central Park ligg­ur við Har­lem og gam­an er að leigja sér hjól og hjóla hring­inn í kring­um þenn­an fal­lega garð. Það er góð skemmt­un fyr­ir alla ald­urs­hópa. mynd/​as­disas­geirs

Stemm­ing­in í Har­lem er engri lík og mjög ólík því sem hægt er að upp­lifa í hverf­un­um niðri í bæ. Það er ótrú­lega auðvelt að skella sér í neðanj­arðarlest og fara út á á horn­inu á Lenox og 125. stræti, skoða sig um í hverf­inu, borða góðan mat og rölta svo niður í garð.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert