Ævintýraleg afþreying á Suðurlandi

Heilmikið af afþreyingu er í boði á Suðurlandinu.
Heilmikið af afþreyingu er í boði á Suðurlandinu. Ljósmynd/Aðsend

„Vetr­ar­frí fjöl­skyld­unn­ar er verk­efni sem er til­komið vegna þess að við vild­um draga fram fjöl­breytta mögu­leika sem fjöl­skyld­an get­ur gert sam­an í vetr­ar­frí­inu á Suður­landi, fá fjöl­skyld­ur til þess að koma og vera á Suður­landi í vetr­ar­frí­inu. Það þarf ekki alltaf að fara lang­ar leiðir til þess að kom­ast í skemmti­lega afþrey­ingu eða magnaða upp­lif­un,“ seg­ir Anna V. Sig­urðardótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Markaðsstofu Suður­lands.

Verk­efnið fór af stað síðastliðið haust og var unnið í sam­starfi við fag­hóp sveit­ar­fé­laga um ferðamál á Suður­landi. Mark­mið verk­efn­is­ins er að draga fram fjöl­breytta mögu­leika sem fjöl­skyld­an geta gert sam­an á Suður­landi í vetr­ar­frí­inu. Það þarf ekki alltaf að fara lang­ar leiðir til þess að kom­ast í skemmti­lega afþrey­ingu eða magnaða upp­lif­un.

„Suður­land er sann­ar­lega ekki síður fyr­ir Íslend­inga en er­lenda ferðamenn, hér er hátt þjón­ustu­stig og fjöl­breytt­ir mögu­leik­ar í afþrey­ingu fyr­ir alla fjöl­skyld­una hvort sem fólk vill fara í dags­ferðir eða lengri ferðir,“ seg­ir Anna

Suður­land er ein­stak­ur áfangastaður og hef­ur í raun og veru allt sem Ísland hef­ur upp á að bjóða, s.s. fossa, fjöll, jökla, eyðis­anda, jarðhit­ann og hraunið auðvitað. Síðan má ekki gleyma mó­lend­inu, sjálfsprottn­um birki­skóg­um og öðrum skóg­um þar sem kjörið er að njóta úti­vist­ar. Á Suður­landi er gott aðgengi, stutt í nátt­úruperl­ur og ótrú­lega margt í boði á litlu svæði, allt frá há­lendi niður að sjó.

Ævintýraleg skemmtun í faðmi jökla á Suðurlandinu.
Ævin­týra­leg skemmt­un í faðmi jökla á Suður­land­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Suður­land býður upp á spenn­andi upp­lif­un og æv­in­týra­lega skemmt­un fyr­ir alla fjöl­skyld­una í vetr­ar­frí­inu. Úr mörgu er að velja í afþrey­ingu hvort sem það er göngu­ferð um sögu­staði, skóga eða svart­ar fjör­ur, hesta­ferð með heima­fólki, fræðsla í gróður­húsi, jökla­ferðir, hella­ferðir eða heim­sókn í sund­laug­ar á svæðinu. Söfn­in eru fjöl­mörg og víða áhuga­verðar sýn­ing­ar í boði fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Það má með sanni segja að Suður­land sé æv­in­týrak­ista sem geym­ir ógleym­an­lega upp­lif­un hvort sem farið er í, æv­in­týra­ferð um Kötlu jarðvang sem end­ar með heim­sókn á æv­in­týra­eyj­una í suðri eða spenn­andi ferð inn í æv­in­týra­ríkið und­ir Vatna­jökli þar sem hægt er að skoða stærsta jök­ul Evr­ópu og fjöl­breytt dýra­líf.

Á vest­ur­svæðinu er síðan hægt að fara í æv­in­týra­leg­ar hring­ferðir um allt svæðið, Gullna hring­inn þekkja all­ir en hann er stærri en marg­ur held­ur og mögu­leik­ar á fjöl­breytt­um hring­leiðum marg­ir.

Fjöl­breytt úr­val er af veit­ing­um og gist­ingu á Suður­landi. Góðir veit­ingastaðir eru um allt svæðið þar sem víða er lögð mik­il áhersla á að bjóða afurðir af svæðinu og nýta mat­væli úr heima­byggð. Gist­ing er fjöl­breytt og auðvelt er að finna gist­ingu fyr­ir alla fjöl­skyld­una s.s. íbúðir, gisti­hús, bændag­ist­ingu, hót­el o.fl.

Með því að ferðast um heima­byggð styrkj­um við þjón­ustu og afþrey­ingu sem er í boði á okk­ar svæði og stuðlum að því að sú þjón­usta verði áfram í boði bæði fyr­ir heima­menn og gesti. Já­kvæð áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar birt­ast m.a. á Suður­landi með því að núna er hægt að fara á fjölda framúrsk­ar­andi veit­inga- og kaffi­húsa og upp­lifa fjöl­breytta afþrey­ingu vegna þess að með til­komu ferðamanna til lands­ins er orðið mögu­leiki að reka þessa þjón­ustu. Heima­menn njóta síðan góðs af og er kjörið tæki­færi núna þegar vetr­ar­frí­in byrja að nýta sér þessa þjón­ustu og njóta upp­lif­un­ar í heima­byggð.


Anna seg­ir að gott sé að skipu­leggja ferðalagið vel þegar ferðast er að vetri til hvort sem hugað er að gist­ingu, veit­ing­um eða afþrey­ingu. Með því er hægt að tryggja að upp­lif­un­in af ferðinni sé sem allra best. „Ferðaþjón­ustuaðilar verða með ýmis til­boð með sér­stakri áherslu á fjöl­skyld­una í vetr­ar­frí­inu, nán­ari upp­lýs­ing­ar um til­boðin og hug­mynd­ir að því sem fjöl­skyld­an get­ur notið og gert sam­an á Suður­landi er á heimasíðu Markaðsstofu Suður­lands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert