Ein fjölbreyttasta borg Þýskalands

Frankfurt, sem Þjóðverj­ar kalla Frankfurt am Main til aðgrein­ing­ar frá Frankfurt an der Oder, er ein fjöl­breytt­asta borg Þýska­lands og kem­ur flest­um á óvart sem hana sækja og ímynda sér að þar sé aðeins að finna önn­um kafna kaup­sýslu­menn. Vissu­lega er hún suðupunkt­ur fjár­mála­starf­semi í Evr­ópu, með seðlabanka álf­unn­ar og eina mik­il­væg­ustu kaup­höll í heimi, en hún er líka borg öfl­ugs menn­ing­ar­lífs, merki­legr­ar sögu, stór­kost­legra versl­un­ar­gatna, safna, mat­ar og alls kyns for­vitni­legra viðburða.

Fjöl­breyti­leiki og ólík­ar hliðar borg­ar­inn­ar end­ur­spegl­ast í bygg­ing­ar­list­inni og um­hverf­inu, þar sem er að finna leif­ar frá fyrstu byggð Róm­verja í borg­inni, bygg­ing­ar­kjarna frá miðöld­um um og svo stærstu og nú­tíma­leg­ustu há­hýsi Þýska­lands en ólíkt öðrum borg­um lands­ins er þau að finna í kjarn­an­um en ekki útjaðri byggðar­inn­ar. Þetta gef­ur borg­inni skemmti­leg­an svip. Það er auðvelt að fljúga til Frankfurt all­an árs­ins hring og ekki verra að stefna þangað í des­em­ber þegar jóla­markaður borg­ar­inn­ar er í gangi. 

Römerberg breytist í ævintýraland í kringum jólin.
Rö­mer­berg breyt­ist í æv­in­týra­land í kring­um jól­in. Mynd/​GettyIma­ges

Gengið um Rö­mer­berg

Hvergi finna ferðalang­ar sterk­ar fyr­ir nú­tím­an­um og gamla tím­an­um mæt­ast en þegar gengið er um Rö­mer­berg, ráðhús­torgið í miðborg­inni. Yfir ráðhús­inu sem byrjað var að byggja á 15. öld, Nikulás­ar­kirkju og torg­inu sem er frá upp­hafi byggðar í Frankfurt glitt­ir í há­hýsi bank­anna enda er borg­in stund­um í gríni kölluð „Main­hatt­an“. Mæli sér­stak­lega með að snæða snit­sel í há­deg­is­verð á veit­ingastaðnum Schw­arzer Stern sem er á ráðhús­torg­inu sjálfu eða Kloster­hof sem er í næsta ná­grenni. Komið svo við í sögu­safn­inu við hliðina á Nikulás­ar­kirkju. Það var stofnað á 19. öld og kynnið ykk­ur m.a. merki­lega keis­ara­sögu borg­ar­inn­ar. Rö­mer­berg er svo æv­in­týri lík­ast þegar jóla­markaður­inn stend­ur yfir.

Borða meira og meira

Það versta við að yf­ir­gefa Frankfurt er að geta ekki prófað fleiri veit­ingastaði. Und­ir­rituð hef­ur borðað á velflest­um staðanna sem hér er mælt með: Namaste India býður upp á ind­versk­an mat á heimsklassa. Staður­inn er lít­ill og huggu­leg­ur og Þjóðverj­ar sjálf­ir elska staðinn. Staður­inn er ei­lítið út fyr­ir miðju borg­ar­inn­ar og það er tals­verð þraut að fá bíla­stæði og það er því gott að leggja tím­an­lega af stað því það þarf aðeins að hring­sóla í leit að stæði. Raun­ar er starfs­fólkið svo al­menni­legt að einn þjónn­inn endaði á að leyfa okk­ur að leggja í starfs­manna­stæðið sitt.

Maturinn á Medici minnir á listaverk.
Mat­ur­inn á Medici minn­ir á lista­verk. Mynd/​Medici

Veit­ingastaður­inn Medici er ekki einn af ódýru stöðum borg­ar­inn­ar en sann­ar­lega einn af þeim bestu og fáguðustu. Ef það er asp­a­s­upp­skera skuluð þið a.m.k. kosti fá ykk­ur ein­hvern rétt með asp­as, jafn­vel smakkseðil í því þema. Geggjað carpaccio og rækj­ur í risotto voru m.a. á okk­ar mat­seðli. Marg­ir sækja staðinn til að gæða sér á 60 mánaða gam­alliíberí­ko-skinku sem bráðnar í munni.

Zu den 12 Aposteln er staður­inn fyr­ir kvöld­stund með heima­mönn­um yfir þýsk­um bjór og hefðbundn­um þýsk­um mat í stór­um skömmt­um og marg­ir rétt­irn­ir eru ætlaðir til að deila. Þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í þýsk­um mat­arkúltúr gætu til dæm­is pantað sér Frankfur­t­er-platt­ann til að deila og svo spenn­andi steik með.

African Qu­een er enn eitt dæmið um hve veit­ingastaðir Frankfurt eru fjöl­breytt­ir. Eþíópísk­ur mat­ur er þar í fyr­ir­rúmi og endi­lega ræðið við þjón­ana um hvað er gott að panta því flest­um Íslend­ing­um er þessi mat­ur frek­ar fram­andi, þjón­arn­ir eru mjög hjálp­leg­ir. Ævin­týra­lega góður mat­ur og gam­an að prófa al­gjör­lega eitt­hvað nýtt.

Restaurant Franca­is er svo frönsk mat­ar­gerð eins og hún ger­ist best, á dá­sam­lega fal­leg­um stað í miðborg­inni, hvít­dúkaður með kon­ung­leg­um blóma­skreyt­ing­um. Ví­ná­huga­menn lofa þenn­an stað í há­stert þar sem vín­list­inn þykir framúrsk­ar­andi

Senckenberg-náttúrugripasafnið sem á stærsta safn beinagrinda stærri risaeðlna í Evrópu.
Sencken­berg-nátt­úrugripa­safnið sem á stærsta safn beina­grinda stærri risaeðlna í Evr­ópu. Mynd/​GettyIma­ges

Risaeðlur og Picasso

Eitt skemmti­leg­asta safn borg­ar­inn­ar er Sencken­berg-nátt­úrugripa­safnið sem á stærsta safn beina­grinda stærri risaeðlna í Evr­ópu. Staedel-lista­safnið ætti einnig að vera á lista ferðamanna, þar sem þeir skoða verk gömlu meist­ar­anna, svo sem Botticell­is, upp í fræg­ustu lista­verk ná­læg­ari tíma; Mo­net, Degas, Picasso og miklu fleiri.

Bíla­áhuga­mönn­um má benda á Klassiksta­dt, sem ger­ir klass­ísk­um bíla­teg­und­um fyrri tíma góð skil á stóru sýn­ing­ar­svæði. Einnig er stutt að skreppa út fyr­ir Frankfurt í dags­ferð, til dæm­is Heidel­berg og Rot­hen­burg og drekka þar í sig miðald­ir, gamla há­skóla og tíma liðinna alda. Marg­ir vilja helst ekki yf­ir­gefa borg­ir án þess að sjá al­menni­lega yfir þær.

Þá er Main-turn­inn, eitt helsta kenni­leiti borg­ar­inn­ar, best til þess fall­inn. Þetta 200 hæða há­hýsi, það fjórða hæsta í Þýskalandi öllu, er eini skýja­kljúf­ur borg­ar­inn­ar sem er með sér­stak­an út­sýn­ispall op­inn al­menn­ingi.

Zeil er suðandi mannlífspunktur með spennandi verslanir hvarvetna.
Zeil er suðandi mann­lífspunkt­ur með spenn­andi versl­an­ir hvarvetna. Mynd/​Istockp­hoto

Aukataska fyr­ir inn­kaup

Að fylla ferðatösk­urn­ar af fatnaði og alls kyn smá­vöru er ein­stak­lega auðvelt í Frankfurt. Verðið er hag­stæðara en hér­lend­is og hægt er að finna hvað sem er í borg­inni. Fyr­ir allt það flott­asta í fatnaði á ágætis­verði má mæla með Peek og Clopp­en­burg sem hef­ur að geyma fjöld­ann all­an af tísku­merkj­um á nokkr­um hæðum und­ir einu þaki við eina skemmti­leg­ustu göngu­götu borg­ar­inn­ar; Zeil.

Marg­ar fá­bær­ar versl­an­ir og versl­un­ar­miðstöðvar, standa við Zeil og er mikið líf á göt­unni sjálfri. Góð kaup á lúxusvarn­ingi er hægt gera á Goet­hestrasse sem er raun­ar kölluð „lúx­us­gat­an“ af heima­mönn­um. Ekki er síður skemmti­legt að skoða í glugg­ana. Schiller­strasse er virki­lega skemmti­leg á föstu­dög­um þegar götu­markaðir eru sett­ir upp með ávöxt­um, hand­gerðum mun­um og fleiru. Á þessu svæði færðu jafn­framt minja­grip­ina.

Ber­ger Strasse sýn­ir svo ei­lítið öðru­vísi hlið borg­ar­inn­ar, með sér­versl­un­um ungra hönnuða, notuðum tískufatnaði. Eft­ir lang­an versl­un­ar­dag er gott að slaka á á ein­um af kaffi­hús­um, ísbúðum eða veit­inga­stöðum „gúr­met-göt­unn­ar“ Grosse Bocken­heimer Strasse.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert