Engin undankomuleið

Brynhildur ásamt kenískri nöfnu sinni. Hún segir að það hafi …
Brynhildur ásamt kenískri nöfnu sinni. Hún segir að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hún hitti börnin sem hún er búin að styrkja í mörg ár. Mynd/SólveigJónsdóttir

Kjart­an Jóns­son hef­ur margoft komið til Afr­íku í tengsl­um við hjálp­ar­starf og nám­skeiðahald. Í júní síðastliðnum fór hann í tveggja vikna ferð til Ken­ía og Tans­an­íu ásamt hópi vina og fjöl­skyldumeðlima á aldr­in­um þrett­án til átta­tíu ára.

Í hópn­um voru, auk Kjart­ans, eig­in­kona hans, Sól­veig Jón­as­dótt­ir, og börn þeirra, Jón­as Há­kon og Inga Sól­ey; móðir Kjart­ans, Inga Þyri Kjart­ans­dótt­ir, og henn­ar maður, Bergþór Úlfars­son; og Bryn­hild­ur, syst­ir Kjart­ans, ásamt eig­in­manni henn­ar, Er­lendi Ólafs­syni, og dætr­um þeirra, Gunn­hildi og El­ínu Hall­dóru. Auk þess voru vina­hjón með í för, Guðrún Hall­dórs­dótt­ir og Ólaf­ur Jó­hanns­son og son­ur þeirra, Axel. All­ir í hópn­um, fyr­ir utan Kjart­an, Sól­veigu og Bergþór, voru að koma á þess­ar slóðir í fyrsta sinn.

Öll fjölskyldan samankomin. Frá vinstri til hægri: Axel Ólafsson, Ólafur …
Öll fjöl­skyld­an sam­an­kom­in. Frá vinstri til hægri: Axel Ólafs­son, Ólaf­ur Jó­hanns­son, Guðrún Hall­dóra Sveins­dótt­ir, Bergþór Úlfars­son, Inga Þyri Kjart­ans­dótt­ir, Kjart­an Jóns­son, Jón­as Há­kon Kjart­ans­son, Er­lend­ur Þór Ólafs­son, Gunn­hild­ur Katrín Er­lends­dótt­ir, Bryn­hild­ur Jóns­dótt­ir, Elín Hall­dóra Er­lends­dótt­ir, Sól­veig Jón­as­dótt­ir og Inga Sól­ey Kjart­ans­dótt­ir fremst. Mynd/Ú​reinka­safni

Til­gang­ur ferðar­inn­ar var að heim­sækja fóst­ur­börn sem fjöl­skyld­an hef­ur styrkt í gegn­um árin í Naíróbí í Ken­ía og kíkja á skóla við Vikt­oríu­vatn sem fé­lagið Vin­ir Ken­ía hef­ur stutt um ár­araðir; auk þess að ganga frá samn­ingi um bygg­ingu vatnstanks við lít­inn skóla í Tans­an­íu.

Inga Þyri og Bryn­hild­ur hafa einnig stutt fjöl­mörg börn í skól­an­um Little Bees í fá­tækra­hverfi Naíróbí í mörg ár. Það er því óhætt að segja að ferðin hafi haft mikið til­finn­inga­legt gildi, sér­stak­lega fyr­ir þær mæðgur.

„Ég hafði ekki komið þarna áður,“ seg­ir Bryn­hild­ur, „og þetta var al­gjör­lega ólýs­an­legt. Þetta var mjög til­finn­ingaþrungið. Að fá að hitta börn­in sem maður er bú­inn að styrkja og börn­in sem ég er búin að fylgj­ast með frá því þau voru tveggja ára. Þess­ir dag­ar sem við vor­um þarna voru bara ein gæsa­húð.“

Eins og það ger­ist verst

Sól­veig fór til Ken­ía fyr­ir tólf árum og heim­sótti þá Little Bees-skól­ann. „Sú upp­lif­un sit­ur ennþá í mér. Skól­inn er inni í miðju fá­tækra­hverfi og þarna eru opin hol­ræsi og eig­in­lega bara eins og það ger­ist verst.“ Hún seg­ir þó mikið hafa breyst til batnaðar og aðbúnaður barn­anna sé orðinn mun betri en hann var þá. Hún hafi líka séð mik­inn mun á börn­un­um. „Það er greini­lega vel hugsað um þau, þau voru opin og ör­ugg. Það var líka ann­ar andi þarna og bygg­ing­arn­ar orðnar miklu betri.“

Hluti af fósturbörnunum í Little Bees. Aðbúnaður þeirra hefur farið …
Hluti af fóst­ur­börn­un­um í Little Bees. Aðbúnaður þeirra hef­ur farið batn­andi. Mynd/​Bryn­hild­ur­Jóns­dótt­ir

Kjart­an tek­ur und­ir með Sól­veigu og seg­ir að þegar hann hafi fyrst komið í skól­ann hafi svæðið verið eitt drullu­svað. „Þetta var bara röð af hreys­um úr báru­járni og þarna rann í raun­inni bara ræsi í gegn­um staðinn. Þá voru um þrjá­tíu til fjöru­tíu börn í skól­an­um en nú eru þau um þrjú hundruð.“ Hann seg­ir að hverfið sé enn gríðarlega fá­tækt og um­hverfið í kring­um skól­ann beri þess merki. En aðstaðan í skól­an­um sjálf­um sé góð og í stað báru­járnskof­anna séu nú komn­ar styrkt­ar bygg­ing­ar með stein­steyptu gólfi í stað mold­argólfa.

Beðin um að lýsa hús­næðinu seg­ir Bryn­hild­ur að þótt það þætti ekki flott á ís­lensk­an mæli­kv­arða sé það mjög fínt miðað við um­hverfið í kring­um skól­ann. „Allt er mjög snyrti­legt inn­an­dyra. Áður rann skólpið í gegn inni í skól­an­um þegar rigndi þannig að það kom upp mala­ría. Það var því mikið heil­brigðismál að loka þessu og fé­lagið Little Bees safnaði fyr­ir því,“ seg­ir Bryn­hild­ur.

„Einu sinni kom upp kólerufar­ald­ur og þá dóu held ég þrjú börn. Þarna eru ber gólf og vegg­ir og búið að teikna kennslutöfl­ur á vegg­ina. En það er í raun nán­ast ekk­ert kennslu­efni, þannig lagað séð.“

Hvernig var upp­lif­un­in að koma inn í fá­tækra­hverfið?

„Það er ekk­ert mjög geðslegt að koma þarna að, maður þarf til dæm­is að klofa yfir fljót­andi ræsi,“ seg­ir Kjart­an. Bryn­hild­ur tek­ur í sama streng og seg­ir að það sé ekk­ert skipu­lagt grunn­kerfi þarna. „Það kem­ur eng­inn að hirða sorpið, það er ekk­ert renn­andi vatn og það eru eng­in al­menn­ingskló­sett. Og já, aðkom­an að skól­an­um... Það eru svona eins og litl­ir skurðir í miðjum veg­in­um þar sem alls kon­ar flýt­ur og þegar rign­ir, eða er blautt, þá gýs upp al­veg ólýs­an­leg lykt.“ Þau fengu ein­mitt að upp­lifa það þegar rigndi á meðan á heim­sókn­inni stóð. „Og þetta búa börn­in við. Sum í skóm og sum ekki,“ bæt­ir Bryn­hild­ur við.

Íslenska landsliðið mætt

Þeim ber öll­um sam­an um að ís­lenski hóp­ur­inn hafi fengið góðar mót­tök­ur. Bryn­hild­ur seg­ir al­gjört fót­boltaþema hafa verið í gangi, enda Ísland að keppa á heims­meist­ara­mót­inu á þess­um tíma. Það hafi verið slegið upp fót­bolta­leik milli þjóðanna og ken­ísku börn­in hafi verið búin að merkja treyj­urn­ar sín­ar með nöfn­um ís­lensku landsliðsmann­anna. „Þannig að allt ís­lenska landsliðið var hrein­lega mætt,“ seg­ir Bryn­hild­ur og bros­ir að minn­ing­unni. „Þjóðsöng­ur­inn var spilaður og allt.“

„Ísland vann með tveim­ur mörk­um gegn einu,“ seg­ir Kjart­an. „Það fór reynd­ar aðeins um mann því aðstæðurn­ar þarna voru í raun stór­hættu­leg­ar. Það var spilað mjög þröngt og sitt hvor­um meg­in við voru báru­járnshús með hvöss­um brún­um.“ Bryn­hild­ur seg­ir þetta vera aðstæður barn­anna til leiks og Vini Little Bees langi meðal ann­ars að bæta leikaðstöðuna og setja upp gott leik­svæði fyr­ir börn­in.

Íslenski hópurinn ferðaðist frá Kenía yfir til Tansaníu og stoppaði …
Íslenski hóp­ur­inn ferðaðist frá Ken­ía yfir til Tans­an­íu og stoppaði meðal ann­ars við Vikt­oríu­vatn. Mynd/​Sól­veigJón­as­dótt­ir

Eft­ir tveggja daga dvöl í Naíróbí hélt hóp­ur­inn af stað yfir til Tans­an­íu. Sól­veig skipu­lagði ferðina ásamt Kjart­ani. „Hann þekk­ir auðvitað vel til á þessu svæði, enda bú­inn að koma þarna margoft og ég svo sem komið þarna einu sinni líka,“ seg­ir Sól­veig. „Við viss­um al­veg nokk­urn veg­inn hvar við vild­um gista; við vor­um auðvitað með börn­in og tengdó sem er öðru­vísi en þegar maður er bara einn á ferð. Þannig að við vild­um hafa ákveðin þæg­indi, eins og sund­laug og fjöl­skyldu­her­bergi. Ég sá ekki fyr­ir mér að fljúga með börn­in mín til Afr­íku og hafa þau svo í öðru her­bergi.“ Þau Sól­veig og Kjart­an pöntuðu flug og gist­ingu á net­inu og Sól­veig seg­ir það allt hafa gengið vel og allt hafa staðist. Það hafi ekk­ert komið á óvart og hlut­irn­ir voru eins og þeir höfðu verið á mynd­un­um. Á ein­um stað hafi þau fengið rangt her­bergi af­greitt en því hafi strax verið kippt í lag.

Hóp­ur­inn dvaldi í Naíróbí í tvo daga en hélt svo af stað yfir til Tans­an­íu. „Við leigðum rútu með bíl­stjóra,“ seg­ir Sól­veig, „og keyrðum í gegn­um Ken­ía í átt að Kisumu við Vikt­oríu­vatnið. Þar fór­um við yfir með ferju og héld­um svo áfram þaðan til Tans­an­íu.“

Flest­ir for­eldr­ar sem hafa keyrt lang­ar vega­lengd­ir með börn og ung­linga vita að þol­in­mæði þeirra get­ur verið af skorn­um skammti.

Leidd­ist ung­ling­un­um ekk­ert að sitja svona lengi í bíl?

„Ó, nei,“ seg­ir Sól­veig. Maður þurfti ekk­ert að hafa áhyggj­ur af því að nein­um leidd­ist eða að ein­hver væri límd­ur við síma­skjá­inn. Krakk­arn­ir horfðu bara út um glugg­ann enda var allt í gangi þarna úti,“ seg­ir Sól­veig.

Ljón­in kom­in eft­ir tvo, þrjá daga

Hóp­ur­inn heim­sótti Serengeti-þjóðgarðinn í Tans­an­íu. Hann er rúm­lega þrett­án þúsund kíló­metr­ar að stærð, með fjöl­breyttu dýra­lífi og stór­feng­legri nátt­úru. Farið var í þriggja daga jeppa­ferð í gegn­um þjóðgarðinn og þau Kjart­an, Sól­veig og Bryn­hild­ur eru sam­mála um að sú upp­lif­un hafi verið ein­stök.

„Ég hef ferðast mjög mikið, en ég hefði ekki trúað því hvað þetta var mik­il upp­lif­un,“ seg­ir Sól­veig. „Við vor­um í jepp­um sem hægt var að opna topp­inn á og maður gat næst­um því teygt sig yfir í næsta ljón.“

„Þetta var magnað; miklu magnaðra en ég hefði haldið,“ seg­ir Kjart­an sem hafði áður farið í lít­inn þjóðgarð í Nak­uru í Ken­ía. „Það var ekk­ert þessu líkt. Þarna í Serengeti horfði maður á enda­laus­ar gnýja­hjarðir fara yfir veg­inn fyr­ir fram­an okk­ur; það sá ekki fyr­ir end­ann á þeim.“

Hópurinn fékk að stoppa til að taka myndir af dýrunum …
Hóp­ur­inn fékk að stoppa til að taka mynd­ir af dýr­un­um en eng­inn mátti fara út úr bíl­un­um. Mynd/Ó​laf­ur­Jó­hans­son

Sól­veig seg­ir þau hafa stoppað af og til fyr­ir mynda­tök­ur en þau hafi hvergi mátt fara út úr bíl­un­um. „Við stoppuðum á ein­um stað til að fylgj­ast með hlé­b­arða sem var með unga uppi í tré. En um leið og hann stökk niður úr trénu og labbaði í átt­ina að okk­ur var ekið af stað aft­ur. En við til dæm­is stoppuðum heil­lengi, nokkra metra frá ljón­um, að taka mynd­ir.“ Sól­veig seg­ir bíl­un­um hafa verið ekið eft­ir ákveðnum slóðum en eng­inn hafi mátt skipta sér af dýr­un­um. „Við sáum til dæm­is sært dýr en verðirn­ir sögðu að það mætti ekk­ert gera við því, ljón­in yrðu kom­in eft­ir tvo, þrjá tíma.“

Í þjóðgarðinum gisti hóp­ur­inn í lúx­ustjöld­um sem þau Bryn­hild­ur, Kjart­an og Sól­veig segja að hafi einnig verið mik­il upp­lif­un. Þar hafi ekki verið nein­ar girðing­ar og þau hafi heyrt í dýr­un­um á nótt­unni. Eng­inn hafi farið út úr tjöld­un­um eft­ir að rökkva tók nema vörður fylgdi viðkom­andi. Þá varð að gefa vörðunum merki með flautu, vasa­ljósi eða í gegn­um tal­stöð.

Voruð þið ekk­ert hrædd?

„Nei, ég svaf alla vega svaka­lega vel all­an tím­ann,“ seg­ir Sól­veig og hlær. „Í svona ferð er maður bara í ákveðnum gír, var­kár og auðvitað stressaður en ekk­ert meira hrædd­ur í þess­um aðstæðum held­ur en ann­ars staðar. Maður var al­veg jafn hrædd­ur bara í um­ferðinni inni í borg.“

Síðasta dag­inn í Tans­an­íu fór hóp­ur­inn í aðra safaríferð, í þjóðgarðinum Ng­orongo. „Þetta er í raun­inni eld­gíg­ur sem maður keyr­ir ofan í og hann er sneisa­full­ur af dýr­um í mik­illi ná­lægð,“ seg­ir Sól­veig. „Það er líka mikið af Masai-stríðsmönn­um þarna og mörg Masai-þorp sem hægt er að heim­sækja. Það var mjög áhuga­vert að koma þarna og sjá að fólk skuli lifa við þess­ar aðstæður. Þetta var mjög frum­stætt. Eig­in­lega bara skelfi­legt. Kofarn­ir eru svo­lítið mis­mun­andi. Þarna eru huggu­leg­ir leir­kof­ar en svo líka taðkof­ar. Þetta var auðvitað sér­kenni­leg upp­lif­un; að fólk búi við þess­ar aðstæður en svo sé bara sjón­varp ekk­ert langt frá og all­ir nettengd­ir.“

Hvað fannst ykk­ur standa upp úr í ferðinni?

 „Börn­in,“ seg­ir Bryn­hild­ur. „Þau voru svo glöð og ynd­is­leg.“

„Þjóðgarður­inn,“ seg­ir Sól­veig og bæt­ir við að hún hefði viljað hafa meiri tíma. „Ég hefði gjarn­an viljað hafa eina viku í viðbót, við fór­um yfir svo stórt svæði á stutt­um tíma.“

Kjart­an seg­ir margt eft­ir­minni­legt úr ferðinni. „Meðal ann­ars það að liggja í tjald­inu í þjóðgarðinum og hlusta á dýr­in úti í nótt­inni, skammt frá manni. Svo var gam­an þegar við sett­umst inn á bar, sem var nú bara báru­járnskofi, og horfðum á ís­lenska landsliðið keppa við það níg­er­íska á HM. Sjón­varpið var með sól­ar­sellu sem þurfti að slökkva á í hlé­inu.“ Hann hlær að minn­ing­unni þegar Íslend­ing­arn­ir þurftu frá að hverfa, held­ur lúpu­leg­ir, á meðan Afr­íku­menn voru afar kát­ir.

Í Serengeti-þjóðgarðinum gisti hópurinn í lúxustjöldum.
Í Serengeti-þjóðgarðinum gisti hóp­ur­inn í lúx­ustjöld­um. Mynd/​Sól­veig Jón­as­dótt­ir

Bryn­hild­ur, Kjart­an og Sól­veig segja að heim­sókn­in hafi haft mik­il áhrif á ís­lensku krakk­ana sem hafi strax farið að velta upp hug­mynd­um hvernig þeir gætu lagt sitt af mörk­um. „Dæt­ur mín­ar voru dá­lítið aum­ar eft­ir heim­sókn­ina fyrsta dag­inn í Little Bees. Það reyn­ir á að geta bara hjálpað nokkr­um börn­um en ekki öll­um,“ seg­ir Bryn­hild­ur.

„Ég held að krakk­arn­ir hafi upp­götvað þessi grimmi­legu ör­lög sem fólk get­ur átt, hvort sem það eru krakk­ar á þeirra aldri eða full­orðið fólk. Fá­tækt er eitt, en það er bara eng­in undan­komu­leið þarna,“ seg­ir Sól­veig að lok­um.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert