Orlando að hætti Brynju Dan

Brynja og sonur hennar njóta sín í sundlauginni í Reunion-hverfinu.
Brynja og sonur hennar njóta sín í sundlauginni í Reunion-hverfinu. Ljósmynd/Aðsend

„Ég fíla Flórída ótrú­lega vel, en maður þarf nátt­úru­lega að vera á bíl þannig að þetta er ekki Teneri­fe-fíl­ing­ur­inn,“ seg­ir hún. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Brynja heim­sæk­ir þess­ar slóðir en áður hef­ur hún ferðast um svæðið ásamt vin­konu sinni. „Ég er svo hepp­in kona að ég fer stund­um með vin­konu minni og fjöl­skyld­unni henn­ar í hús þarna á ynd­is­leg­um stað. Þau hafa sagt mér allt sem þarf að vita og hvert þarf að fara.“

Gott að byrja dag­inn í sund­laug­inni

Brynja kýs að vera í ein­býl­is­húsi með sund­laug í Or­lando og hef­ur áður verið í Windsor Hills-hverf­inu. „Það er mjög kósý og næs að geta eldað heima. Svo er klúbbhús með leik­tækj­um fyr­ir krakk­ana, rækt og alls kon­ar afþrey­ing. Í þetta skiptið vor­um við á svæði sem heit­ir Reuni­on Resort í íbúð sem er hluti af hót­el­inu. Við höfðum aðgang að sjö sund­laug­um sem eru hver ann­arri skemmti­legri.“

Orlando fór vel með Brynju og fjölskyldu.
Or­lando fór vel með Brynju og fjöl­skyldu. Ljós­mynd/​Aðsend

Brynja seg­ist oft­ast byrja dag­inn úti við sund­laug og nýta svo síðdegið og kvöld­in til að versla og stúss­ast. „Ég hef farið í Magic Kingdom og það var fínt fyr­ir svona lít­il kríli sem og Epcot og allt Disney en þar sem minn gaur er orðinn 10 ára þá varð Uni­versal fyr­ir val­inu í síðustu tvö skipti. Hann fer ekki í rúss­íbana en mamma hans er rúss­íbana­sjúk­ling­ur svo þar er ein­hvern veg­inn allt af öllu. Ég mæli með að kaupa Park To Park-miða í Uni­versal Studi­os og Advent­ure Is­land. Báðir eru mjög skemmti­leg­ir en Hulk-rúss­íban­inn og Harry potter-tækið eru MUST!“

Hvar er besti borg­ar­inn?

Segja mætti að Brynja væri sér­fræðing­ur þegar kem­ur að versl­un og afþrey­ingu, svo hef­ur hún líka af­skap­lega góðan mat­arsmekk. „Ég elska Disney Springs, þar elsk­ar son­ur minn stað sem heit­ir T rex. Mat­ur­inn er fínn en snýst meira um upp­lif­un­ina. Ég mæli með að taka með sér eyrnatappa þar sem þetta er mjög „busy“ staður og all­ir vel þreytt­ir eft­ir hann en þess virði fyr­ir kríl­in.“ Fyr­ir þá sem kjósa ró­legri upp­lif­un mæl­ir Brynja með veit­ingastaðnum Bo­at­hou­se. „Ég mæli með að sitja úti ef veður leyf­ir þar sem það er ekki eins kósý inni.“ Brynju er svo ekki sleppt án þess að blaðamaður for­vitn­ist um hvar bestu ham­borg­ar­ana sé að finna á svæðinu. „Upp­á­halds burger-staður­inn minn er In n' Out, svo er líka möst að henda sér i einn kjúlla­burger á Shake Shack eða burger á Burgerfi.“ 

Þeir sem vilja fylgj­ast með Brynju Dan geta fundið hana á In­sta­gram und­ir brynja­dan og á Snapchat und­ir brynja Dan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert