Zürich að hætti Siggu

Sigga segir borgina hafa upp á margt að bjóða.
Sigga segir borgina hafa upp á margt að bjóða. Ljósmynd/aðsend

Hún hef­ur unnið í lög­fræðigeir­an­um frá ár­inu 2012 ásamt því að vera með sína eig­in ráðgjöf í mannauðsmá­l­um og sinnt nefnd­ar­setu hjá Mannauði, fé­lagi mannauðsfólks á Íslandi.

Hún starfar í dag við sitt eigið ráðgjafa­fyr­ir­tæki S/​P Consulting og vinn­ur sem ráðgjafi fyr­ir 50 sk­ills ráðgjöf á sviði mannauðsmá­la en hún hef­ur verið þeim inn­an hand­ar frá stofn­un fé­lags­ins í ráðgjafa­hópi fé­lags­ins. Jafn­framt held­ur hún úti heimasíðunni www.siggap.com þar sem hún er sinn­ir verk­efn­um tengd­um skipu­lagn­ingu á ferðum og viðburðum í Zürich. 

Hvar býrðu í borg­inni?

Ég bý í hverf­inu Ober­strass sem er í um 15 mín­útna göngu­færi frá miðbæn­um og steinsnar frá spor­vagna­stöðinni sem tek­ur mann 4 mín­út­ur að kom­ast í bæ­inn með. 

Hversu lengi hef­urðu búið í borg­inni?

Icelanda­ir flýg­ur beint til Zürich og ég hef nýtt mér það óspart og farið ótal ferðir á milli Íslands og Sviss en Ásgeir kærast­inn minn er hér í sér­námi í tann­lækn­ing­um. Ég hef því verið með ann­an fót­inn hérna síðasta árið og bý hér núna. 

Sigga og Ásgeir, kærasti hennar, við Lugano-vatnið.
Sigga og Ásgeir, kær­asti henn­ar, við Lugano-vatnið. Ljós­mynd/​aðsend

Hvernig ferðastu á milli staða?

Í fyrsta skipti frá því að ég fékk bíl­próf erum við ekki með bíl enda geng ég eða hjóla flest sem ég fer og nýti mér spor­vagn­ana þegar ég  þarf. Þegar við ferðumst þá ein­fald­lega leigj­um við okk­ur bíl og skjót­umst í fjallið á skíði eða í roa­dtrip.

Hver er eft­ir­lætisveit­ingastaður­inn þinn?

Það eru marg­ir staðir sem gam­an er að fara á í borg­inni. Ég elska ít­alsk­an mat og við för­um oft á Vap­ino. Við eig­um okk­ur upp­á­halds ind­versk­an stað sem við för­um reglu­lega á og heit­ir New Bombay. Hann er í gamla bæn­um og þar er hægt að fá einn besta tikka masala-kjúk­linga­rétt sem ég hef fengið. Í ein­um hjóla­t­úrn­um mín­um upp­götvaði ég líka æðis­leg­an stað í snar­brattri hæðinni fyr­ir ofan göt­una okk­ar sem ger­ir hann að geggjuðum út­sýn­is­stað með frá­bær­um mat og heit­ir Sor­ell Hotel Zürich­berg.

Þegar ég er í bæn­um og lang­ar að fá mér drykk, góðan asísk­an fusi­on mat og stemm­ingu fer ég á „rooftop”-staðinn sem er á efstu hæð Mod­issa sem er á Bahnhofstrasse. All­ir ættu því að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi.

Eft­ir­lætiskaffi­hús?

Held ég nefni staðina Milchb­ar og Puro sem eru fald­ir gim­stein­ar rétt hjá Bahnhofstrasse í bak­g­arði þar sem hægt er að sitja inni og úti í fal­legu um­hverfi. Brunch-staður­inn Babu´s Bakery & Cof­feehou­se er líka í miklu upp­á­haldi hjá okk­ur.

Drauma­dag­ur í borg­inni?

Ég held að ég verði að segja að það sé úti­vist, þó að ég elski að rölta um borg­ina og horfa á mann­lífið þá nýti ég tím­ann minn mikið í að upp­götva nýja staði, hvort sem það er á racer-num mín­um eða í fjall­göngu. Okk­ur finnst gam­an að labba upp og hlaupa niður Uetli­berg sem er fjall rétt fyr­ir utan Zürich. Á toppn­um er út­sýni yfir allt vatnið og borg­ina ásamt út­sýni yfir að ölp­un­um. Drauma­dag­ur í Zürich myndi því hljóma svona: Brunch á Babu´s Bakery/​Cof­feehou­se sem er svo fal­legt og krútt­legt kaffi­hús sem býður upp á æðis­leg­an brunch. Þaðan er hægt að rölta um bæ­inn, kíkja í búðir og ganga að vatn­inu. Mér finnst gam­an að fylgj­ast með mann­líf­inu, vera og njóta, þess vegna vil ég ekki vera með of mikið plan. Þar sem ég elska tón­leika þá væri það of­ar­lega á list­an­um mín­um ásamt því að leigja hjól eða rölta á safn. Ég er oft spurð að því hvað hægt sé að gera í borg­inni og því hef ég verið að taka að mér skipu­lagn­ingu á ferðum og viðburðum í Zürich. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um það er að finna á heimasíðunni minni.

Sigga ásamt dætrum sínum í blíðskaparveðri.
Sigga ásamt dætr­um sín­um í blíðskap­ar­veðri. Ljós­mynd/​Aðsend

Hver er þín lík­ams­rækt?

Götu­hjól­reiðar eru mín lík­ams­rækt en við erum líka dug­leg að fara í fjall­göng­ur, skíði og tök­um reglu­lega hlaup í nær­liggj­andi garða. Ég verð samt að viður­kenna að ég er eng­inn hlaup­ari og sé alltaf eft­ir tím­an­um sem ég er ekki á hjól­inu en það er auðveld­ara fjöl­skyldu­sport að hend­ast í garðinn, gera æf­ing­ar og leika sér við poll­inn þar. Við reyn­um að virkja alla fjöl­skyld­una í hreyf­ingu og úti­vist og gera þetta að sam­veru­stund­un­um okk­ar. Á vet­urna stunda ég inni­hjól í hjóla­stúd­íó-i sem er ná­lægt heim­il­inu en það jafn­ast ekk­ert á við það að fá bruna í lær­in og púls­inn upp þó að ég velji úti hjól­reiðarn­ar all­an dag­inn.

Hvað er ómiss­andi að sjá?

Ég myndi segja að all­ir verði að labba í gamla bæn­um, tylla sér á ein­hvern fal­legu staðanna sem liggja við ána, fá sér hress­ingu og horfa á mann­lífið. Það er líka upp­lagt að fara að Lake Zürich og labba meðfram því, setj­ast í garðinn eða á klöpp al­veg við vatnið og dást að út­sýn­inu. Þegar það er heitt í veðri för­um við mikið niður að ánni Limm­at sem ligg­ur í gegn­um borg­ina en þar safn­ast íbú­ar henn­ar sam­an, fá sér drykk og jafn­vel kæla sig með því að skella sér í ána og láta sig reka niður með henni. Um dag­inn fór ég með stelp­urn­ar í dýrag­arðinn sem er 3 km frá heim­il­inu okk­ar og mér fannst það nú lúmskt gam­an. Víns­mökk­un á vín­ekru var hluti af óvissu­ferð sem ég skipu­lagði síðasta sum­ar en þá fór­um við og kíkt­um á Hauks­son Wine. Hösk­uld­ur Hauks­son er vín­ekru­bóndi í nær­liggj­andi bæ og það er magnað að koma þangað og sjá snar­bratt­ar brekk­urn­ar með hundrað ára göml­um vínvið og alp­ana allt í kring.

Upplagt er að skoða vínekrurnar í kringum borgina.
Upp­lagt er að skoða vín­ekr­urn­ar í kring­um borg­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

Við prófuðum líka að fara á sleða í bæ sem heit­ir Flumser­berg en þar er sér­stök sleðabraut þar sem ung­ir sem aldn­ir skemmta sér eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn. Eins og heyra má þá er eitt­hvað fyr­ir alla í borg­inni eða nær­liggj­andi stöðum. 

Hvað er að ger­ast í borg­inni á næst­unni?

Fræg­ir tón­list­ar­menn eru dug­leg­ir að koma hingað og fór­um við til að mynda síðasta sum­ar á Ed Sheer­an. Í sum­ar er Pink að spila hérna en tón­list­ar­menn sækja mikið í að koma hingað og halda tón­leika sem er al­gjör­lega frá­bært. Árstíðarbundn­ir viðburðir eru vin­sæl­ir meðal íbúa og um jól­in er ynd­is­legt að vera hér því þá er jóla­markaður á Bell­evue sem eng­inn má missa af. Markaður­inn er á torg­inu fyr­ir fram­an stór­feng­lega bygg­ingu óper­unn­ar. Jóla­markaður­inn stend­ur frá lok­um nóv­em­ber og Glühwein er “must have” þar sem það get­ur verið kalt hér frá nóv­em­ber til fe­brú­ar/​mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert