Bestu borgararnir í London

Borgararnir á Mother Flipper virðast eins konar goðsagnir í heimi …
Borgararnir á Mother Flipper virðast eins konar goðsagnir í heimi hamborgara. Ljósmynd/MotherFlipper

Ham­borg­ar­ar eru sí­vin­sæll kost­ur og flest­ir sem hafa smekk fyr­ir þeim, þeir geta aft­ur á móti verið eins ólík­ir og þeir eru marg­ir. Breska tíma­ritið The Jackal tók á dög­un­um sam­an lista yfir allra bestu borg­ar­ana í borg­inni en þess má geta að list­inn er alls ekki tæm­andi.

Mot­her Flipp­er

The Dirty Barbie burger frá veit­ingastaðnum Mot­her Flipp­er virðist vera ein­hvers kon­ar goðsögn í heimi ham­borg­ar­anna. Á hon­um er tvö­falt kjöt, am­er­ísk­ur ost­ur, BBQ-sósa, sætt bei­kon og lauk­ur. Staðsetn­ing­ar og nán­ari upp­lýs­ing­ar um Mot­her Flipp­er má finna hér. 

Besti borgarinn í London 2016.
Besti borg­ar­inn í London 2016. Ljós­mynd/​Mac&Wild

Burger & Beyond

Veit­ingastaður­inn opnaði í Shor­ed­itch árið 2016 eft­ir að hafa verið nokk­ur ár þar á und­an í ein­föld­um mat­ar­bíl sem ferðaðist á milli svæða. Á mat­seðlin­um er sérmeðhöndlað kjöt á girni­leg­um borg­ur­um, djúp­steikt­ir kjúk­ling­ur í Rice Krispies-deigi og trufflu burrata-ost­ur sem eng­inn ætti að láta fram hjá sér fara. 

Góður hamborgari er gulli betri, eða hvað?
Góður ham­borg­ari er gulli betri, eða hvað? Ljos­mynd/​Burger&beyond

Mac & Wild

Skosk­ur hágæðaham­borg­arastaður sem býður upp á fjöl­breytt­an og girni­leg­an mat­seðil. Þess má geta að ham­borg­ari frá þess­um veit­ingastað var val­inn sá allra besti í borg­inni árið 2016. Veni­moo-borg­ar­inn, sá sig­ur­sæli, inni­hélt meðal ann­ars bernaise-sósu og kara­meliseraðan lauk.

Amerískir hamborgar eins og þeir gerast bestir í London.
Am­er­ísk­ir ham­borg­ar eins og þeir ger­ast best­ir í London. Ljos­mynd/​Redrooster

Red Rooster

Am­er­ísk­ir ham­borg­ar­ar eins og þeir ger­ast best­ir í London. Veit­ingastaður­inn opnaði árið 2017 og hef­ur nú þegar sett sitt mark á ham­borg­ara­heim­inn. Á mat­seðlin­um er líka að finna ým­iss kon­ar girni­leg­an mat eins og djúp­steikt­an kjúk­ling, rif og rækju­rétti. Þess má geta að boðið er upp á lif­andi tónlist öll kvöld vik­unn­ar.

Að lok­um má svo að sjálf­sögðu ekki gleyma hinum al­ís­lenska Tomm­i's Burger Jo­int en hann hef­ur svo sann­ar­lega verið að gera það gott á er­lendri grundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert