Bestu borgararnir í London

Borgararnir á Mother Flipper virðast eins konar goðsagnir í heimi …
Borgararnir á Mother Flipper virðast eins konar goðsagnir í heimi hamborgara. Ljósmynd/MotherFlipper

Hamborgarar eru sívinsæll kostur og flestir sem hafa smekk fyrir þeim, þeir geta aftur á móti verið eins ólíkir og þeir eru margir. Breska tímaritið The Jackal tók á dögunum saman lista yfir allra bestu borgarana í borginni en þess má geta að listinn er alls ekki tæmandi.

Mother Flipper

The Dirty Barbie burger frá veitingastaðnum Mother Flipper virðist vera einhvers konar goðsögn í heimi hamborgaranna. Á honum er tvöfalt kjöt, amerískur ostur, BBQ-sósa, sætt beikon og laukur. Staðsetningar og nánari upplýsingar um Mother Flipper má finna hér. 

Besti borgarinn í London 2016.
Besti borgarinn í London 2016. Ljósmynd/Mac&Wild

Burger & Beyond

Veitingastaðurinn opnaði í Shoreditch árið 2016 eftir að hafa verið nokkur ár þar á undan í einföldum matarbíl sem ferðaðist á milli svæða. Á matseðlinum er sérmeðhöndlað kjöt á girnilegum borgurum, djúpsteiktir kjúklingur í Rice Krispies-deigi og trufflu burrata-ostur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 

Góður hamborgari er gulli betri, eða hvað?
Góður hamborgari er gulli betri, eða hvað? Ljosmynd/Burger&beyond

Mac & Wild

Skoskur hágæðahamborgarastaður sem býður upp á fjölbreyttan og girnilegan matseðil. Þess má geta að hamborgari frá þessum veitingastað var valinn sá allra besti í borginni árið 2016. Venimoo-borgarinn, sá sigursæli, innihélt meðal annars bernaise-sósu og karameliseraðan lauk.

Amerískir hamborgar eins og þeir gerast bestir í London.
Amerískir hamborgar eins og þeir gerast bestir í London. Ljosmynd/Redrooster

Red Rooster

Amerískir hamborgarar eins og þeir gerast bestir í London. Veitingastaðurinn opnaði árið 2017 og hefur nú þegar sett sitt mark á hamborgaraheiminn. Á matseðlinum er líka að finna ýmiss konar girnilegan mat eins og djúpsteiktan kjúkling, rif og rækjurétti. Þess má geta að boðið er upp á lifandi tónlist öll kvöld vikunnar.

Að lokum má svo að sjálfsögðu ekki gleyma hinum alíslenska Tommi's Burger Joint en hann hefur svo sannarlega verið að gera það gott á erlendri grundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka