Æðruleysið mikilvægt

Birna kampakát eftir að hafa keppt í hálfum járnmanni í …
Birna kampakát eftir að hafa keppt í hálfum járnmanni í Elsinore í Danmörku 17. júní síðastliðinn. Hún lenti í sjöunda sæti af 85 konum í sínum aldursflokki. Alls voru syntir 1,9 kílómetrar, hjólaðir 90 kílómetrar og hlaupinn 21,1 kílómetri. Mynd/HalldórÍsakÓlafsson

Þríþraut er krefj­andi íþrótta­grein sem sam­an­stend­ur af sundi, hjól­reiðum og hlaup­um þar sem keppt er í mis­mun­andi vega­lengd­um. Sú þekkt­asta er lík­lega svo­kallaður járn­karl (e. Ironman) sem sam­an­stend­ur af 3,8 kíló­metra sundi, 180 kíló­metra hjól­reiðum og 42,2 kíló­metra hlaupi. Vega­lengd­irn­ar í hálf­um járn­karli eru, eins og nafnið gef­ur til kynna, helm­ingi styttri.

Birna Íris Jóns­dótt­ir, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni hjá Sjóvá, keppti í sum­ar í hálf­um járn­karli í Els­in­ore í Dan­mörku. Hún varð í sjö­unda sæti af 85 kon­um sem tóku þátt í henn­ar ald­urs­flokki og seg­ist vera í skýj­un­um með ár­ang­ur­inn í keppn­inni, sem hún lauk á tím­an­um 5:03:20.

„Það gekk allt upp hjá mér í þess­ari keppni. Ég átti gott sund, var önn­ur fljót­asta kon­an í mín­um ald­urs­flokki, og hjólaði vel. Ég byrjaði hlaupið vel en hljóp síðustu tíu kíló­metr­ana hæg­ar en ég hafði von­ast til,“ seg­ir Birna, sem skráði sig í keppn­ina síðastliðið haust. Keppn­in fór svo fram í Els­in­ore á þjóðhátíðar­degi Íslend­inga, 17. júní.

„Fjöl­skylda mín var með mér; börn­in mín þrjú, tengda­dótt­ir, for­eldr­ar mín­ir og syst­ur­dótt­ir, og það var al­gjör­lega ómet­an­legt að hafa þau þarna og sjá þau reglu­lega í hlaup­inu þar sem þau hvöttu mig áfram. Það gaf mér mik­inn styrk.“

Gott skipu­lag mik­il­vægt

Birna byrjaði að æfa þríþraut sum­arið 2015 en seg­ist þá hafa verið búin að hugsa um að prófa hana í nokk­ur ár. Hún hafi ánetj­ast íþrótt­inni strax á fyrsta degi. „Mér finnst þetta frá­bært sport. Það hent­ar mér vel að æfa mikið og það er góður fjöl­breyti­leiki í sundi, hjól­reiðum og hlaupi.“ Hún seg­ist hafa æft sund sem barn og ung­ling­ur og hún hafi skokkað af og til á milli barneigna frá ár­inu 2002.

Birna segir ómetanlegt að hafa haft fjölskylduna til hvatningar.
Birna seg­ir ómet­an­legt að hafa haft fjöl­skyld­una til hvatn­ing­ar. Mynd/​Hall­dórÍsakÓlafs­son

Hvernig er æf­ing­un­um háttað?

 „Í gróf­um drátt­um eru þetta þrjár æf­ing­ar í hverri grein á viku, níu æf­ing­ar sam­tals. Til viðbót­ar er oft stutt hlaup á eft­ir hjólaæf­ingu, þá kannski fimm hlaupaæf­ing­ar í það heila þó svo tvær af þeim séu stutt­ar, ekki nema tíu til tutt­ugu mín­út­ur.“

Birna seg­ist skipu­leggja sig vel, enda krefj­ist það mik­ils skipu­lags að koma æf­ing­un­um fyr­ir í þéttri dag­skrá með fjöl­skyldu og fullri vinnu. „Tvisvar í viku nýti ég tím­ann milli hálf­sex og sjö á morgn­ana til að synda. Stund­um hleyp ég á brett­inu eða hjóla á trainern­um eldsnemma og skýst svo stund­um út að hlaupa í há­deg­inu. Ég vakna snemma all­ar helg­ar til að vera búin með stærst­an hluta helgaræf­ing­anna áður en krakk­arn­ir vakna.“

Birna hef­ur æft und­ir hand­leiðslu Hákons Hrafns Sig­urðsson­ar frá því í byrj­un árs 2017 og seg­ir það hafa verið lyk­il­atriði fyr­ir sig að vera með svo góðan þjálf­ara. „Aðhaldið sem fylg­ir því er bæði mik­il­vægt til að halda sér við upp­sett æf­ingapl­an og til að gera ekki of mikið svo maður endi ekki í ofþjálf­un. Mér finnst líka nauðsyn­legt, og skemmti­legt, að vera í fé­lagi en ég er í Breiðabliki. Þótt þríþraut sé vissu­lega ein­stak­lingsíþrótt finnst mér nauðsyn­legt að æfa með öðru fólki. Æfinga­fé­lag­arn­ir eru líka enda­laus upp­spretta fróðleiks.“

Hélt hún myndi ekki lifa af

Birna keppti fyrst í þríþraut í lok ág­úst 2015. „Það var þá bara í stuttri þraut, sem sam­an­stóð af því að synda fjög­ur hundruð metra, hjóla tíu kíló­metra og hlaupa tvo og hálf­an kíló­metra.“

Ári síðar, sum­arið 2016, keppti Birna í öll­um þríþraut­ar­keppn­um hér heima, m.a. Chal­lenge Ice­land, sem er hálf­ur járn­karl. „Ég hélt að ég myndi hrein­lega ekki lifa það af; ég var öll í skra­lli eft­ir þá keppni. Samt var ég búin að skrá mig í heil­an járn­karl næsta dag,“ seg­ir Birna og bros­ir.

Sum­arið 2017 keppti Birna í styttri keppn­um hér heima og þar að auki í hálf­um járn­karli í Samor­in í Slóvakíu og heil­um járn­karli í Roth í Þýskalandi. Hún seg­ir sér hafa gengið fram­ar von­um í báðum keppn­un­um en mun­ur á heil­um og hálf­um járn­karli sé afar mik­ill og ekki bara hvað vega­lengd­irn­ar varðar. „Heill járn­karl er miklu meira álag á lík­amann og síðast en ekki síst á fjöl­skyld­una vegna æf­inga­álags. Fyr­ir keppn­ina í Els­in­ore í júní síðastliðnum æfði ég um fimmtán klukku­stund­ir á viku þegar mest var. Ég æfi meira ef ég er að æfa fyr­ir heil­an járn­karl.“

Ein grein þríþrautarinnar er sund en Birna æfði einnig sund …
Ein grein þríþraut­ar­inn­ar er sund en Birna æfði einnig sund sem barn og ung­ling­ur. Mynd/Þ​ór­ar­inn­KarlOlafs­son

Birna fór í tvær æf­inga­ferðir til Spán­ar í vor og seg­ir það kær­komið að æfa í hlýrra lofts­lagi. „Það get­ur verið gríðarlega erfitt að æfa þríþraut í okk­ar ynd­is­lega ís­lenska veðurfari. Oft­ar en ekki fer mest­ur hluti ork­unn­ar í að halda lág­marks­hita­stigi í lík­am­an­um. Ég hef oft og tíðum komið ansi köld inn úr löng­um hjóla­t­úr­um í snjó, rign­ingu, roki, frosti og al­mennu slag­veðri eins og við þekkj­um svo vel,“ seg­ir Birna.

„Dag­ana fyr­ir keppni hlakka ég til skipt­is gríðarlega til og kvíði svaka­lega fyr­ir og lang­ar til að hætta við. Það er gríðarlega mik­il­vægt að fara inn í svona keppni með mikið æðru­leysi því það er margt sem get­ur farið úr­skeiðis. Til dæm­is get­ur nær­ing­in klikkað, maður nær ekki að taka inn nægi­lega marg­ar hita­ein­ing­ar eða fær í mag­ann af því sem maður læt­ur ofan í sig og held­ur því ekki niðri. Það get­ur sprungið á hjól­inu, fólk dett­ur eða verður hrein­lega veikt. Þess vegna er æðru­leysið mik­il­vægt og að vera til­bú­inn að taka því sem að hönd­um ber.“

Birna hef­ur verið græn­met­isæta frá 1993 og borðar hvorki kjöt né fisk. Hún seg­ir að það geti verið krefj­andi að ná inn nauðsyn­legu magni af hita­ein­ing­um.

Það er nú vanda­mál sem marg­ir kysu ör­ugg­lega að kalla ekki vanda­mál?

„Já, ég veit,“ seg­ir Birna og hlær. „En mataræðið skipt­ir gríðarlega miklu máli og það gild­ir að borða vel af góðum og holl­um mat. Ég var reynd­ar al­veg veg­an í eitt og hálft ár frá 2016 en tók mjólk­ur­vör­ur og egg aft­ur inn í mataræðið til að ná inn meira magni af pró­tín­um. Mánuðina fyr­ir keppni þurfti ég að fara í smáátak til að ná upp fjölda hita­ein­inga og viður­kenni að ég greip stund­um til þess ráðs að borða hálfa Green&Black's-súkkulaðiplötu með sjáv­ar­salti eft­ir kvöld­mat eða kaf­færa grísku jóg­úrt­ina og blá­ber­in í rjóma.“

Birna mæl­ir með þríþraut fyr­ir alla. „Ég get ekki annað. Það þarf ekk­ert að fara svona all-in, þó svo það sé vissu­lega gam­an, held­ur er líka hægt að taka þessu ró­lega og nota þríþraut­ina og æv­in­týr­in sem henni fylgja sem skemmti­leg­an og heilsu­bæt­andi lífs­stíl.“

Er ein­hver keppni fram und­an?

„Já, næst á dag­skrá er hálf­ur járn­karl í Amster­dam í sept­em­ber. En það verður bara svo­kölluð broskeppni, þ.e.a.s. eng­in pressa; bara ein­beita sér að því að brosa all­an tím­ann.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert