Kúluhótel það allra heitasta?

Mikið ævintýri er að gista í svokölluðu kúluhóteli.
Mikið ævintýri er að gista í svokölluðu kúluhóteli. Ljosmynd/BubblehotelBali

Hót­el­in hafa þann kost að hægt er að upp­lifa um­hverfið og út­sýni óhindrað en á sama tíma sést allt sem á sér stað inni í kúl­unni. Það eitt og sér ætti ekki að vera næg ástæða til að fæla gesti frá því upp­lif­un­in er víst al­ger­lega mögnuð. Kúlu­hót­el­in spretta upp eins og gor­kúl­ur um víða heim og meira segja er eitt slíkt að finna á Íslandi.

Beach Bubble á Fin­ol­hu, Maldív­eyj­um

Kúlu­hót­elið er sér­stak­lega hannað og ætlað elsk­end­um sem vilja njóta þess að liggja ör­lítið leng­ur á strönd­inni og njóta þess að sjá sól­ina setj­ast og stjörnu­bjart­an him­in­inn taka við.

Beach Bubble hótelið er sérhannað fyrir elskendur.
Beach Bubble hót­elið er sér­hannað fyr­ir elsk­end­ur. Ljós­mynd/​BeachBubble

Bubble Lod­ge Ile aux Cerfs, Má­ritíus

Fyr­ir þá sem sækj­ast eft­ir frið og ró og að vera í al­gjöru ein­rúmi ættu að skoða þetta hót­el því ein­ung­is er hægt að kom­ast á eyj­una, þar sem hót­elið er staðsett, með bát. Á eyj­unni er þó 18 holu golf­völl­ur og þjón­usta all­an sól­ar­hring­inn, það þarf því eng­inn að ör­vænta.

Bubble Lodge Ile aux Cerfs er upplagt fyrir þá sem …
Bubble Lod­ge Ile aux Cerfs er upp­lagt fyr­ir þá sem vilja frið og ró. Ljos­mynd/​BubbleLod­ge

5 milli­on star hotel by Buubble, Íslandi

Al­gjör draum­ur fyr­ir þá sem vilja fylgj­ast með norður­ljós­un­um alla nótt­ina og fá frið í ís­lenskri nátt­úru. Fyr­ir þá sem voru að velta því fyr­ir sér þá eru kúl­urn­ar að sjálf­sögðu upp­hitaðar, þetta er því ekki al­veg eins og að sofa und­ir ber­um himni.

Fimm milljóna stjörnu hótelið á Íslandi.
Fimm millj­óna stjörnu hót­elið á Íslandi. Ljos­mynd/​buubble.com

Hotel Aires de Bar­den­as, Spáni

Þetta hót­el er ól­ikt þeim of­an­töldu að því leyti að áhersl­an er lögð á fjöl­skyld­ur og stærri hópa. Hót­elið býður upp á jóga­tíma, víns­mökk­un og ým­is­kon­ar skoðun­ar­ferðir.  

Þetta kúlúhótel er upplagt fyrir alla fjölskylduna.
Þetta kúlúhót­el er upp­lagt fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ljos­mynd/​HotelAires­deB­ar­den­as
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert