Nokkrir dagar í Nuuk

Nuuk er afskaplega spennandi og hefur upp á margt að …
Nuuk er afskaplega spennandi og hefur upp á margt að bjóða. mynd/AirIcelandconnect

Í land­inu búa tæp­lega 60 þúsund manns og er landið það 12 stærsta í heim­in­um. Í höfuðborg­inni Nuuk búa tæp­lega 17 þúsund manns sem ger­ir hana að einni af fá­menn­ustu höfu­borg­um í heimi auk þess að vera sú nyrsta. Þrátt fyr­ir smæð er heilmargt um að vera í borg­inni fyr­ir ferðalanga.

Ógleym­an­leg­ar skoðun­ar­ferðir

Nuuk stend­ur við Nuup Kan­gerlua firðina sem ná yfir 2 þúsund fer­kíló­metra svæði þar má finna stór­kost­lega ís­jaka sem eng­inn má láta fram­hjá sér fara að skoða í ná­vígi.  Einnig er strand­lengj­an óskap­lega fal­leg en hana er upp­lagt að sjá frá sjó. Bæði Nuuk Water Taxi og Arctic Boat Chart­er bjóða upp á ógleym­an­leg­ar skoðun­ar­ferðir. Fyr­ir þá sem eru æv­in­týra­gjarn­ari er upp­lagt að fara í kayak­ferð eða á SUP bretti

Ferðalangar ættu ekki að hika við að smakka hefðbundinn grænlenskan …
Ferðalang­ar ættu ekki að hika við að smakka hefðbund­inn græn­lensk­an mat. Mynd/​Visit­green­land

Smakkaðu þetta

Fjöl­breytta gist­ingu er að finna í Nuuk en borg­in stát­ar af einu 4 stjörnu hót­eli, Hotel Hans Egede en fyr­ir þá sem leit­ast eft­ir ein­hverju ein­fald­ara þá er Inuk Hostelið upp­lagt. Á Hans Egede hót­el­inu er einnig að finna veit­ingastaðinn Sar­fa­lik sem býður upp á fyr­ir­taks mat. Þeir sem hafa áhuga á því að smakka á ekta græn­lensk­um mat geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi á Inuk hostel­inu. Svo að sjálf­sögðu er ómiss­andi að fara og smakka bjór hjá God­thab Bryg­hus og jafna það út með því að smakka á holl­ustu­fæði hjá Katti.

Fyrir ævintýragjarna er upplagt að prófa fjallaskíði á Grænlandi.
Fyr­ir æv­in­týra­gjarna er upp­lagt að prófa fjalla­skíði á Græn­landi. Mynd/​tworaven.gl

Para­dís fyr­ir úti­vistar­fólk

Græn­land er sann­kölluð para­dís fyr­ir úti­vistar­fólk og heilmargt hægt að gera í kring­um Nuuk. Hæsti tind­ur­inn í kring­um borg­ina er Sermitsiaq sem er 1280 m hátt og tek­ur um tvo og hálf­an tíma að ganga. Einnig er vel hægt að skíða í kring­um borg­ina en það er háð þeim tíma sem ferðast er til Græn­lands. Ævin­týra­ferðaskrif­stof­an Two Ravens býður upp á spenn­andi ferðir svosem göng­ur þar sem gist er í tjöld­um, veiðiferðir og fjalla­skíðaferðir.

Gönguferðir á Grænlandi eru ógleymanleg upplifun.
Göngu­ferðir á Græn­landi eru ógleym­an­leg upp­lif­un. mynd/​Visit­green­land

Air Ice­land Conn­ect flýg­ur bein­ustu leið til Nuuk og þess má geta að glimmr­andi til­boð eru í gangi þessa dag­ana sem eng­in áhuga­mann­eskja um Græn­land ætti að láta fram­hjá sér fara. Á vefsíðunni Visit Green­land er einnig hægt að finna fjöld­an all­an af hag­nýt­um upp­lýs­ing­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert