Kaupmannahöfn orðin sannkölluð matarmekka

Marta Jónsdóttir nýtur lífsins í góða veðrinu í Kaupmannahöfn.
Marta Jónsdóttir nýtur lífsins í góða veðrinu í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Aðsend

Hún seg­ist að mestu fara á milli staða hjólandi enda borg­in ein­stak­lega hent­ug fyr­ir þá far­skjóta. „Ég var nú ekki mik­ill hjólagarp­ur á Íslandi en hér fer ég næst­um allra minna ferða hjólandi. Veðrið er auðvitað mun bet­ur til þess fallið en á Íslandi og svo eru alls staðar góðir hjóla­stíg­ar og allt á jafn­sléttu. Metróið er líka frá­bær kost­ur hér - nýtt, hreint og oft­ast ekki nema tvær mín­út­ur á milli lesta. Gert er ráð fyr­ir því að nýja lína, hring­lest­in,opni nú í sum­ar og mun kerfið þá ná til mun fleiri staða í borg­inni.“

Hver er eft­ir­læt­is veit­ingastaður­inn þinn í borg­inni?

„Þeir eru marg­ir enda er Kaup­manna­höfn orðin sann­kölluð mat­ar­mekka. Við hátíðleg tæki­færi mæli ég með Mielcke og Hurtig­karl í Frederiks­berg garðinum. Hann er ekki enn kom­inn með Michel­in stjörnu en kunn­ug­ir segja að það se ekki langt í hana. Mat­ur­inn er hug­mynda­rík­ur en einnig ótrú­lega bragðgóður og um­hverfið gull­fal­legt. Við ann­an inn­gang að Frederiks­berg garðinum er svo frá­bært franskt brass­erie sem heit­ir Sokk­e­lund. Þar er alltaf góður mat­ur og stemmn­ing frá morgni til kvölds. Svo er auðvitað klass­ískt að fá sér smør­rebrød í há­deg­inu á ein­um af rót­grónu dönsku veit­inga­stöðunum sem ekk­ert hafa breyst í ára­tugi eða jafn­vel ald­ir, t.d. á Kron­borg.“

Marta ásamt Helga, eiginmanni sínum, á ljúfri stund.
Marta ásamt Helga, eig­in­manni sín­um, á ljúfri stund. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða söfn er ómiss­andi að heim­sækja?

„Það eru mörg fal­leg lista­söfn í Kaup­manna­höfn, t.d. Statens Muse­um for Kunst, Thor­valds­sen safnið, Den Hirsch­sprungske Saml­ing og Louisi­ana. Strák­un­um mín­um finnst þó meira spenn­andi að heim­sækja Experi­ment­ari­um sem er vís­inda­safn í Hell­erup þar sem fræðin eru út­skýrð á spenn­andi og aðgengi­leg­an hátt fyr­ir börn á öll­um aldri. Við vor­um svo hrif­in í fyrstu heim­sókn­inni að við breytt­um aðgöngumiðanum í árskort. Svo mæli ég ein­dregið með því að fólk geri sér ferð yfir brúnna frá Nyhavn yfir á Christians­havn og líti við í menn­ing­ar­húsi Íslands, Fær­eyja og Græn­lands, Nor­datlantens Bryg­ge, sem er í sama húsi og ís­lenska sendi­ráðið. Þar eru mis­mun­andi lista­sýn­ing­ar frá lönd­un­um þrem­ur, ný­verið hafa t.d. verið sýn­ing­ar á verk­um Þránd­ar Þór­ar­ins­son­ar og á ís­lenskri sam­tíma­list. Það er líka gam­an að sjá hvernig þetta fal­lega gamla pakk­hús frá 18. öld, sem teng­ist sögu land­anna þriggja og versl­un þeirra við Dan­mörku, hef­ur verið gert upp og fengið nýtt hlut­verk. Á Norður­bryggju er líka mikið líf og fjör á sumr­in, þar er frá­bær mat­ar­markaður og fólk sól­ar sig og sting­ur sér til sunds í vatn­inu á góðviðris­dög­um. Það er þó oft rekið up­p­úr jafnóðum.“

Hvert er þitt eft­ir­læt­is kaffi­hús?

„Dan­ir kunna svo sann­ar­lega að meta gott kaffi og því eru gæðakaffi­hús nán­ast á hverju götu­horni. Á virk­um dög­um fæ ég mér oft morgunkaffi á The Corner 108 sem er kaffi­hús og vín­b­ar við hliðina á Michel­in veit­ingastaðnum 108 sem er rek­inn af sömu veit­inga­mönn­un­um og Noma. Þar er mik­ill metnaður bæði í kaff­inu og ný­bökuðum smjör­deigs­snúðum með brögðum á borð við sól­berja, kaffi kombucha og möndlu/​kanil. Staður­inn er við hliðina á vinnustaðnum mín­um sem er hættu­legt bæði fyr­ir vigt­ina og budd­una en gott fyr­ir sál­ina, sér­stak­lega á köld­um vertr­armorgn­um. Cof­fee Col­lecti­ve býður líka uppá fyrsta flokks kaffi á nokkr­um stöðum í borg­inni, m.a. í Tor­vehaller­ne, Jæ­gers­borgga­de í Nør­re­bro og á God­thåbsvej í Frederiks­berg. Þegar kom­inn er tími á meiri holl­ustu er Acacia á Gammel Kongevej frá­bær kost­ur. Þetta er lít­ill og fal­leg­ur staður þar sem eig­and­inn og mamma henn­ar bera fram spenn­andi kræs­ing­ar úr plöntu­rík­inu. Mæli sér­stak­lega meðmorg­un­matn­um þar, fyr­ir eða eft­ir göngu­túr í Frederiks­berg garðinum.“

Marta ásamt fjölskyldu sinni á fallegum sumardegi.
Marta ásamt fjöl­skyldu sinni á fal­leg­um sum­ar­degi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig lít­ur drauma­dag­ur í Kaup­manna­höfn út í þínum huga?

„Ég myndi byrja dag­inn á góðum morg­un­mat með fjöl­skyld­unni, t.d. á Granola á Værnedamsvej sem er skemmti­leg lít­il gata með frönsku yf­ir­bragði og fullt af spenn­andi kaffi­hús­um, búðum og veit­inga­stöðum. Síðan myndi ég hjóla meðfram Søer­ne í mat­ar­markaðinn Tor­vehaller­ne sem er sann­kallað himna­ríki sæl­kera. Þar er gott að versla í mat­inn um helg­ar, ná í ferskt græn­meti, blóm, bestu fløde­boll­ur í bæn­um og gæðavín. Eft­ir all­an mat­inn væri kom­inn tími fyr­ir smá menn­ingu, það er til dæm­is alltaf gott fyr­ir and­ann að rölta um á rík­is­lista­safn­inu sem er ekki langt frá Tor­vehaller­ne. Á drauma­deg­in­um væri svo upp­lagt að hitta góðar vin­kon­ur og fá sér síðbú­inn og lang­an há­deg­is­verð, t.d. á Sokk­e­lund eða Café Vikt­or. Þegar vel viðrar er gam­an að fara í sigl­ingu um sík­in í Christians­havn, það er t.d. auðvelt að leigja lít­inn bát í einn eða tvo tíma hjá Go­Boat, eða fara með teppi og góða bók í Frederiks­berg garðinn. Kvöldið myndi svo byrja á bestu kokteil­um í bæn­um á Lidkoeb áður en haldið yrði á ein­hvern góðan veit­ingastað. Ætli ég myndi ekki splæsa í kvöld­verð á Mielke og Hurtig­karl, fyrst að þetta er drauma­dag­ur­inn.“

Hvað er ómiss­andi að sjá í Kaup­manna­höfn?

„Fyr­ir Íslend­inga sem heim­sækja Kaup­manna­höfn er ómiss­andi að fara á Íslend­inga­slóðir og kynna sér sögu gömlu höfuðborg­ar­inn­ar. Ef fólk hef­ur tíma til að vinna heima­vinn­una er fróðlegt að glugga í bók Guðjóns Friðriks­son­ar og Jóns Þ. Þórs, Kaup­manna­höfn sem höfuðborg Íslands, eða horfa á þætti Eg­ils Helga­son­ar sem sýnd­ir voru á RÚV í fyrra. Það er líka þægi­legt að láta aðra vinna vinn­una fyr­ir sig og bregða sér í göngu- eða hjóla­ferð um borg­ina með ís­lensk­um leiðsögu­mönn­um. Ásta Stef­áns­dótt­ir og Hrann­ar Hólm bjóða t.d. upp á áhuga­verðar ferðir og þekkja marg­ar skondn­ar sög­ur af forfeðrum okk­ar í Kaup­manna­höfn. Fyrsti viðkomu­staður á Íslend­inga­slóðum er auðvitað Jóns­hús, þar sem ný­lega var opnuð sýn­ing­in Heim­ili Ingi­bjarg­ar og Jóns. Gamla íbúðin þeirra hef­ur verið end­ur­gerð eins ná­kvæm­lega og kost­ur er og geta gest­ir gengið um hana eins og þeir væru í heim­sókn hjá þess­um heiðurs­hjón­um fyr­ir um 150 árum.”

Er eitt­hvað áhuga­vert að ger­ast í borg­inni á næst­unni?

„Já það er alltaf eitt­hvað að ger­ast í Kaup­manna­höfn. Nú er vorið og sum­arið framund­an og þá lifn­ar yfir borg­inni og íbú­un­um. Í lok maí er Copen­hagen Art Week og hátíðin 3 Days of Design sem Ísland tók virk­an þátt í á full­veldisaf­mæl­inu í fyrra, m.a. með sýn­ingu ís­lenskra hönnuða í Ill­ums Bolig­hus. Svo hlakka strák­arn­ir mín­ir mikið til þess þegar Tivoli opn­araft­ur um pásk­ana.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert