Amsterdam að hætti Öldu

Alda og Júlía, dóttir hennar, í bátsferð um síkið ásamt …
Alda og Júlía, dóttir hennar, í bátsferð um síkið ásamt Mark, vini þeirra. Ljósmynd/Aðsend

Hún býr við svo­kallað canal belti í hverfi sem heit­ir De 9 Stra­atj­es eða 9 stræt­un­um. „Þetta eru semsagt 9 litl­ar göt­ur sem eru við sík­in þrjú, Her­rengracht, Prin­sengracht og Keizergrag­ht en ég bý ein­mitt við þá síðast­nefndu. Það er geggjað að geta setið úti á sumr­in og já og vor­in og haust­in, því veðrið þar er betra en á Íslandi og horfa á bát­ana fara  um síkið.“ Útsýnið skipt­ir Öldu miklu máli enda er fær hún oft sín­ar bestu hug­mynd­ir við skrif­borðið. „Ég er svo hepp­in að vinna heima og skrif­borðið mitt er við glugg­ann svo ég er ekki með ama­legt vinnu­rými og út­sýni. Hol­lend­ing­ar fara mikið á báta og marg­ir eiga sína litlu báta sem þeir sigla um sík­in með vin­um eða fjöl­skyldu og njóta dags­ins. Við för­um ein­mitt stund­um með vin­um með smá vín og osta í semi piknikk og njót­um dags­ins að sigla um þegar veðrið er gott. 9 stræt­in eins og þau eru kölluð er lítið hverfi sem er með litl­ar búðir með hönn­un­ar­vöru, second hand búðum, an­tík og ynd­is­leg­um kaffi­hús­um og veit­ing­ar­stöðum. Al­veg til­valið að eyða deg­in­um þar.“

Blue, nýtur sín vel í Amsterdam.
Blue, nýt­ur sín vel í Amster­dam. Ljós­mynd/​Aðsend

Alda fer flestra sinna leiða á tveim­ur jafn­fljót­um eða á hjóli og seg­ir ynd­is­legt að þurfa ekki að fara í bíl og vera í um­ferðinni líkt og hér heima á Íslandi. „Maður labb­ar bara um í ró­leg­heit­um og nýt­ur þess að brosa og fá ork­una frá fólk­inu og trján­um í um­hverf­inu. Ef ég fer á hjól­inu er það ekki al­veg eins af­slappað. Hol­lend­ing­ar hafa flest­ir verið á hjóli frá því þeir labba og þetta virk­ar allt eins og gott klukku­verk. Svo ég þarf að hafa mig alla við að hika ekki og valda óhappi.  Hjól­in hafa all­an rétt svo bíl­ar og fólk þurfa alltaf að víkja fyr­ir hjól­un­um. Fannst líka al­veg ótrú­legt fyrst eft­ir að ég flutti að eng­in not­ar hjálm og börn eru ekki með hjálma á hjól­un­um. En þetta virk­ar og ekki mikið um hjóla­slys.“

Hver er eft­ir­læt­is veit­ingastaður­inn þinn í borg­inni?

„Ég á nokkra eft­ir hvað til­efnið er. Casa di Dav­id er ít­alsk­ur veit­ing­arstaður sem er rétt hjá okk­ur og við fjöl­skyld­an elsk­um að fara á í pizzu eða pasta. Geggjaður mat­ur og starfs­menn­in­irn­ir alltaf hress­ir, gæt­ir lent í því ef þeir eru í stuði að þeir bresti í söng. Þetta er vin­sæll staður og því betra að panta borð. Café Geor­ge er svona fimmtu­dag­ur-laug­ar­dag staður. Skemmti­legt fólk og stemm­inng þar með góðum mat og ekki svo dýr­um. Svipaður þeim stað er Morg­an and Mees þar er góður mat­ur og kokteil­ar en þjón­ust­an ekki eins frá­bær. Síðan er frá­bær staður í Westerpark sem heit­ir Mossel & Gin, þar er gott úr­val af kræk­ling­ar­rétt­um,ostr­um og rækj­um. Þar er líka að finna frá­bært úr­val af gin og tónik blönd­um.“ 

Amsterdam er heillandi borg.
Amster­dam er heill­andi borg. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert er eft­ir­læt­issafnið þitt í Amster­dam?

„Huis Marseille muse­um en það er ljós­mynda­safn með æðis­legu ljós­mynda­bóka­safni og garði sem er gott að vera í á sumr­in.  Ég fer stund­um þangað á sumr­in þegar gott er veðrið með far­tölv­una og vinn. Það eru ekki marg­ir sem vita af þess­um garði svo það er mjög ró­legt. Við erum ekki með garð við íbúðina okk­ar því við erum með glugga sem snúa að sík­inu en hús­in eru flest við þess­ar göt­ur byggðar þannig að þú ert annað hvort með garð eða síki. Ég hef ekki enn farið í Rijks­mu­se­um en það er alltaf á plan­inu. Stedelijk, ný­l­ista­safnið,  er oft með góðar sýn­ing­ar og svo er Museumplein ynd­is­leg­ur staður til slaka á í sól­inni eft­ir að hafa skoðað list í nokkra klukku­tíma.“ 

Áttu þér eft­ir­læt­is kaffi­hús?

„Heima, þar er besta kaffið.  Ef ég fer út á kaffi­hús þá væri það lík­leg­ast á Koff­iespot á Elands­gracht 53 sem er rétt hjá okk­ur og til­valið að versla í mat­inn á leiðinni heim. Cott­onca­ke í De Pijp´s hverf­inu er með gott kaffi og gott org­anic meðlæti. Síðan er Café de Pels local bar­inn okk­ar sem er pínu svona eins og Mokka kaffi. Fólkið í hverf­inu á öll­um aldri sest niður í kaffi eða drykk að spjalla um heims­mál­in, frá­bær local staður. 

Alda ásamt Júlíu, dóttur sinni, á fallegum degi í borginni.
Alda ásamt Júlíu, dótt­ur sinni, á fal­leg­um degi í borg­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig lít­ur drauma­dag­ur út í borg­inni?

„Fara á strönd­ina þegar er gott veður.m Zand­voort aan Zee er ekki nema í 40 mín­útna lest­ar­ferð frá Central Stadi­on. Ann­ars finnst mér alltaf bara að labba um borg­ina, það er allstaðar fal­legt um­hverfi og garðar til að setj­ast niður og lesa bók eða slaka á. Ég mynd­is svo enda dag­inn á báts­ferð um síkið með vin­um og passa uppá að ná ljósa­skipt­un­um því það er bæði fal­legt í björtu og myrkri.“

Alda ásamt Marínu, dóttur sinni, um síðustu jól.
Alda ásamt Marínu, dótt­ur sinni, um síðustu jól. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er ómiss­andi að sjá?

„Fara á Bru­in cafe sem er klass­ísk­ur hol­lensk­ur bar. Þar er alltaf að finna skemmti­lega karakt­era sem þú hitt­ir á þess­um stöðum og spjalla við yfir ein­um eða tveim­ur öl. Fest­ina Lente er einn svo­leiðis. Bæði með frá­bær­an mat til að fá sér í há­deg­inu og skemmti­leg stemmn­ing um kvöld og helg­ar. Svo er gam­an að fara á Noor­der­markt á laug­ar­dög­um og kaupa líf­ræn­an mat. Þar er að finna mikið úr­val af ost­um, græn­meti og öðru beint frá bónda. Hann er líka opin á mánu­dög­um en þá er meira um antik­muni. Síðan er bara til­valið að slökkva á google maps og týn­ast og þá end­ar maður alltaf í smá æv­in­týri svo bara hægt að kveikja á maps þegar maður er til­bú­in að fara heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert