Brighton í boði Elínar Arnar

Elín Arnar býr og starfar í Brighton.
Elín Arnar býr og starfar í Brighton. Ljósmynd/Johan Robach

„Það sem mér finnst best við staðsetn­ing­una er að þetta er eins og að búa í litlu gam­aldags þorpi þar sem þú ert með póst­hús, slátr­ara, bak­ara, osta­búð, apó­tek og alla helstu þjón­ustu í litl­um sér­hæfðum búðum. Minn­ir svo­lítið á gamla daga áður en stór­markaðir og keðjur tóku yfir. Það finnst mér mik­ill sjarmi.“

Brighton er afskaplega sjarmerandi borg.
Bright­on er af­skap­lega sjarmer­andi borg. Ljós­mynd/​Oleks­andr Samoylik

Elín flutti út fyr­ir tæp­um fimm árum, þá fyrst og fremst til að verja fæðing­ar­or­lofinu sínu eft­ir að hún eignaðist yngri dótt­ur sína. „Svo er alltaf eitt­hvað sem verður til þess að ég íleng­ist en ég er búin að vera á leiðinni heim síðan ég kom og hef­ur aldrei staðið til að flytja al­veg frá Íslandi. Kærast­inn minn leit­ar að vinnu heima og vil ég nýta tæki­færið og óska eft­ir vinnu fyr­ir hann,“ seg­ir Elín sem í dag starfar sem rit­stjóri vef­tíma­rits­ins Bright­on Journal en tíma­ritið fjall­ar um allt það helsta sem er að ger­ast í borg­inni. Það er því vel við hæfi að spyrja El­ínu spjör­un­um úr um sína eft­ir­læt­isstaði í borg­inni.

Hver er eft­ir­lætisveit­ingastaður­inn þinn?

„Það eru svo marg­ir og erfitt að velja einn en senni­lega hef ég fengið mestu matar­full­næg­ing­una á Gin­ger Man sem er lókal veit­ingastaður sem notið hef­ur svo mik­illa vin­sælda að ég held að þeir séu orðnir þrír núna. Það er staður í fínni kant­in­um sem sér­hæf­ir sig í tra­diti­onal evr­ópskri mat­ar­gerð með “fusi­on” ívafi. Hins veg­ar ef maður vill létta budd­una minna þá er Chilli Pickle með dá­sam­leg­an ind­versk­an mat og hef­ur unnið til fjölda verðlauna. Og ef þú vilt prófa aðeins öðru­vísi mexí­kósk­an mat þá mæli ég með stað sem heit­ir Wahaca. Besti brönchinn er svo á Bills. Ég bara get ekki staðist að nefna fleiri en einn stað. Og jú svo er The Ivy in The Lanes í miklu upp­á­haldi og þar er smart­asta “powder room” ver­ald­ar.“

Hvert er þitt eft­ir­lætiskaffi­hús?

„Það heit­ir Marwood og er mjög sér­stakt kaffi­hús sem er falið í mjóu sundi í The Lanes. Það er eins hip­ster og það get­ur orðið en þar er gott kaffi og mjög skemmti­legt skap­andi um­hverfi. Þar er alltaf vel tekið á móti manni því starfs­fólkið er alltaf í svo miklu stuði (al­vöru stuði, eng­inn að þykj­ast að vera hress, hvernig þau fara að því öll­um stund­um er mér hulið). Þar er líka einn frum­leg­asti vatns­krani sem ég hef drukkið úr. Dæt­ur mín­ar elska hins veg­ar Cloud 9 en þar fást cupca­kes í öll­um regn­bog­ans lit­um. Þegar ég vil gera vel við þær þá för­um við þangað en þar eru líka lit­ir og lita­bæk­ur og gott pláss til að vera með börn. Og af því ég er að minn­ast á börn þá verð ég að nefna annað kaffi­hús á strönd­inni sem er full­komið til að all­ir geti notið sín. Það heit­ir Yellowave og er með mjög næs útiaðstöðu með borðum og stól­um í kring­um risa­stór­an sand­kassa þar sem börn­in geta spriklað og leikið.“

Bryndís og Mínerva, dætur Elínar, spóka sig við Undercliff á …
Bryn­dís og Mín­erva, dæt­ur El­ín­ar, spóka sig við Und­ercliff á ball­et­skóm. Ljós­mynd/​EA

Hvert er þitt eft­ir­læt­issafn?

„Þegar kem­ur að list “Phoen­ix” og þegar kem­ur að sögu “The Pavili­on”. Þegar maður ver lengri tíma er­lend­is þá tek­ur maður á móti fjölda gesta frá Íslandi og því hef ég farið ansi oft í Pavili­on. Ég verð að segja að ég læri eitt­hvað nýtt í hvert sinn.“

Hvernig lít­ur drauma­dag­ur­inn þinn út í borg­inni?

„Drauma­dag­ur­inn minn er að spila strand­blak í nokkra klukku­tíma á góðum sum­ar­degi. Grilla svo á strönd­inni eft­ir að hafa skolað af sér sand­inn í sjón­um og njóta mat­ar og víns í góðum fé­lags­skap. En fyr­ir gest­kom­andi sem stoppa stutt þá mæli ég með að byrja kannski dag­inn á ein­hvers kon­ar acti­vity, mögu­lega paddle bo­ar­ding, byrj­enda­tíma í strand­blaki eða fara á kaj­ak meðfram strönd­inni og í kring­um Pier. Ég mæli líka alltaf með göngu meðfram strönd­inni. Þar eru bar­ir og veit­ingastaðir, litl­ar búðir og þar iðar allt af lífi á sumr­in. Á aðra hönd­ina ertu með glæsi­leg­ar Re­gency-bygg­ing­ar sem prýða borg­ina meðfram strönd­inni og á hina strönd­ina og hafið. Um há­deg­is­bil er kjörið að setj­ast með fish and chips á strönd­ina. Verja svo eft­ir­miðdeg­in­um í að spóka sig um milli lít­illa versl­ana og kaffi­húsa í the Lanes en þar flýg­ur tím­inn þar sem það er svo margt að skoða. Um kvöldið er svo hægt að borða á góðum veit­ingastað og skella sér annaðhvort á tón­leika í Concor­de 2 eða uppistand í Komedia. Ef þú ert í stuði fyr­ir djamm þá er bar eða klúbb­ur ligg­ur við hvert sem farið er.“

Mermaid March er opinber dagur hafmeyja og -peyja og sjávarskrímsla …
Mermaid March er op­in­ber dag­ur haf­meyja og -peyja og sjáv­ar­skrímsla af ýmsu tagi. Ljós­mynd/​Dom­inic Al­ves

Hvað er ómiss­andi að sjá?

„Þetta helsta er The Pier, strand­lífið, The Lanes og Pavili­on. Það er líka gam­an að spóka sig í Kemptown Villa­ge þar sem ég bý. Þar er mikið af second hand-búðum bæði með föt­um og hús­gögn­um. Devils Dyke er líka skemmti­leg­ur viðkomu­staður með út­sýni yfir Downs eða að ganga eða hjóla und­ir hvít­um klett­um meðfram sjón­um yfir í lítið sætt þorp hérna rétt hjá sem heit­ir því und­ar­lega nafni Rott­ingde­an.“

Elín hvetur sem flesta til að mæta á The Naked …
Elín hvet­ur sem flesta til að mæta á The Naked Bike Ride sem fer fram í júní. Ljós­mynd/​EA

Er eitt­hvað spenn­andi að ger­ast í borg­inni á næst­unni?

„Hér er alltaf eitt­hvað að ger­ast á hverj­um degi og ein­hvers kon­ar festi­val hverja helgi sér­stak­lega yfir sum­arið. Það erfitt að fylgj­ast með öllu og maður ramb­ar á hinar ótrú­leg­ust hátíðir og skrúðgöng­ur t.d The March of the Mermaids, Bright­on Mod Week­end­er, Volkswagen-rúg­brauð hátíð og það er ekki hægt að telja allt upp hér það er svo margt. Hins veg­ar er maí kannski sá mánuður þar sem öll borg­in er und­ir­lögð af alls kyns viðburðum hvert sem farið er vegna Bright­on Fr­inge og Bright­on Festi­val. Það eru tvær stór­ar ár­leg­ar lista­hátíðir sem fagna öll­um list­form­um all­an mánuðinn. Svo er Naked Bike Ride 9. júní næst­kom­andi. All­ir að mæta!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert