Endalaus uppspretta afþreyingar

Harpa er mikil hestamanneskja og sinnir áhugamálinu af krafti.
Harpa er mikil hestamanneskja og sinnir áhugamálinu af krafti. Ljósmynd/Aðsend

„Ég starfaði fyrst sem veit­inga­stjóri og tók við sem hót­el­stjóri fyr­ir rúmu ári.“ Hót­elið er núna rúm­lega 100 her­bergi en yfir standa mikla fram­kvæmd­ir og bæt­ast við 25 her­bergi í byrj­un sum­ars. Aðspurð hvort hót­elið hafi breytt ein­hverju fyr­ir svæðið seg­ir Harpa svo vera þar sem þetta sé eitt vin­sæl­asta ferðamanna­svæðið á land­inu. „Svona hót­el bæt­ir í viðskipti annarra á svæðinu, sér­stak­lega afþrey­ing­ar­fyr­ir­tækj­anna, heiðarleg sam­keppni er alltaf af hinu góða.“

Hvað er hægt að gera í ná­grenn­inu?

„Þetta er nán­ast enda­laus upp­spretta af afþrey­ingu, hér er hægt að fara í báts­ferðir bæði á Jök­uls­ár­lóni og Fjalls­ár­lóni, ís­hella­ferðir, jökla­göng­ur, út­sýn­is­flug frá Freys­nesi, lunda­skoðun í Ing­ólfs­höfða, fyr­ir utan merkt­ar göngu­leiðir eins og að Svarta­fossi og um Skafta­fell. Flest fyr­ir­tæk­in eru með ís­hella­ferðir á vet­urna og jökla­göng­ur á sumr­in þar sem ís­hell­arn­ir eru ekki ör­ugg­ir á sumr­in. Svo er safn á Hala og hér í sveit­inni hef­ur verið starf­rækt hesta­leiga, það er síðan mikið líf áfram þegar keyrt er aust­ur að Höfn, marg­ar fal­leg­ar göngu­leiðir t.d. Svo er tölu­vert af staðvinnslu á hrá­efni, jöklaís og Skafta­fell delica­tessen til dæm­is.“

Sonur Hörpu kjarnar sig við rætur Vatnajökuls.
Son­ur Hörpu kjarn­ar sig við ræt­ur Vatna­jök­uls. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera á svæðinu?

„Mér finnst Svína­fells­jök­ull æði, ég upp­lifi ein­hvers kon­ar núllstill­ingu við að labba í ná­grenni við hann. Eins höf­um við verið aðeins með hesta og þetta er frá­bært svæði til út­reiða.“

Harpa býr í ná­grenni við hót­elið ásamt eig­in­manni, sem vinn­ur á hót­el­inu, og tveim­ur son­um sem eru í grunn­skóla á svæðinu en sá elsti býr á Sel­fossi sþar em hann sæk­ir skóla. „Það er al­veg frá­bært hér í Öræf­un­um, hér er mik­il sam­heldni og margt skemmti­legt fólk. Frá­bært svæði til úti­vist­ar og klár­lega al­gjör sveita­sæla.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert