Sá fyrsti sinnar tegundar í Evrópu

Glerið í útsýnisglugganum á veitingastaðnum er sérstaklega styrkt.
Glerið í útsýnisglugganum á veitingastaðnum er sérstaklega styrkt. Ljós­mynd/​MIR/​Snøhetta

Veit­ingastaður­inn Und­er er nefni­lega fimm metr­um und­ir sjáv­ar­máli og það ger­ir hann því að fyrsta neðan­sjáv­ar­veit­ingastaðnum í Evr­ópu. Að auki er hann sá allra stærsti sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um, en staður­inn get­ur tekið við allt að hundrað stand­andi gest­um.

Ansi sérstakt útlit er á veitingastaðnum.
Ansi sér­stakt út­lit er á veit­ingastaðnum. Ljós­mynd/​​MIR/​​Snøhetta

Veit­ingastaður­inn er sér­stak­ur út­lits og virðist sem bygg­ing­in sé hálfsokk­in í sæ. Inni á veit­ingastaðnum er svo stærðar­inn­ar gluggi þar sem gest­ir geta notið þess að skoða sjáv­ar­lífið í nær­mynd á meðan þeir gæða sér á matn­um. Danski kokk­ur­inn Nicolai Ellits­ga­ard Peder­sen ræður ríkj­um á veit­ingastaðnum og verður að sjálf­sögðu boðið upp á ný­veidd­an fisk, líf­rænt lamba­kjöt og sjáv­ar­fugla úr ná­grenn­inu. Veit­ingastaður­inn opnaði núna í mars og er nú þegar full­bókað á hann fram í sept­em­ber. 

 
Nán­ar má lesa um veit­ingastaðinn ásamt viðtalið við eig­end­ur hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert