Einungis 550 keppendur komast að

Sigurvegarar síðustu ára saman komnir, frá vinstri Helgi Berg, Hafsteinn …
Sigurvegarar síðustu ára saman komnir, frá vinstri Helgi Berg, Hafsteinn Ægir, Ingvar, Elvar Örn, Birkir Snær og María Ögn. Ljósmynd/Aðsend

Askja kom fyrst að mót­inu árið 2014 und­ir merkj­um Kia og hef­ur síðan verið aðal­kost­andi móts­ins. „Við höf­um verið virki­lega ánægð með sam­starfið und­an­far­in 5 ár. Keppn­in hef­ur vaxið og dafnað. Þetta er einn liður í því að koma Kia á fram­færi og eiga góðan dag með ís­lensku hjól­reiðafólki og fjöl­skyld­um þeirra. Þetta verk­efni hef­ur gengið vel. Við leggj­um enn meira í keppn­ina á kom­andi árum og þá sér­stak­lega til þess að tryggja ör­yggi kepp­enda, og um leið gera um­gjörðina enn skemmti­legri,“ seg­ir Jón Trausti Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Öskju.

Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, KIA á Íslandi, og Einar …
Jón Trausti Ólafs­son, for­stjóri Öskju, KIA á Íslandi, og Ein­ar Bárðar­son, eig­andi KIA-gull­hrings­ins hand­sala áfram­hald­andi þriggja ára samn­ing um KIA-gull­hring­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Skrán­ing hefst form­lega í Kia-gull­hring­inn laug­ar­dag­inn 30. mars í nýj­um húsa­kynn­um Kia á Íslandi klukk­an 13:00 en keppn­in er nú hald­in í átt­unda sinn, en hún hef­ur verið hald­in á Laug­ar­vatni frá því 1. sept­em­ber 2012. Keppn­in hef­ur verið ein sú vin­sæl­asta og fjöl­menn­asta í hjól­reiðunum og hef­ur það verið sér­stakt aðdrátt­ar­afl henn­ar að hún býður upp á vega­lengd­ir við allra hæfi og þar keppa byrj­end­ur jafnt sem lengra komn­ir og all­ir skemmta sér kon­ung­lega sam­an. Tak­mark­an­ir hafa verið sett­ar á mótið í ár og verða ekki fleira en 500 kepp­end­ur skráðir til leiks. Keppn­in fer svo fram 31. ág­úst og ræst verður frá Laug­ar­vatni að vanda.

Ein­ar Bárðar­son, fram­kvæmda­stjóri Meðbyrs, eig­anda keppnin­ar, seg­ir að það sé mjög ánægju­legt að keppn­in skuli áfram vera kennd við Kia en bíla­fram­leiðand­inn höfðar til hjól­reiðafólks meðal ann­ars vegna þess hve rúm­góðir bíl­arn­ir eru. „Kia hef­ur staðið vel að baki gull­hringn­um und­an­far­in ár og það er já­kvætt að á kom­andi árum verður enn meira lagt í um­gjörð keppn­inn­ar. Þetta á að vera skemmti­leg keppni þar sem vin­ir og fjöl­skyld­ur koma sam­an á Laug­ar­vatni í fal­legu um­hverfi og nátt­úr­unni.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um mótið, dag­skrá, regl­ur, ör­yggi kepp­enda og al­menn­ar upp­lýs­ing­ar má finna á vefsíðu keppn­inn­ar, Kia Gull­hring­ur­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka