Ekki fara með þeim fyrstu um borð

Það getur verið skemmtileg áskorun að ferðast með lítil börn.
Það getur verið skemmtileg áskorun að ferðast með lítil börn. Ljósmynd/Flickr

Þessi til­finn­ing að fara fyrst inn í vél­ina og hafa tíma til að koma sér fyr­ir í ró­leg­heit­um er nota­leg og ró­andi. Öfugt við það þegar maður ferðast með vin­um sín­um en þá kem­ur það fyr­ir að maður er sá allra síðasti í vél­ina, kófsveitt­ur og más­andi. Í raun­veru­leik­an­um er þetta þó oft aðeins öðru­vísi, þegar búið er að koma barn­inu fyr­ir þá byrj­ar biðin fyr­ir al­vöru. Farþegar hrúg­ast inn og troða tösk­um í öll laus rými, þetta get­ur gengið ansi hægt fyr­ir sig. Svo er það alltaf þessi eini farþegi sem læt­ur bíða eft­ir sér og er kallaður upp í kerf­inu. Allt í einu eru liðnar 30 mín­út­ur og barnið eða börn­in far­in að ókyrr­ast. Annað barnið þarf að fara á sal­ernið, aft­ur, og hitt er svangt. Þeim er heitt eða kalt eða vilja ekki sitja leng­ur, þið þekkið þetta kannski mörg.

Þú lít­ur út um glugg­ann og sérð að það er enn verið að ferma vél­ina. Eft­ir að hafa setið 40 mín­út­ur í vél­inni er loks farið að und­ir­búa brott­för. Þá er mjög klass­ískt að ein­hver spyrji hvað það sé langt eft­ir. Bug­un. Næst þegar þér er boðið að fara með þeim fyrstu um borð með börn­in mæli ég með því að þú lát­ir þau hreyfa sig vel í biðsaln­um og gang­ir með þeim síðustu um borð, svo lengi sem sæt­in þín eru tryggð. Þannig stytt­ist biðtími barn­anna og ferðin er lík­legri til að verða betri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert