Ferðaráð Sölva Tryggvasonar

Sölvi hefur víða ferðast. Hérna má sjá hann við The …
Sölvi hefur víða ferðast. Hérna má sjá hann við The Golden Pavilion í Kyoto í Japan. Ljósmynd/Aðsend

Í kjöl­farið hef­ur Sölvi haldið tugi fyr­ir­lestra og er hvergi nærri hætt­ur þeirri iðju enda eft­ir­spurn­in mik­il. „Ég hef síðan bók­in mín kom út í byrj­un árs­ins fengið al­gjör­lega geggjuð viðbrögð frá fólki og verið beðinn um að halda fyr­ir­lestra um allt land. Mér telst til að ég hafi haldið 50 fyr­ir­lestra á síðustu 60 dög­um og er gíf­ur­lega þakk­lát­ur fyr­ir viðbrögðin og ætla að halda áfram að tala um efnið í bók­inni minni á meðan fólk hef­ur áhuga á að hlusta. Bók­in bygg­ir á mik­illi vinnu og er mjög per­sónu­leg, þannig að ég get eig­in­lega varla lýst því hvað það gleður mig mikið að hafa fengið svona góð viðbrögð.“

Fyrirlestrum Sölva hefur verið vel tekið.
Fyr­ir­lestr­um Sölva hef­ur verið vel tekið. Ljós­mynd/​Aðsend

Heim­sótt yfir 50 lönd

Þessa dag­ana er Sölvi stadd­ur í Tul­um á Yucat­an-skag­an­um í Mexí­kó þar sem hann nýt­ur lífs­ins um stund. „Ég er bú­inn að halda fyr­ir­lestra, vinnu­stof­ur og nám­skeið fyr­ir vel á þriðja þúsund manns það sem af er ár­inu og varla tekið einn dag í frí, þannig að það var kom­inn tími á smá hleðslu.“ Að sögn Sölva hef­ur hann alltaf haft mikla þörf fyr­ir að prófa nýja hluti þótt það hafi ekki verið fyrr en fyr­ir 10 árum að ferðabakt­erí­an hafi byrjað fyr­ir al­vöru. „Þá hafði ég komið til 12 landa, en nú eru lönd­in sem ég hef heim­sótt orðin fleiri en 50. Planið er að ná að hafa heim­sótt minnst 100 lönd þegar ég verð fimm­tug­ur og svo von­andi öll áður en yfir lýk­ur,“ seg­ir Sölvi sem ferðast hef­ur heims­horna á milli og meðal ann­ars heim­sótt óhefðbundna áfangastaði eins og Haiti, Sri Lanka, Úkraínu og Líb­anon.

Batteríin hlaðin við Andaman-hafið.
Batte­rí­in hlaðin við Andaman-hafið. Ljós­mynd/​Aðsend

Best að sleppa tök­un­um

Þegar Sölvi er beðinn um nokk­ur góð ferðaráð seg­ir hann það vera núm­er eitt að sleppa tök­un­um á því að vera alltaf með dag­skrá og finn­ast maður alltaf vera með dag­skrá. „Mín bestu augna­blik á ferðalög­um hafa mjög oft komið þegar ég ákvað að hafa enga dag­skrá og leyfa hlut­um að ger­ast. Ég er kannski ekki al­veg hefðbund­inn að því leyti að ég ferðast mjög mikið, en ég er far­inn að skipta ferðalög­um dá­lítið mikið í tvenns kon­ar ferðir. Ann­ars veg­ar ferðir þar sem aðalpæl­ing­in er að hlaða mig, slappa af, skipu­leggja næstu skref í vinnu og njóta þess að vera á fal­leg­um stað. Í þannig ferðum fylli ég á tank­inn og fæ oft betri yf­ir­sýn yfir það hvernig ég ætla að gera hlut­ina þegar ég kem heim.  Svo eru það hins veg­ar ferðalög sem ganga meira út á æv­in­týri, flakka og gera og græja. Þá er gír­inn meira að gera sem allra mest og segja aldrei nei við neinu. Mér finnst betra að fara í þannig ferðir ef ég hef aðeins lengri tíma og er ekki með neina vinnu með mér.“

Fram und­an eru nám­skeið þar sem farið er dýpra í þau atriði sem Sölvi fjall­ar um í bók­inni eins og kuldaþerapíu, hug­leiðslu, önd­un, nær­ingu, föst­ur, heil­a­starf­semi og fleira því tengt. „Viðbrögðin hafa verið fram­ar öll­um von­um og ég er þegar byrjaður að bóka fyr­ir­lestra í fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög fram á næsta haust,“ seg­ir hann. Fylgj­ast má með Sölva á Face­book-síðu hans en þar er að finna all­ar upp­lýs­ing­ar um næstu nám­skeið. Einnig má fylgja Sölva á In­sta­gram - sol­vi­trygg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert